Þá er páskahátíðin að baki. Guði sé lof og dýrð fyrir það. Ekki fyrir það að það hafi ekki verið dásemd að vera í smá fríi heldur bara að freistingarnar voru í felum bak við hverja hurð og í hverju horni. Mér tókst að standast þær svona að mestu leiti og þá sérstaklega páskaeggjaátið. Fór svo reglulega í góðar göngur í góða veðrinu sem heiðraði Vetmannaeyinga þessa páskana. Tók nokkrar myndir af fallegu umhverfinu á leið minni í einni göngunni. Er núna komin á fullt að undirbúa afmælisveislu hjá einni vinkonu minni ásamt því að vera veislustjóri, ákváðum við starfskonur hennar að vera með skemmtiatriði og erum við að æfa þau við mikin hlátur. Já ég hugsa að hún biðji mig ekki aftur að vera veislustjóra hjá sér um ókomin ár.. hehehehehe... Gott á þig Vala tala...
Trommarinn minn kvaddi okkur og fór til höfuðborgarinnar í gær eftir gott yfirlæti hjá mömmu sinni. átti bara eftir að skeina hann ,svo gott hafði hann það..:=) En hann vill samt ekki flytja heim aftur...:=( Æ ég verð að fara að sleppa af honum takinu en það er erfitt.Ég vona að ég eigi fyndnar og skemmtilegar myndir af ykkur úr ammmalinu eftir helgi ef afmælisbarnið verður ekki búið að drepa mig...:=/ Nei nei svona slæmt er þetta nú varla. En ég heyri í ykkur eftir helgi... Ég geispa hér látlaust og ætla að prófa að fara snemma að sofa. Gangi þér vel með það Ingibjörg mín. Heilsur í bili Ingibjörg ofurhugi.
~~**~~
Páskablóm á borði, gott að páskarnir eru búnir mér finnst gulur litur ljótur...
5 ummæli:
sammála með gulann og fjólubláan reyndar líka...viss um að þú sért frábær veislustjóri
þú verður flottur veislustjóri en fyrst þú ert að æfa atriði þá er þér velkomið að æfa þig í spilagöldrum eða einhverju fyrir 20júni :) bestu kveðjur Guðsteina
Gaman hjá þér einsog vant er,sama hvort það er veislustjórn eða bara gönguferð.Knús úr Hveró Sigga fræ
Hlæ og hlæ..:)
Og fer núna að sofa með hlátur í huga. Ekki fyrsta skipti darling sem þér tekst það!
TAkk!
Hefði gjarna verið í veislunni..;)
Kram og knús til þín og fullt af LOVE...
Sæl Inga.
Nå skammer eg meg. Har ikke besøkt deg på en god stund. Men eg mailade dig for noen dager sen. Har du fått den?
Vilka flotte bilder.
Dem vill eg gjerne ha....
Forkjølet og litt feber. Så nå skal eg i seng.
Ha det gott min venn.
Knus Synne.
Skrifa ummæli