laugardagur, 1. maí 2010

Afmælisdagurinn 01 maí... Góður dagur

Góðan dag þenna dásamlega vordag. Vorið liggur í loftinu og það er 01.maí. Mjói minn á afmæli í dag. Og er duglegasti loverboy í heimi. Hann tók sig til í tilefni dagsins og réri hálfmaraþon í ræktinni eða tæplega 22 kílómetra á 84 mínútum. Á meðan lá ég fyrir og hvíldi mig. Ég fékk yfir mig eitthvað sem líktist því að ég þyrfti nú að drífa mig í ræktina honum til samlætis en ég semsagt lagði mig í staðinn og beið eftir að þessi ónot liðu hjá...:O)
Hindin mín gaf honum tertusneið og rauðvínsglös í afmælisgjöf og bjó til þetta fallega kort handa honum líka . Til hamingju með daginn mjói minn og þið hin líka sem eigið afmæli í dag. S.S Ólöf vinkona en hún verður þess aðnjótandi að vera jafngömul mér í 14 daga. Og svo er það mágur minn hann Kalli sem á líka afmæli í dag en sem betur fer er hann bara á sjó því það er svo mikið að gera hjá systu í dag að hún hefði ekkert getað dekrað við hann. Ég hins vegar er að undirbúa matarboð fyrir góða vini og partý fram á rauða nótt....
Góðar stundir
Ingibjörg hið rauðhærða partýtröll!!!

~~**~~


Gjöfin góða!!!
tekið á því!!

duglegastur...


alveg búin á því!!


~~**~~

3 ummæli:

Sigga Fræ sagði...

Til hamingju með ræðarann, góða skemmtun í kvöld :)

Synnøve. sagði...

Hei Inga min vän.
Thats something for mee. I need to get startet on exersiceing. Does it works alright?

Hope evereything is ok with you.

Loves from Norway.

Sigga sagði...

duglegur hann mjóinn þinn og falleg glösin sem Hindin gaf mömmu nei ég meina pabba sínum ;)