~~**~~
Jæja þá ... Sælt veri fólkið!!! Það þurfti mikið átak til að byrja hér aftur... Bæði skorti mig nennu og svo er sumarið búið að vera svo dásamlegt að það varð bara einhvernvegin aldrei tími fyrir blogg... En nú er farið að dimma og þá er gott að geta setið inni við kertaljós og kaffibolla og bloggað lítið eitt.Mikið er búið að afreka á þessu sumri svosem ferðalög austur og norður . Já ég var að heiman í 6 vikur og það var mikið gott að koma heim í heiðardalinn sinn og koma lífinu í sína vanalegu rútínu. Það var dásamlegt á hótel mömmu á Seyðisfirði þar sem ég hvort eða var þurfti að taka því rólega þá var eins gott að fara bara til þeirra og láta stjana við sig..:O). Að þeim tíma loknum vara ferðinni heitið norður í land þar sem litla fjölskyldan átti dásamlega daga í hjólhýsinu hjá tengdapabba í Fnjóskadalnum. Fjóla frænka fékk að fljóta með þar sem við buðum henni að vera hjá okkur á þjóðhátíðinni og svo var Hjörtur hjá okkur líka. Þar var verið í tæpa 4 daga í dásamlegu veðri og notalegheitum. Fórum inn á Akureyri í smábúðarráp og heimsóknir sem er ómissandi. Akureyri er fallegur bær svona svolítið eins og maður sé komin til útlanda. Þegar heim var komið á eyjuna fögru í suðri þá tók undirbúningur þjóðhátíðarinnar við af fullum krafti. Ég segi ykkur frá því síðar og set inn myndir af því!!! Nú ætla ég að fara að leggja mig þar sem klukkan er að verða 02:00 og ég farin að geyspa heil ósköp. Mjói minn löngu sofnaður og Hindin í sleep-over hjá vinkonu. Eigið dásmalega viku í vændum... Kv INGA
Fnjóskadalurinn
Slotið hans tendgdó..
og auðvitað var grillað og étið af miklum móð...
júbb nýja/gamla lúkkið það hefur vinninginn!!!!
og auðvitað var grillað og étið af miklum móð...
Fallegt yfir að líta frá hjólhýsinu séð..
5 ummæli:
Vá virðist vera dásamlegt þarna í Fnjóskadal. Spurning um að við hittumst þar einhverntímann :)
Nýja eða gamla lúkkið ??? Æi, þú ert alltaf fín :)
Knús syssin'ðín
Segi eins og Sigga...Æi, þú ert alltaf fín :) en ég hallast samt meira á gamla lúkkið ;)
Knús á þig
Ólöf
Ææææ!!! Gott að sjá þig hér aftur flotta frænka, ég mæli með "gamla " lúkkinu liturinn er æði. Knús úr Hveró :)))
það var mikið að mín tók við sér þú ert alltaf skvísa en ég kann betur við gamla lúkkið sjáumst hressar í Hafnarfirði
Æ hvað það er nú yndislegt að þú sért vöknuð til lífsins hér á síðunni Inga mín , mér og öðrum til skemmtunar og ég tala nú ekki um hvað það er gott að fá að fylgjast aðeins með þér kæra vinkona. Ástarkveðjur úr Mosó , Hilda
Skrifa ummæli