Það er nákvæmlega ekkert að frétta svo að ég verð stuttorð. allavega sjáum til. Síðustu dagar hafa verið rólegir og ég haft lítið að gera nema að fara í vinnuna, sofa og éta þið þekkið þetta. Fór reyndar sem leynigestur í partý um helgina og var í fílabúning og með kattargrímu... afar spes. En ég laug líka eins og ég var löng til og reyndist ég þá vera sjómannskona hér í bæ á bát sem Maggi Kristinns gerir út. Já minnir meira að segja að ég hafi sagt að maðurinn minn væri kokkur á bátnum. Thi hí það var ekkert leiðinlegt. Ætlaði svo á ball með Magna frænda en hann var ekkert nema hundur við mig og nennti ekki að spila þar sem voru svo fáir á ballinu. Svo ég bara hélt heim á leið og sofnaði hjá þvengmjóum manninnum mínum. Það var líka alveg ágætt. Í hjarta mínu er farið að vora og ég verð gjörsamlega geðveik ef snjóar aftur. Núna er hér 8 °c og fer hækkandi í bili ,ekki snjóörðu að sjá. Já þess vegna er komin vorhugur í mína. Skilst að það sé árgangsmót í uppsiglingu hjá mér á sjómannadaginn og verður þá ósjálfsátt hugsað til fallegu fossana á heimaslóð minni... Dæs.... bara fallegt. Þangað verður straujað ef af verður... gaman gaman... Um næstu helgi er fjör í vinahópnum okkar hjóna ég ætla ég að hella skart upp á. Mig vantar það svolítið :=/ já mér er alveg sama hvað þið hugsið. Ég þarf víst á því að halda og djamma af mér drungann og veturinn. Þetta er nóg í bili og ég bið að heilsa að sinni.
Ingibjörg afturganga.
~~**~~
4 ummæli:
Pleas....
Send mee some of these nice photos....
Jag älskar dina bilder...
Kramen Synne.
Já,þeir eru fallegir fossarnir okkar
Afhverju flytur þú ekki austur þú ferð að vera meira þar en í Eyjum
Knús frá gömlu geitini í Hveró
Góð hugmynd hjá Siggu fræ. flytja bara austur til fossanna okkar :)
knús, sys
Skrifa ummæli