föstudagur, 2. október 2009

Brigthon 2. kafli

Halló!!!
Ég hló svo mikið þegar ég var að setja þessa myndasyrpu inn.. Það er eins og við höfum ekki gert neitt annað en að éta og drekka alla ferðina...Það var nú ekki alveg þannig en einhvernvegin man ég frekar eftir að taka myndir þegar ég sit einhversstaðar í rólegheitunum heldur en þegar ég er á ferðinni...En sem sagt þá hef nú ekkert að segja svosem nema að ég er glöð yfir að komin sé helgi . Var eitthvað svo þreytt alla vikuna eftir bæði ferðina og Reykjavíkurdvölina sem var keyrsla á milli læknastofnanna... Og svo hefur pottþétt spilað inní viðbjóðsflugferðin til að komast út í þessa þrælakletta hérna...:O)En allt fór það nú vel að lokum og hér sit ég röflandi við ykkur!!!!Það er ball með Sigga Hlö út í Höll í kvöld og ég ætla ekki... Klæjaði svolítið í dansgenin en ég ákvað að vera stillt og góð stúlka þessa helgi. F'or reyndar á þrusu góða tónleika í gær með Bubba,Pöpunum og Gylfa Ægis... Mæli eindregið með þeim þeir verða að spila víðsvegar um landið á næstu vikum svo að það er bara um að gera að skella sér.
Hér fyrir neða eru fullt af myndum úr ferðinni. Þær eru í handahófskenndri röð. Ég nennti ómögulega að fara að raða þeim eitthvað en ætla að reyna að útskýra frekar hvað er í gangi. Kveð að sinni . Ingibjörg svo undur róleg!!!


~~**~~




Við á lengsta bar í London...
gamla settið í lest á leið til Brigthon...

Svo skemmtilegur karlpeningurinn í þessari fjölskyldu...
einmanna á lengsta pöbb ó London...
systkinin í billiard ... á lengsta pöbb í London...:O)þjónn á mjög góðum kinverskum stað sem við fórum á...

partur af matnum okkar....
brjálað að gera hjá þessum í Hyde park að safna hnetum til vetrarins...

komið við í Hamleys... Henni þotti það ekki leiðinlegt...
flottur þessi ... í fullri stærð í glugga á Ferrari búð á Oxford stræti...
mmm... þetta var gott besti kjúlli sem ég hef fengið...

Ég og börnin fyrir framan Píerið í Brigthon...

fyrir framan pierið...Mary go round á Píerinu...
Klessubílaskstur...


klessubílaakstur...

systkinin fóru í þetta og mig sundlaði á meðan....:=/

..............

hún vildi óð fara í þetta hryllingstæki en var sem betur fer og lítil...
ojjjj....

Horror....
á kaffi´húsi í Brigthon...

þyrst eftir allt labbið í Brigthon...

á leið til Brigthon...mmmmmmmm.. svo gott á ítölskum stað!!!!

Ítalski staðurinn... mjög flott þjónusta þar...
hann eitthvað hugsi yfir þessari skál sem við tókum...
á Ítalska staðnum þar sem hún sagðist hafa loksins fengið ekta ítalska pizzu...:=)

á Kínverska staðnum... varð að taka mynd að kínverska bjórnum...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf gaman af svona myndum.
Takk fyrir.

inga Heiddal sagði...

og hver ert þú sem fiinnst svo gaman að svona myndum...???

Nafnlaus sagði...

Vááá! hefur verið geðveik ferð!!!
knús á þig.
kveðja
Helga

Sigga sagði...

Ég er líka að kafna úr forvitni yfir efsta commentinu...hahahaha

Skemmtilegar myndir af flottri familí, gaman að sjá ykkur öll saman :)

Nafnlaus sagði...

HAHAHHAH Sorrý!!! þetta er fræið í Hveró :)))

Nafnlaus sagði...

Skamm!! Sigga frænka ekki hlæja að gömmlum frænkum;O knús Sigga fræ