þriðjudagur, 1. desember 2009

Jólafjörið hefst fyrir alvöru!!!

~~**~~
Já gott kvöld
þetta ágæta þriðjudagskvöld og það er 1 des. Gaman að því. tuttugu og fjórir dagar til jóla og það finnst mér ennþá skemmtilegra. Eins og þið hafið kannski tekið eftir í gegnum árin.... eða allavega þeir sem þekkja mig þá er þetta bestasti besti tíminn minn. Ég hreinlega elska jólin og finnst ekkerteins fallegt og skemmtilegt. Nýt þess að vera til allan desember. Samanber daginn í dag þá gleymdi ég mér gjörsamlega í búðum . Var bara svona að skoða og var lengi inni í hverri búð. Keypti mér smá til að gera hyasintuskreytingu og svona smotterý. Svo var að byrja vinavika hjá okkur í skólanum og var ég að dúllast við það í langan tíma. Það finnst mér líka svo gaman. Vinavikan endar svo á jólamat í skólanum á föstudagskvöldið. Það er alltaf voða hátíðlegt og góður matur... Hlakka til. Svo líður nú að því að ég fari að láta flá mig. En ég fer til Rvk þann 14 og undir hnífinn þann 16. Hlakka til þegar það er búið. kem heima aftur 21.des. Veit ekket hvernig ég hef það á eftir en hef heyrt að það sé ekkert spes líðan... EN ég er vön svo að ég kvíði því ekkert. ÞAð var viðbjóðskalt hér í dag og hrikalega hált. Allir og þá meina ég allir sem ég mætti og hitti sögðu við mig ...:passaðu þig að detta ekki og brjóta á þér hina hendina...hahahaha... og ég hló og hló í öll skiptin..:O)..( not)
Ég losna við gifsið mitt kæra á föstudaginn. En hef á tilfinningunni að það sé eitthvað meira þarna í gangi...:O(. Finn of mikið til eftir 6 vikur. ÞAð getur ekki verið eðlilegt. En það kemur í ljós. Við familíen tókum skurk um helgina og þrifum allt hátt og lágt svona á bak við allt og þannig og skreyttum frá okkur vitið...:O) Erum meira að segja búin að skreyta jólatréð. En það sá Hindin mín um. Það er rosa flott hjá henni. En þið fáið ekki að sjá það strax...:O/
Ég læt þetta duga í bili og kveð að sinni.
Ingibjörg Íhaldssama!!




~~**~~




~~**~~
~~**~~



~~*~*~~



~~*~*~~


~~**~~



~~**~~

~~**~~


~~**~~


~~**~~


~~**~~

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jjiiiii!!! þetta kemur út tárunum hjá manni,þetta er svvooo fallegt
Knús í hús Sigga fræ :)

syrrý sagði...

Svakalega er kósí hjá þér kona. Kemur manni í þvílíkt jólaskap. Verst að kallinn minn henti örugglega óvart greninu og jólaseríunni sem á að vera á tröppunum hjá mér, allavega finnst pokinn ekki.

Sigga sagði...

Váááá sys þetta er dásamlegt :*

Gusta sagði...

rosalega flott hjá þér og kósý jólastelpa hlakka til að sjá þig þegar þú kemur í bæinn ef þú hefur tíma heyrumst kv Guðsteina

Synnøve. sagði...

Riktiga julbilder min gode vän.
Du pyntar så fint hemma.
Du får komma hit och hjälpa mig med.
Hur går det med arm och knä?
Hoppas du är på bättringsvägen.
Kramen Synne.

brynjalilla sagði...

vá hvað er fínt hjá þér

Goa sagði...

Ohhhh...hvað er fallegt og notalegt hjá þér elsku Inga! Helt lovely!!!

Koss og fullt af ást og söknuði...