~~**~~
Góðann daginn.Rólegir dagar þessa dagana hjá manni og er enn verið bara að ditta að hinu og þessu heima fyrir. Fer þess á milli í göngur og sund sem er nauðsynlegt fyrir sál og líkama . Tók með mér myndavélina í 2 göngur hér í vikunni og eru þær hér fyrir neðan . Önnur gangan var í kringum fellið eins og við köllum það og hin var bæjarhringurinn. Hindin mín og mjói minn fóru með mér í kringum fellið eða allavega ætlaði Hindin með alla leið en sá hesta á leiðinni og ákvað að verða eftir hjá þeim og klappa þeim og spjalla við þá þangað til við kæmum til baka. Það fór þó svo að hún var komin heim á undan okkur því það byrjaði að rigna. Bæjarhringurinn var farin að kvöldi til í dásamlegu veðri og sólarniðurgangurinn var með eindæmum fallegur... Allavega fallegri en flestur annar niðurgangur. hum...Í morgun hélt ég að ég ætti að fara á námskeið og vaknaði fyrir allar aldir og snurfusaði mig í bak og fyrir. En viti menn!! aldrei þessu vant tók ég vitlaust eftir (hissa) og sem sagt námskeiðið ekki fyrr en á þriðjudaginn.... Jæja ég er búin að gera fullt af hlutum í staðinn þennan morguninn sem ég annars ætti eftir að gera núna. Svo það er allt í lagi. Ég óska ykkur góðrar ferðar inn í helgina og njótið síðustu daga sumarsins. Ég finn á lyktinni að það er að syngja sinn síðasta söng þetta árið. Tjingeling INGA
~~*~~
Sólarniðurgangurinn.... :=)
Gamla eldfjallið Helgafell ( the old volcano Helgafell)
Nýja eldfjallið Eldfell ( the new volcano.. 35 years old Eldfell)
Séð yfir bæinn....Á milli fellanna... Hani,Hæna og Grasleysa....
Man ekki hvað þetta heitir .....
Hindin mín að gefast upp en var svo heppin að sjá hesta......
Þarna má sjá glitta í hana á spjalli við þá.....
Ein hestasjúk... Og ætlar að verða dýralæknir og búa í sveit og ég veit ekki hvað....
Dalabúið og tyrkjaránssetrið....
~~**~~
Nýja eldfjallið Eldfell ( the new volcano.. 35 years old Eldfell)
Séð yfir bæinn....Á milli fellanna... Hani,Hæna og Grasleysa....
Man ekki hvað þetta heitir .....
Þarna má sjá glitta í hana á spjalli við þá.....
Ein hestasjúk... Og ætlar að verða dýralæknir og búa í sveit og ég veit ekki hvað....
Dalabúið og tyrkjaránssetrið....
~~**~~
4 ummæli:
Hej Inga!
Förstår tyvärr inte något alls...
Men du visar oss härliga bilder på vulkaner och hästar och din dotter!!!
HA´en skön helg!
MiaMaria
flottar myndir
sys
Tänk att vulkanerna faktiskt är aktiva. Skrämmer det dig inte?
Jag måste komma till Island snart. Jag blir tokig....
Härliga bilder du visar.
Din dotter är lika hästgalen som jag eller....
Kramen vännen.
Synne.
Sæl sólin mín!
Fallegar myndir.
Þetta er auðvitað bara mögnuð náttura á þessari eyju.
Og svosem allstaðar bara á okkar fagra landi.
Hjartanskveðja til þín og þinna...
Skrifa ummæli