þriðjudagur, 28. júlí 2009

Feitt og ekki jafn feitt....:=)

Jáááá Sææææll... Eins og einhver sagði . Er búin að vera að velta því ofurlítið fyrir mér hvort ég ætti að vera að setja þetta hér inn. En svo segir maður af hverju ekki???Allir segja " Þú varst nú ekki svooo feit" uumm Jú eiginlega.. Allavega þegar ég sé þetta. Þetta er á 1 og hálfu ári og nú sé ég muninn. Er svolítið búin að vera að leita í sjálfri mér, af hverju mér finnst ég enn vera eins og ég var. En nú þegar ég sé myndirnar þá þarf ég ekki að leita lengur. Fyrir utan allt sem heitir sjálfsmat og sjálfsímynd, sjálfsálit og allt það þá á ég mér nýtt líf núna og er fær í flestan sjó sem ég var svo sannarlega ekki áður að þá er það það sem skiptir mig mestu máli. Hörku vinna framundan að halda þessu helv... í skefjum en ég gefst ekki upp þó á moti blási öðru hvoru . Eigið góða daga framundan love u all. Kveðja INGIBJÖRG ekki svo undurfeit lengur...:=)
~~**~~



Sorry ég fann enga aðra nýja mynd af mér nema þessa sem tekin var nálægt... Frá því á 80´s ballinu... en á hinni...( sjáiði þjáningasvipin á mér)


Perustefni dauðans....


michelinmaðurinn ógurlegi....

það þurfti stærri linsu á myndavélina á þeirri feitu þess vegna er þessi mynd stærri...:=)
~~**~~

sunnudagur, 26. júlí 2009

Gengið á Heimaklett...

~~**~~

Góðan dag... Þá fer nú að líða að hátíð allra hátíða. Hér er búið að vera dásamlegt veður en í dag rigndi rassgötum og rófum. Það er gott fyrir gróðurinn og það má rigna í tvo daga í viðbót mín vegna en ekki svo meir fyrr en eftir hátíð allra hátíða. Spáin er fín og svo bara að vona að hún standist.Búið að sauma búningana og gera klárt fyrir flutningana í dalinn. Leikur hjá Í.B.V í kvöld og það er legið á bæn um að hann fari vel. Er að mála höfðagafl við rúm heimasætunnar ... Var búin að gleyma hvað það er hundleiðinlegt að mála og enn er ein umferð eftir... Arg... Geri þetta aldrei aftur. (Segi þetta alltaf) Langar að fara að taka The master bedrum í nefið líka og vonandi verður það að veruleika áður en sumarfríið klárast. Maðurinn minn mjói og duglegi labbaði með einkaþjálfaranum sínum á heimaklett á gærmorgun, það var mikil þrekraun... Ég lagði mig á meðan.:=) fer helst ekki í háhælaða skó ég er svo lofthrædd hvað þá á einhvern þrælaklett út í ballarhafi... En mér finnst þau dugleg og þorin... Hér fyrir neðan eru myndir af þessari þrekraun og dásamlegt útsýni sem þar er, en það er líka fínt útsýni bara út um eldhúsgluggann hjá mér...:=) Eigið góða viku framundan og ég vonandi líka þó að verði mikið að gera er það bara skemmtilegur undirbúningur fyrir það sem koma skal... Kv Ingibjörg ofurhrædda...

~~**~~


Áður en lagt var af stað...
já sælllll... Nei takk fyrir ...:=/

Náttlega bara djók að þurfa að toga sig upp á sumum stöðunum...


Komin upp á fyrstu brún með höfnina í baksýn...


he he datt hann fram af eða???...



Jesús góður mig sundlar....



Toppinum náð og þau voða drjúg með sig...:=) til hamingju með þetta.


~~**~~

miðvikudagur, 22. júlí 2009

Dásamlegt....

~~**~~
Þá fer nú að líða að hinni dásamlegu þjóðhátíð Vestmannaeyinga og allt að verða klappað og klárt. Ég og drottning þjóðhátíðarinnar hún Kristjana vinkona mín héldum fund í dag og allt orðið eins og við viljum hafa það. Þetta árið verður fjólublátt þema í tjaldinu og búið að arisera því öllu og ákveða hvað eigi að baka og hvað eigi að drekka. Fórum einmitt í ríkið áðan og það var ekkert leiðinlegt. Þetta árið ætlum við einmitt að drekka nákvæmlega það sama. Semsagt mikið gin með tonik,klökum og limesneið. Okkur finnst við orðnar svo sjóaðar í drykkjunni að við verðum að drekka eitthvað svona cultiverað..:=) Jú og svo smá skot með og Amarúlla á daginn eða svona seinnipartinn allavega... Hindin mín farin norður í land með afa sínum og frænda og er búið að vera mikið gaman hjá henni. Búin að fara í reiðtúr og sund og svo náttúrulega að sofa í nýja hjólhýsinu hjá afa gamla.. Ekki leiðinlegt. Hún hringdi nú samt í gærkvöldi og gat ekki sofnað því hún saknaði okkar svo mikið og elskaði okkur svo mikið að þetta var alveg að fara með hana. En þegar var búið að kaupa reiðbuxur og hjálm og reiðskó var tilveran mun bærilegri...:=) Myndirnar hér fyrir neðan eru af dásamlegu veðri sem er búið að vera hér í langan tíma og maður pínu hræddur um að það endist ekki yfir þjóðhátíðina...:=/ það bara verður að vera það er alveg komin tími á að við fáum þurra hátíð..( að utanverðu..:) Svo löbbuðu feðginin á dalfjallið um daginn og eru myndir af því líka .. Ég lagði mig á meðan...:=). Eigið góða daga í sumrinu og ég kem von bráðar aftur með fleiri fréttir frá eyjunni fögru í suðri. Bless Inga allrahanda...

~~**~~
Á dalfjallinu










höfnin í Vestmannaeyjum





Séð út í Klettsvík...

Séð ofan frá Eldfelli...

fimmtudagur, 16. júlí 2009

Það var mikið!!!!!

~~**~~

Jáááá... ég á ekki til orð!!! Er búin að reyna blogga núna í fleiri fleiri daga en ekkert hefur gengið. Einhver helv... bilun svo að ég endaði með að hringja í snillinginn hann bróðir minn sem gat gert við þetta á einu kvöldi og það í Reykjavík???!!! í gegnum sína tölvu. Ég ætla ekki að reyna að skilja hvernig þetta er hægt. En semsagt komin aftur og mér líður miklu betur. Skrýtið hvað maður verður háður þessu . Ég þurfti að taka verkjatöflur vegna pirrings yfir þessu í gær. Maður er náttúrulega ekki í lagi. En það er svona sumir fara til sálfræðings en ég nota þetta... :=) Það sem er búið að vera yndislegt veður hér síðustu vikur maður er orðin skíthræddur um að rigni svo eldi og eimyrju á þjóðhátíðinni... Ég bara trúi því ekki, það er svo langt síðan hefur verið almennilegt veður á þjóðó!!! Koma svo guð, hlýddu nú einu sinni þegar talað er við þig..:=) Ég orðin rosa sveitó og töff síðustu vikur og farin að fara í reiðtúra. Mikið er það gaman eftir að ég hætti að vera með kramið klof og ónýtan rass.
Svo vorum við Hindin mín að passa hund í nokkra daga um daginn. Það var gaman. Æ hann er svo gamall og grár að hann nennti ekki einu sinni út í göngu... Mig langar í þannig hund..:=) Eða eins og Sigga systir segir. .. Hund sem fer ekki úr hárum og skítur ekki.:=) Þið sjáið hvað er mikið af brosköllum þegar ég skrifa það er af því að ég er svo glöð. Það er svo gaman þegar gott er veður og maður getur gert nánast það sem manni dettur í hug. Ég ákvað það t.d að fara í keppni við sjálfa mig og ganga 40 km þessa viku og ætla svo að toppa það í næstu viku með því að ganga 50 km. Þetta hefur bara gengið vel og á ég eftir 7 km þessa viku. Slátra því á morgun.. Það er svo viktun í átakinu örmjór á augabragði. Það hafa vonandi farið nokkur grömm í vikunni. Mjói minn er horfin ég finn bara fyrir honum sem léttum andblæ af og til...:=) hahaha...en hann er í fyrsta sæti í átakinu og búin að missa 7,3 kg á 3 vikum það er náttlega bilun. Búið er að halda búningafund fyrir þjóðhátíðina og hópurinn er búin að ákveða hverju skal klæðast á sunnudagskvöldinu... Það er leyndó, svo koma bara myndir af því þegar þar að kemur. Hlakka svo til!!! En jæja er þetta ekki bara nóg af upplýsingum í bili?? Mér allavega líður miklu betur. Hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók um daginn þegar við gátum borðað úti að kvöldi til og hitinn var 20°c á veröndinni. Þetta er sjaldgæft hér en þó búið að ske aftur og aftur undanfarið. Ég bið að heilsa ykkur í bili, ég læknuð af pirringi og allt og mjói minn rosa glaður með það. Kv. Ingibjörg svo undurróleg...

~~**~~


Kjúklingasalat a la Inga...
og að sjálfsögðu Fostersbjór með....
mmmmm ..... svo gott


Hann heitir Sjarmur þessi sæti voffi og langaði svo í bita en það má ekki...



ææææ svo sæt.....


Hindin mín...





Ég var að vona að ég væri ekki svona hrukkótt orðin og toguð... þetta hlýtur að vera bara galli í myndinni....:=)



Mjói minn eins og svalandi andblær... thí hí nú brjálast hann....

föstudagur, 3. júlí 2009

Héðan og þaðan...

Jamm langt síðan ég hef gert eitthvað hér en það er svo mikið að gera hjá mér að gera ekki neitt þessa dagana að ég hef ekki haft rænu á að líta hér inn. En semsagt þá sit ég hér þunn núna og reyni að pára eitthvað. Ég fór á ógó góða tónleika með U2 project í gær og þaðan svo á Volkano og dansaði fram á rauða nótt með vinkonum og Sigga Hlö sem klikkaði ekki heldur í þetta skipti. Hann tók mann 25 ár aftur í tímann, á minn uppáhaldsstað the 80´s... Er svo búin að vera sunnan við mig í allan dag. En Það er allt í lagi og vel þess virði. Nú er goslokahátíðin að bresta á svo ætli maður verði ekki fullur aftur á morgun. Ég veit ekki hvar þetta endar!!! Ég fór í stórgóðan útreiðatúr í gær en afturendinn bíður þess væntanlega ekki bætur fyrr en seint á árinu. Kramið klof og rasssæri... ái..:=) Nú er ég að hugsa um að færa mig fyrir framana imbann og láta kallinn nudda á mér rassinn. ég bið að heilsa í bili og kem von bráðar aftur. Myndirnar hér fyrir neða eru frá hinni stórgóðu austurför minni .


Gústa mín mamma hennar Gúu vinkonu og ég í góðum gír eftir að hafa hámað í okkur nammi...:=)

partur af sæta pallinum hennar systu...
Það skildi éta brunsið á pallinum þó að væri kalt...:=)
~~**~~
Flotta húsið hennar systu..









ég örugglega á leið á kaffihús í góða veðrinu...



Marý duglega að raka fyrir mömmu sína... eftir miklar fortölur...:=)



uppáhaldshorn systur minnar ... hún fer mjög sjaldan þaðan!!!


Dúskur hennar Helgu vinkonu á Akureyri og Hindin mín... Þeim varð mjög vel til vina...


Og að lokum 1 árs afmælið hjá Friðriki litla frænda mínum sætasta í heimi...