föstudagur, 8. ágúst 2008

Skot-túr til borgar ótta og myrkurs :=)

~~**~~

Góðan daginn!!!


Jamm hún var ánægð með mömmu sína þegar hún kom í gærkveldi með fullt af nýjum fötum....

Og þá sérstaklega svarta hauskúpubolinn og takið eftir að græni vindjakkinn er líka með hauskúpum og blómum . Það á virkileg vel saman.



~~**~~

Þá er nú mestu djammhelgi íslandssögunnar lokið og er það mikið gott. Ég var þó ég ekki hefði verið full í 3 daga svvvooo.... þreytt að það var fyrst á miðvikudaginn sem ég gat orðið gert eitthvað nýtilegt að ráði. Þurfti að fara til Reykjavíkur og á Reykjalund í 1 sólahring og þurfti að taka næturferðina á miðvikudagskvöld. Var sem sagt ekki komin í bæinn fyrr en að ganga 4 um nóttina. Ætlaði aldrei að ná mér niður og átti svo að vera komin á Reykjalund kl 10. Þar hitti ég allar fyrrverandi feitabollurnar. Já ég segi fyrrverandi því að o.m.g hvað var gaman að sjá hvað allir eru að standa sig vel. Við erum samtals búin að missa rúmlega 360 kg... Eruð þið að grínast með það??? og Bjarni sem er einna duglegastur er búin að missa um 70 kg. Ha ha ha... Það er jafn mikið og mig langar til að verða. Hann reyndar varð mjög veikur þarna fyrir aðgerð og missti heilmikið þá. ( Ég vona að ég fari rétt með ... allavega var verið að tala um það.) En það gekk allt saman vel þarna uppfrá og við vorum á svona hópfundi og sögðum okkar sögu síðustu 3. mánaða en þá vorum við síðast þarna. Svo borðuðum við saman og svo fóru einhverjir í göngu, einhverjir í tækjasalinn en ég og 3 aðrar fórum í sund þar sem ég synti minn kílometer að venju. Fór svo í heita pottinn og svo sjænaði ég mig og fór beint í Kringluna... he he Þar var troðið út að dyrum v/götumarkaðs sem ég nennti ekki að skoða því þar var svo troðið en ég brunaði meint í Next og keypti þar föt á Hindina mína fyrir skólavertíðina. 2.gallabuxur, 3 boli og einn vindjakka... Allt þetta fyrir 5,500 kr.
~~**~~


Sjáiði hvað ég er hamingjusöm!!! Ég er að segja ykkur að ég var ekki í fýlu á bollumyndinni svona var ég bara . Með þjáningasvip dauðans á mér.

En ekki lengur!!! I feel like a million dollars!!

(best að hafa það ekki í krónum hún er svo verðlaus greyið)


Þarna er nú smámunur á okkur, mér og mér, með 6 mánaða millibili og 33,5 kg síðar...

~~**~~
Heilsur til ykkar í bili og farið varlega... Það er eitthvað svo lítið' að frétta núna að ég veit ekkert hvenær ég blogga næst. Kannski verð ég bara á heimspekilegum nótum og tala bara um eitthvað sem engin skilur upp nér niður í . Það er svo gaman... Góða helgi. Ykkar einlæg alltaf INGA

9 ummæli:

Sigga sagði...

Knús

Systa

Gusta sagði...

þetta er ótrúlegt þvílík pæja æðislegt til lukku með þetta ég er að fara taka mig til er á leið a tónleika með clapton hlakka svo til keypti miða áðan á barnalandi gjafprís að sjálfsögu knús og kossar handa þér og þínum Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga mín langt síðan ég hef verið hér.Ég sé að þjóðhátíðin hefur verið
flott(ekki þú porno dog:=)
knús og kossar Sigga fræ í Hveró

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga mín langt síðan ég hef verið hér.Ég sé að þjóðhátíðin hefur verið
flott(ekki þú porno dog:=)
knús og kossar Sigga fræ í Hveró

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga mín langt síðan ég hef verið hér.Ég sé að þjóðhátíðin hefur verið
flott(ekki þú porno dog:=)
knús og kossar Sigga fræ í Hveró

Nafnlaus sagði...

Smá mistök sorry
Sigga

Synnøve. sagði...

Godmorgon.
Fina kläder du har köpt.
Vem ska dom? Dottern och sonen gissar jag.
När börjar skolan hos dig igen då?
Här återgår det till det normala den 18 august.
Gissa att många inte vill hehe...
Ha en fin dag.
Kramen vännen.
Synne.

Synnøve. sagði...

Godmorgon.
Du har en utmaning hos mig.
Kram Synne.

Nafnlaus sagði...

Bara sæt Inga mín, bara sæt.

Þú varst nú samt aldrei neinn fýlupúki í mínum bókum, nema síður sé. Hver er svo sem skælbrosandi á nærfatamyndum ... ja nema þessi þarna 5% þjóðarinnar sem gera fátt annað ;)

Vona að þið hafið það sem best og knúsaðu Hindina frá mér. Ég sakna þess hvað hún hringir orðið sjaldan í skakkt númer hehehe.

Mbk. Lauga