~~**~~
Góðann daginn þennan ljúfa sunnudag.Það hefur ekki farið mikið fyrir mér þessa helgina. Þar sem ég ákvað að nú yrði þrifið á heimilinu !!!! Ekki fyrir að það hafi allt verið í skít og drullu. Bara að reyna að koma fyrir restinni af dótinu sem trommarinn skildi eftir. Hann er enn þannig að ég má ekki henda neinu. Þorði ekki annað en að hringja í hann og spyrja hvort ég mætti henda tómri Jack Daniels flösku... ÞAð voru nánast unnin helgispjöll á símanum þegar eg fékk svarið... Ertu vitlaus kona!!!! Hann Dave Grol drakk úr þessari flösku (Söngvari Foo fighters)... Já en hún er tóm Víðir minn.. Það er alveg sama móðir, þessari flösku verður ekki hent.
En stóra plakatinu af Jack Daniels flöskunni??? það er rifið má ég ekki henda því???... NEi !!! hvað er þetta kona þarftu að henda öllu sem ég á þó ég sé farin að heima í bili????... Hann kenur semsagt aftur hugsaði ég. Ok elskan auðvitað geymi ég þetta. Mín brunaði niður í Húsasmiðju og keypti stóran plastkassa og tróð öllum hans eigum þar ofan í og merkti... En bíddu hvað er þetta??? Eitthvað stórt grátt með rana O.M G... hvað er þetta?? jú þetta var fílabúningur fyrir fullorðna:=) ég gæti nú notað hann einhverntímann.. Geymum hann. Já svo nennti ég ekki að kíkja í 3 kassa sem var afgangur af einhverju drasli úr gamla eldhúsinu sem mig langaði ekki að setja aftur í nýja eldhúsið mitt... HENDA!!! Mig hefur ekki vantað þetta í 4 mánuði svo það er best að vera ekkert að kíkja bara að henda. Mikið létti mér. Þá get ég hætt að hugsa um það.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Seyðisfirði og snjónum sem er þar... Gott ég bý ekki á þessum slóðum en þið vitið öll að ég hata snjó og kulda. Þess vegna flutti ég til Eyja..:=)Hér er lítið um snjó og hefur verið í allan vetur sem betur fer. 'Eg hef örugglega verið farfugl í fyrra lífi eða frekar kannski há,grönn og fjallmyndaleg prinsessa í Portúgal með pallíettur í hárinu... og það var alltaf sól og hiti... og rauðvín..:=)
Jæja nóg komið af bulli í bili. Þið þarna fyrir austan vonandi frjósið þið ekki föst og þið þarna fyrir norðan.. Halló... er einhver þarna...Það heyrir engin neitt fyrir snjókomu... Og fyrir vestan... ja þar ætti engin að búa Sorry.
Svo hér fyrir sunnan, skásti kosturinn af 4 frekar fúlum pyttum. Æ flytjum bara öll erlendis það er hvort eð er allt á afturendanum hér. Góðar stundir.
Ingibjörg eðalborna..:=)
~~**~~
Svona líta Vestmannaeyjar út í dag!!!
6 ummæli:
Snjórinn er fallegastur á mynd ég er sammála þér ég bíð eftir sól og blíðu
og þá er Seyðis flottastur
Knús úr Hveró Sigga fræ
Sæl Inga.
Så fina bilder.
Snille du. maila meg flere fine bilder fra din hjemplass.
Klems i snøværet.
Synne.
Já já flytjum bara til Ítalíu...öllsömul..:)
Frábærar myndir!!
Og skemmtilegur lstur..:)
Takk elskan mín..;)
Klemma...
Ég á örugglega eftir að fá þennann fílabúning lánaðann svo ekki henda honum :)
Já ég er ekki gædd þeim ósköpum að þurfa að geyma allt.
Henda henda henda það er mitt mottó. En það er samt svo merkilegt að hlut sem ég hef ekki notað í heila eilífð þarf ég einmitt að nota daginn eftir að ég hendi honum, merkilegur andskoti.
Ég er viss um að þú hefur verið hár og fjallmyndarlegur farfugl í fyrra lífi :)
Knús, sys.
Gamla geitin í Hveró sendir þér fallegar hugsanir.Knús
Já fallegt er það...en bíð spennt eftir vorinu Ingafjallmyndarlegameðpallíetturíhárinu;)
knús
Ólöf
Skrifa ummæli