~~**~~
Sæl veriði!!
Yndislegur dagur á eyjunni okkar í dag. Sól og blíða en ég hér inni að setja á tertur eins og engin sé morgundagurinn... Jú jú húsfrúin á afmæli á morgun og mjói minn átti afmæli þann 1.maí og trommarinn minn þann 20.maí . þá er það skylda hverrar kúgaðrar eiginkonu að halda veislu....hahahaha... (not) nei nei ég hef svo ljómandi gaman að þessu að ég þarf ekki að láta kúga mig í að gera nokkuð svona. Vona að vinkonur mínar kíki við og fjölskyldan líka. Átti svo ljómandi skemmtilegan dag í gær en var reyndar gengin upp að öxlum og fann ekki fyrir fótunum á mér lengi eftir að ég kom heim. Því maður eyðileggur nú ekki útlitið með að vera í sléttbotna skóm frekar drepst ég í fótunum. Það var semsagt skólasýning og dagur skólans í gær þar sem árgangurinn hennar Hindar sá um allt kaffisölu,hlutaveltu,sjoppu og. fl. þetta er fjáröflun fyrir skólaferðalag sem þau fara í í 7 bekk. Sýningin byrjaði á flottri danssýningu hjá öllum árgöngum og að lokum var útskriftarverkefni 5. bekkjar dansinn "Thriller" sem var svo flottur hjá þeim. Þau sáu um búninga sjálf og gerðu sér grímur. Þau eru um 80 í árganginum svo þetta var rosa flott á að horfa. Ég reyndi að taka þetta upp á video en það var svo dimmt að ég veit ekki hvort það er gaman að horfa á þetta en ég læt það samt fljóta með... Annars er allt annað í góðu og er fegin að það sé komin helgi einn ganginn enn. Till next INGA.
~~**~~
4 ummæli:
Bara gaman af þessu. Svo fáum við fult af myndum eftir morgundaginn :) Gangi þér vel á morgun
Hverófræið :))))
Oooo örugglega verið rosa gaman að sjá þetta læf hjá þeim þau eru svo mörg, það eru fleiri í hennar árgangi en í öllum skólanum hér :D
Knús
Grattulerer med dagen min vän.
Kramen Synnöve.
porn [url=http://pornushi.ru/english-version/free-gay-porn/doc_743.html]mae femjoy hardcore[/url]
Skrifa ummæli