þriðjudagur, 3. mars 2009

dauði húsmóður er flottur titill á nýju skáldsögunni minni!!!

~~**~~
Sælt veri fólkið!!
Það hefur snjóað örlítið hér og vonandi verður það ekki meira í guðs bænum... Á þessum tíma vil ég að það fari að vora. DÓ úr kulda á útivaktinni í morgunn!! tvisvar!!! Drapst eiginlega í þriðja skiptið þegar ég fór í Ultratonetækið kl 3. Barðist um á hæl og hnakka og þegar ég var búin í tækinu leið mér eins og eggjastokkarnir í mér héngju utan á vömbinni á mér. Jesús minn hvað þetta var ekki gott... Fjóla var semsagt að prófa eitthvað nýtt prógram á mér. Á tvo tíma eftir og verð engu fegnari en þegar þetta er búið. En ég get sagt ykkur smá leyndó... Þetta svínvirkar. Er ánægð með árangurinn og væri svosem alveg til í að taka 10 tíma í viðbót en ég er að hugsa samt að fara í ræktina frekar og reyna að halda þessu við. Reyna fá sixpack í staðinn fyrir twelvepack...:=)hahahaha... Þetta var fyndið.
Var að koma úr matarboði þar sem Barnaskólinn bauð Hamarskólanum í mat. Það var mjög gaman og góður matur... Ég þurfti nú samt aðeins að skreppa frá þegar ég kom heim og það verður ófært á salernið eitthvað fram eftir kvöldi.... Smakkaði smá kókosbollurétt í desert og Bingó!! maginn í mér harðneitaði að sitja nokkursstaðar annarsstaðar en á Wc það sem eftir lifði kvölds.... Þetta var nú kannski aðeins of mikið af upplýsingum :=/ En þið sleppið þá bara að lesa þessar 3 síðustu setningar. Hér fyrir neðan eru myndir af lokahönd Hindarhallar með nýjum gardínum og hestamynd sem Hindin teiknaði fyrst hún fékk ekki hestamyndina sem hún leitaði að um alla Reykjavíkurborg. Ég segi góða nótt í bili og vona að ég nái góðum svefni þrátt fyrir... jamm þið vitið...:=)
Ingibjörg ofurhetja.....

~~**~~


Sætur hestur sem Hindinn teiknaði...
Svört rós sem bíður eftir að fá vasa fyrir sig.....

Sætt ljós sem keypt var í RL Companý...


Í upphafi voru þessir stafir trélitaðir en ég spreyjaði þá svarta og málaði hvíta... Standa fyrir upphafstafi í nöfnum fjölskyldunnar....



Krúttleg fjaðralengja sem fékk fínan stað til að njóta sín....

Gardínurnar koma vel út fyrir litla glugganum....

~~**~~

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara flott herbergi hjá Hind.Hesturinn gæti ekki verið betri þó hann væri keyptur fyrir stóran pening Knús í hús Sigga fræ

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

HVersu lengi ætlarðu að vera með jólaskreytinguna forsíðunni þinni elskan!!

inga Heiddal sagði...

HAHAHAHAHA.... thanks for reminding me..... 'eg er ekki að grínast í þér þegar ég segi að ég hafi gjörsamlega verið hætt að taka eftir þessu... Sé bara ekki þessa mynd þegar ég fer inn á síðuna. Hið snarasta verður skipt og vonandi líkar þér afraksturinn...:=)

inga Heiddal sagði...

Þessi verður að duga í bili... á enga af neinu nýju... hope you like it....

Sigga sagði...

Hvítvínskomment :)
Herbergið er æði, þú ert æði, ég er langflottust, hahahhaha.
Hreindýramosi hvað, smá privat húmöör :)
Luvya, sys

Nafnlaus sagði...

Má líka vera rauðvínskomment?
Fossgötufamylíen er frábær hvort sem hún er rauð eða hvít eða bara mosi
KNÚS úr Hvaró Sigga fræ

inga Heiddal sagði...

Hahahahaha.... Andskotans fillerý er á þessum forverum Fossgötunnar... Takiði mig til fyrirmyndar hér bláedrú og hundleiðinleg...:=)

Nafnlaus sagði...

Þú verður auðvitað aldrei leiðinleg
en fáðu þér bara rauðvín og þá verður allt svo frábært
Fræið

inga Heiddal sagði...

().....= Til eru frææææ... Sem tralla lalla la....

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Stattu þig í edrúmennskunni, ekkert betra en að vakna hress á laugardagsmorgnum og fá sér ilmandi kaffi í fallegum bolla og lesa fréttir á netinu! jafnast bara á við rauðvín (NOT)
myndin svaka flott!