~~**~~
Jáááá... ég á ekki til orð!!! Er búin að reyna blogga núna í fleiri fleiri daga en ekkert hefur gengið. Einhver helv... bilun svo að ég endaði með að hringja í snillinginn hann bróðir minn sem gat gert við þetta á einu kvöldi og það í Reykjavík???!!! í gegnum sína tölvu. Ég ætla ekki að reyna að skilja hvernig þetta er hægt. En semsagt komin aftur og mér líður miklu betur. Skrýtið hvað maður verður háður þessu . Ég þurfti að taka verkjatöflur vegna pirrings yfir þessu í gær. Maður er náttúrulega ekki í lagi. En það er svona sumir fara til sálfræðings en ég nota þetta... :=) Það sem er búið að vera yndislegt veður hér síðustu vikur maður er orðin skíthræddur um að rigni svo eldi og eimyrju á þjóðhátíðinni... Ég bara trúi því ekki, það er svo langt síðan hefur verið almennilegt veður á þjóðó!!! Koma svo guð, hlýddu nú einu sinni þegar talað er við þig..:=) Ég orðin rosa sveitó og töff síðustu vikur og farin að fara í reiðtúra. Mikið er það gaman eftir að ég hætti að vera með kramið klof og ónýtan rass.
Svo vorum við Hindin mín að passa hund í nokkra daga um daginn. Það var gaman. Æ hann er svo gamall og grár að hann nennti ekki einu sinni út í göngu... Mig langar í þannig hund..:=) Eða eins og Sigga systir segir. .. Hund sem fer ekki úr hárum og skítur ekki.:=) Þið sjáið hvað er mikið af brosköllum þegar ég skrifa það er af því að ég er svo glöð. Það er svo gaman þegar gott er veður og maður getur gert nánast það sem manni dettur í hug. Ég ákvað það t.d að fara í keppni við sjálfa mig og ganga 40 km þessa viku og ætla svo að toppa það í næstu viku með því að ganga 50 km. Þetta hefur bara gengið vel og á ég eftir 7 km þessa viku. Slátra því á morgun.. Það er svo viktun í átakinu örmjór á augabragði. Það hafa vonandi farið nokkur grömm í vikunni. Mjói minn er horfin ég finn bara fyrir honum sem léttum andblæ af og til...:=) hahaha...en hann er í fyrsta sæti í átakinu og búin að missa 7,3 kg á 3 vikum það er náttlega bilun. Búið er að halda búningafund fyrir þjóðhátíðina og hópurinn er búin að ákveða hverju skal klæðast á sunnudagskvöldinu... Það er leyndó, svo koma bara myndir af því þegar þar að kemur. Hlakka svo til!!! En jæja er þetta ekki bara nóg af upplýsingum í bili?? Mér allavega líður miklu betur. Hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók um daginn þegar við gátum borðað úti að kvöldi til og hitinn var 20°c á veröndinni. Þetta er sjaldgæft hér en þó búið að ske aftur og aftur undanfarið. Ég bið að heilsa ykkur í bili, ég læknuð af pirringi og allt og mjói minn rosa glaður með það. Kv. Ingibjörg svo undurróleg...
~~**~~
Kjúklingasalat a la Inga...
og að sjálfsögðu Fostersbjór með....
mmmmm ..... svo gott
Hann heitir Sjarmur þessi sæti voffi og langaði svo í bita en það má ekki...
ææææ svo sæt.....
Hindin mín...
Ég var að vona að ég væri ekki svona hrukkótt orðin og toguð... þetta hlýtur að vera bara galli í myndinni....:=)
Mjói minn eins og svalandi andblær... thí hí nú brjálast hann....