þriðjudagur, 26. ágúst 2008

I´M BACK.....

~~**~~
Jæja Helloj... Gott fólk
Þá er ég til baka eftir smá pásu.
Það er búið að vera mikið að gera á stóru heimili. Flytja trommarann út og til stórborgarinnar, gera þetta líka fína hobbýherbergi fyrir mjóa minn í kjallaranum. Hindin mín heldur þá að hún fái hund af því að pabbi sé að flytja í kjallarann. Ha ha... en það er nú ekki svo gott. Já ég verð að sýna ykkur hobbýherbergið við tækifæri þegar þar er allt tilbúið og snyrtilegt. Svo er nú verið að leggja drög að nýju eldhúsi og er innréttingin byrjuð að tínast í hús. Þetta verður mikið verk þar sem þarf að gera ýmsar breytingar og leyfi ég ykkur að fylgjast með eftir því sem verkið gengur. Ég tók mig líka til og málaði skáp á svefnganginum og breytti honum ofurlítið en þetta er allt annað og miklu bjartara. Svo er ég byrjuð í vinnunni á fullu eftir gott frí og byrjar það allt vel. Ætla að reyna að komast upp á land annað hvort um helgina eða þá næstu til að gera vistlegt hjá trommaranum og hjálpa honum að kaupa sér bíl. Já frúnni á heimilinu er margt til lista lagt, ef hún getur keypt bíl með syninum er hún fær í flestan sjó. Var byrjuð með moggabloggsíðu líka en hef nú ákveðið að hætta henni. Það er allt of mikið að vera með tvær síður og verð ég að gera mér að góðu að geta ekki verið með nefið ofan í hvers mann koppi eins og þar stendur. Ég læt þetta duga í bili en verð þó að viðurkenna að eitthvað verður stopult hér um blogg á næstunni, ef næstu vikur og jafnvel mánuðir fara í niðurbrot og þrif í eldhúsinu. Satt að segja er ég ekki alveg að nenna þessu en ef ég ætla að fá nýtt eldhús þá verður þetta að gerast svona. Gott væri að geta bara vaknað eftir 2 mán eða svo og allt væri bara tilbúið. En það verður kannski í næsta lífi að það verði komið svo. Óska ykkur góðrar nætur og fallegra drauma . Tjingeling INGA

~~**~~


Svona leit skriflið út áður.....
Þessar körfur í efri hillurnni víkja og fleiri eins og eru fyrir neðan koma í staðinn...
Setti þessa gardínu þarna fyrir annan gluggan og gerir það bara hlýlegra....
Kemur bara vel út finnst ykkur ekki....
...............
Soldið kósý á kvöldin....
~~**~~

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð!

Sé að þú ert mikil dúllari við heimilið hjá þér,þetta er rosa flott allt saman hjá þér :)

B.KV. Jenný

inga Heiddal sagði...

Takk Jenný mín og gaman að heyra í þér. Gengur ekki allt vel ?? kv INGA

Nafnlaus sagði...

Bara flott,knús úr Hveró

Sigga sagði...

Hlakka til að sjá eldhúsið um leið og það fæðist.
Efast ekki um að það verði frábært.
Heyrumst sys.

Goa sagði...

Sæl sunnandúllan mín!
Bara gott að þú sért ekki að flækjast i hvers manns koppi, heldur haldir þig hér...*ánægð*..:)
Þetta er mjög flott hjá þér, þvílíkur munur á einum skáp! Já, hvítt setur svo sannarlega lit á tilveruna..;)
og svo cosy með gardínuna!

Gott að nóg er að gera á heimilinu og já!...ég skil þig um að vilja sofa tvo næstu mánuði, ég öfunda þig ekki...*hrollur* Never again.
En, svo verður maður bara svo glaður með þetta alles, að hitt bara gleymist...*hlakka til að sjá*

Gangi þér vel með allt og allt og kauptu svo einhvern flottan bíl handa syninum..;)

Kramar úr kardimommubæ...

Gusta sagði...

hæ var farin að sakna þín voðalega,allt annað að sjá skápinn svona hvítan flott flott gangi þér vel í eldhús verkum þetta er ekkert leiðinlegt bara þreytandi en þar sem þú ert þolinmóð þá verður bara gaman það væri gaman að heyra í þér þegar þú kemur í bæinn ef þú hefur tíma að hittast á kaffihúsi caffilatte eða eitthvað af því ég drekk svo mikið kaffi bestu kveðjur Guðsteina

Synnøve. sagði...

Hej och godmorgon.
det var fina bilder du visade på skåpet. Tyckte mycket om den glasdörren i kvällsljus. Vackert värre.
Ha nu en kanon dag vännen.
Synne.

MiaMaria sagði...

Hej Inga!

Här har det arbetats flitigt...
Så snyggt det blev skåpet, vitmålat och så vackert med den skira gardinen brevid dörren....

HA´en skön dag!
MiaMaria

Lilla Blanka sagði...

Hej Inga!

Åh vad det ser mysigt ut med fönster-dörrarna och gardinen som hänger vid sidan sådär..vackert!

Jaså Gúa är duktig på kladdkaka? Ja det kan jag tänka mig *hihi* hon har så många talanger.

Nu skall jag titta in till henne tror jag (alltså bloggen).

Kram vännen, ha en fin vecka!
Mia

Nafnlaus sagði...

ER einmitt í eldhúshugleiðingum og langar í offwhite gamaldags langar mest að snúa öllu við hér( En Ingimar hristir hausinn og hellir úr báðum eyrunum af hneykslan tekur alltaf nokkur ár í að fá nautið til að skipta um skoðun ef maður lætur hann ekki "finna" uppá því af sjálfdáðum) þvottahúsið í tv herbergið eldhúsið í stofuna stofuna í eldhúsið og þvottahúsið þá næ ég betri tengingu úr eldúsi við pallinn upp á bílskúrnum þetta er á tíu ára plani fyrst skápar í kjallarann og einangra risið endalaust puð og stuð! Gangi ykkur vel í breytingunum ykkar

Nafnlaus sagði...

Skápurinn flottur...skil bara ekki af hverju þú ert ekki löngu búin að þessu ;o)
kys og knus
Obblý

inga Heiddal sagði...

Thí hí Hjördís... Ég er naut og ræð öllu á mínu heimili... En Gísli er reyndar naut líka en ég er samt frekari og þrjóskari og.... :=)

Nafnlaus sagði...

Hæ Hindin mín flott síða hér og hvíti liturinn hjá þér er æði.
vona að þú heimsækir mína síðu þótt þú sért hætt á moggablogginu.
Ég var hjá lækninum í gær og hann vara bara ánægður með mig hann hló nú bara að sukkdeginum.
Knús kveðjur
Milla.

inga Heiddal sagði...

Æ Mill-jónin mín!! gaman að þú skulir kíkja hér inn og að sjálfsögðu kíki ég áfram á þína síðu. Hafðu það gott og mundu að sukka á laugardögum:=)Kv INGA

Nafnlaus sagði...

þetta er rosa flott breiting á eitt stikki skáp, þú ert snilli stelpa. og þetta með elli merkin, já held það bara hihihihi