Ég sit hér um miðja nótt af einni ástæðu og hún er að ég var að horfa á hörmungarleikinn á móti Egyptum... sem betur fer tókst okkur að jafna annars hefði ég verið vakandi í alla nótt í fýlu... Helgin var góð og byrjaði hún á föstudagskvöldið með góðri grillveislu hjá tengdó þar sem Mágkona mín og fjölskylda voru í heimsókn.Laugardagurinn fór í leti fyrir utan að ég fór að sjá ÍBV sigra Víking í fótbolta. Það var gaman. Um kvöldið ákvað ég að elda góðan kvöldverð og prófaði í fyrsta skipti andabringur í appelsínusósu. það var tær snilld og er ákveðin að hafa það aftur einhverntíman.
Andabringur í appelsínusósu.
~~**~~
Andabringur
Salt og pipar
~~**~~
Sósa
5 dl andasoð (t.d oscar)
2 msk sykur
1 appelsína skorin í sneiðar
1/2 dl appelsínuþykkni
1 dl rauðvín
sósujafnari
sósulitur
~~**~~
Skerið djúpar rendur í fituna á kjötinu þannig að hnífurinn
risti aðeins í kjötið.
Brúnið bringurnar á heitri pönnu með fituhliðinni
niður fyrst og svo stutt á hinni hliðinni.
Kryddið með salti og pipar
og bakið í ofni við 150°í 15-20 mín.
~~**~~
Sósan
Brúnið sykurinn í potti og steikið
appelsínubitana í eina mínútu með.
Hellið rauðvíni og appelsínuþykkni útí og látið malla í 5 mín.
Sigtið í annan pott
og bætið andasoðinu útí.
Bragðbætið með salti og pipar og
þykkið með sósujafnara.
Gott er að setja smásmörklípu
í sósuna rétt áður en hún er borin fram.
~~**~~
Meðlæti:
Gufusoðin Sólarblanda af einhverju tagi
ferskt salat
kartöflubátar kryddaðir með
hvítlaukssalti og fjölpiparblöndu
~~**~~
Vín með þessu er gott
Kaiken cabernet sauvignon mendosa
Frá Argentínu
eða Tommasi Ripasso
Valpollisella
frá Ítalíu
~~**~~
Sunnudagurinn fór í ekkert nema eina heimsókn og lestur á ísfólkinu sem var í sjálfu sér bara fínt en var samt eiginlega búin að ákveða að gera alveg fullt af hlutum sem ekkert varð svo úr. Þetta er stundum svona og bara gott um það að segja þegar maður er latur öðru hvoru. Vona að vikan verði góð hjá ykkur öllum og er ákveðin að vera dugleg þessa vikuna því svo byrjar vinnan bara á fullu þann 25. Herumst fljótlega og góða nótt.
Fengum þessa rauðvínsflösku í síðbúna afmælisgjöf hjónin...
Loksins búin að eignast snilldarhnífasett eftir 20 ára búskap....
Mjög gott rauðvín......
Upphitaðar andabringur á sunnudagskvöldi....
rauðvínið og glös sem við fengum frá Kollu mákonu og familí....
Flott glös....
.... sem sést enn betur hér..... frá boda hliðarfyrirtæki iittala....
Rómantísk stund á laugardagskvöldi....sem endaði með lestri á Ísfólkinu... Mjög rómó :=)
6 ummæli:
Mmmm... girnilegt, aldrei smakkað andabringur, hlýtur að vera gott.
Glösin æðisleg.
kveðja Siggs
þetta hljómar vel verð að brófa þetta já þú ert voða rómó með Ísfólkið eru þær enn til glösin flott sniðgugt hjá þér að gefa uppskriftir annað slægið af því þú ert svo myndarleg í kokkeríinu bestu kveðjur Guðsteina
Sæl frænka girnileg þessi uppskrift hjá þér.Eg á líka svona hnífasett
(segjum engum hvar við fengum)
Knús Sigga fræ í Hveró
Híhí ég á líka svona hnífa, ónefndir grætt á familíunni núna.
knús Sigga
Godmorgon vännen.
Ser ut som ni haft en romantisk afton i hemmet.
Ankbröst i apelsinsås lät ju så gott.
Klockan sex på morgon hehe...
Hoppas allt är bra hos dig.
Kramen vännen.
Synne.
ég á reyndar enga svona hnífa, en...líst mjög vel á þennan mat!
Þarf endilega að sýna Tóta þetta..;)
Æðisleg glös....eiga alldeilis eftir að njóta sín vel í nýja eldhúsinu..:)
Knús í krús...
Skrifa ummæli