~~**~~
Gott kvöld!!Það er eilíf pressa á mig þó ég hafi ekkert að segja, þá á ég bara samt að skrifa eitthvað og setja inn myndir bara af einhverju svo að visst fólk hafi eitthvað að gera í vinnunni á daginn... Nefni engin nöfn..:O) ÞAð hefur voðalega lítið á daga mína drifið það er aðallega að vinna sofa og éta. En ég er þó farin að hunskast í sund aftur og er ég því mikið fegin. Nota tímann þegar Hindin fer á sundæfingar að þá hef ég farið og synt og legið svo í pottinum á eftir. Rosa gott og hef ég hugsað mér að halda þessu áfram 3svar í viku í vetur. Þegar úthaldið er orðið meira (vegna hversu löt ég er búin að vera þá er það ekki upp á marga fiska) þá ætla ég að bæta einhverri skemmtilegri líkamsrækt við c.a 2svar í viku í ofanálag. Það ætti að duga!! Framundan er svosem ekkert neitt um að vera heldur. Er samt að reyna að pressa á mjóa minn að fara á hin svokallaða "fiskiðjuhitting" sem verður þann 8. okt en þar vann hann til margra ára hér áður og er ætlunin að fólk hittist og borði saman og tjútti eitthvað frameftir þá. Trommarinn minn er að koma í heimsókn til mömmu sín á morgun og ætlar að vera fram yfir helgi það verður gott að fá hann aðeins og stjana við hann. Annars ætla þeir í bandinu að æfa eitthvað líka því þeir eiga að spila á Icelandic Airwaves um miðjan næsta mánuð. Hann er í stúdioi í kvöld að tromma inn eitthvert lag fyrir vin sinn og það lag á að fara í spilun í útvarpi fljótlega. Svo er hann endalaust að skenkja fólki vín á "Den danske krå!" þess á milli. Hindin mín að byrja á gelgjunni á fullu og gengur það ennþá bara vel fyrir sig og eru skapsveiflurnar ekkert að fara með hana ennþá. En hefur orðið jafn mikin áhuga á fötum og tísku eins og mamman og kann ég því bara vel. Hér fyrir neðan eru myndir svona héðan og þaðan. Þó aðallega héðan..:) Mjói minn gaf mér þessa skó um daginn sem myndir eru af hér fyrir neðan og sundlar mig bæði og svimar við að vera í þeim. Hef aldrei átt svona háa skó en þeir mælast um 14 cm háir... Er alltaf að æfa mig á þeim heima. Þori ekki öðru áður en haldið er á trallið á þeim!!...:) Svo er smá myndband líka hér fyrir neðan af Hindinni og Yasmíni í göngutúr á göngubretti heimilisins... Hún var alveg stórkostleg þegar hún stökk upp á og vildi fara í göngutúr líka. Svo eru líka myndir af hlutum sem ég er tiltölulega nýbúin að fá og læt hér fljóta með. Ég kveð að sinni og býð góða nótt!!
Ingibjörg ofurskutla!!!
~~**~~
Skutluskórnir ógurlegu!!
5 ummæli:
vá ógeðslega flottir skór en hrikalega háir það er eins gott að þú drekkir ekki mikið áfengi á þessum hælum eða hefur Gísla með þér frábært myndband af litla dýrinu með Hindinni. blómið heitir örugglega orkidea held ég bestu kveðjur til Eyja
Ferlega flott kaffitréð :)
Ég myndi láta duga að vera í skónum heima :D
Knús syss
Flottir skórnir....æfa sig á hverjum degi.....beauty is pain...orkidíurnar eru æðislegar...svo flott blóm...hafðu það gott ...knús að norðan...kv. Hanna
Geggjaðir skór á flottri konu. Hindin og Yasmín eru æði.
Knús í hús Sigga fræ :)
jæja :)
Skrifa ummæli