~~**~~ ~~**~~
Já halló... Mín átti afmæli um daginn og gleymdi að taka myndir af öllu saman...:O/ Svo þið fáið engar myndir af kökum ...Það er allt í lagi Ykkur gæti dottið í hug þá að fara að baka og verðið þá bara feit af því. En ég fékk nú ýmislegt fallegt í afmælisgjöf. S.s gallajakka frá mjóa mínum , hálsmen frá Hindinni minni, kerti ,segul á ískáp, boddykrem, armband, hálsklútafesti?? já ég skýri það það bara .. Blóm, rauðvín, andlitsbað, sjússaglös með lopapeysumunstri, snyrtivörur. salt og pipar í háum glærum kvörnum og englamyndir svo eitthvað sé nefnt!! Svo fékk ég líka pening frá familíunni minni. Og mig langar svo að kaupa mér sumarlegan kjól fyrir peninginn en það er úr vöndu að ráða ég fékk heimlánaða 4 kjóla og langar í 3 af þeim!!! Hvað gerir maður þá??? Kaupir alla er það ekki??? en það er of dýrt og ég get ekki valið... En hugsanlega hef ég efni á tveimur af þeim svo að þið verðið núna að ákveða hverjir það eru!!!! Annars er allt í góðu. Það er að koma hvítasunna og þriggja daga frí. mmm.. like á það. Og þá á ég eftir að vinna í 2 vikur og svo komin í sumarfrí...vííííí....fljótlega upp úr því ætla ég austur og vera lengi þar...:O). En jæja endilega kommentið á hvað kjólar ykkur finnast flottastir!!!.
Heilsur í bili Ingibjörg fatafrík!!!
~~**~~
17 ummæli:
Me like 1 & 3
Söta du..:)
Alltso, 3 er svoooo flottur!
Mér finnst 1 og 2 flottastir...númer 3 sístur...fyrir minn smekk...kv. Hanna
No 1 pottþétt og síðan no 3, annars eru þeir allir flottir, get vel skilið að það sé erfit að gera upp á milli :))))
Jesús Ingibjörg,
ekki nr 2 allavega ( hrollur)
Finnst nr 1 langflottastur og nr 3 er flottur en segi eins og þú spurning með litinn.
Knús Anna Lilja
Ekki númer 1 nema að þú notir belti við hann! Annars númer 2 og 3, 3 er geðveikur flottur á þér! Og svona nude litir eru einmitt það heitasta í sumar ;)
xx
á einmitt belti sem ég var að pæla í að nota með honum var svo að kaupa mér sokka sem ná upp fyrir hné og eru renndir að aftan ... bara flott við!!!
no 3 er laaaaaaaaaaaaang flottastur og svo blómakjóllinn það er aðal tískan núna þú verður aðalgéllan i sumar kveðja Guðsteina
Nummer tre säger jag med. Den var klart snyggast på dig alltså.
Härlig färg.
Hur går det med er?
Kramen.
nr 1 og 2, gæti ælt yfir litnum á nr3, það er allt vaðandi í þessum fjandans lit.
Þú mátt kaupa nr. 2 fyrir mig ef þú færð þér hann ekki :)
Hæ yndislegust ! mér finnst þessi nr.1 flottastur, veit ekki með blómakjólinn???? en nr. 3 kæmi sterkur inn, í öðrum lit ;o)
kveðja
Helga
Númer 1 og 3 :o) finnst númer 3 flottastur.
Dóra
Jahérnahér ekki einn heldur þrír! - nr. þrjú klárlega flottastur á þér!!
kv Didda
Blöðruinnanpíkukjóllinn er flottastur Skiptir samt ekki máli Inga mín.Þú værir flott í kartöflukjól:)Kveðja .Ragna:)
"innanpíkubleiki" er langflottastur!!!
,,Barmableiki" kjóllinn finnst mér flottastur og klæðir þig líka :)
Skrifa ummæli