Gott kvöld.
Það hefur svosem ekkert á daga mína drifið að undanförnu. Bara búið að vera að reyna að gera eitthvað hér innandyra og brjóta saman heilu fjallgarðana af þvotti. Hvernig má þetta vera með allan þennan þvott???
Djöfull er þetta leiðinlegt...
Það er hinsvegar búið að vera voða gott veður og maður er svosem búin að njóta þess líka með því að fara í sund og liggja svo í pottunum úti og sóla sig. Svo er búið að fara í göngur í kringum fellið eins og það er kallað og fékk ég minn heittelskaða mjóa mann til að fara það með mér nokkrum sinnum.Ég hélt að fyrr frysi nú í helvíti áður en það gerðist, en viti menn sumt veit maður hreinlega ekki fyrr en það skeður öllum að óvörum.
Svo er ég nú búin að vera að mála pínulítið ég sýni ykkur það þegar það er fullklárað. Á döfinni á heimilinu er svo að fara að skipta um eldhús og ég verð að segja að ef mig hlakkar til einhvers hluts í heiminu þá er það nákvæmlega það. Systir mín góð sem var hér hjá mér á þjóðhátíðinni hneykslaðist meira að segja á því hvernig ég byggi í eldhúsinu með eina hellu sem virkar og varla nokkurt skápapláss... Þá fór mín nú að hugsa sér til hreyfings með þetta allt. Er búin að láta teikna fyrir mig þetta fína eldhús hjá ikea sem ég er mjög sátt við og ætla mér að panta það á allra næstu dögum... Bara gaman. Ég setti hér inn nokkrar sumarmyndir úr garðinum mínum( því nú fer hver að verða síður að njóta þess áður en allt fer að sölna) sem systir mín fékk líka nett sjokk yfir því hún er svoddann blómakerling. Sjokkið kom aðallega vegna þess hversu löt ég var þetta árið að plokka burt villigróðurinn og arfann. En það er bara ekki gaman svo ég sleppti því bara alveg þetta árið. Ætla mér næsta ár að eitra svo skelfilega allt hér fyrir utan að það kemur sjálfasgt ekkert upp hvorki illgresi né annað.. He he. Svo er ég að byrja að vinna í næstu viku nema ég fer á eitt námskeið í Numikon kubbum á föstudaginn. Það verður örugglega like hell að vakna en það kemur í ljós. Og verður jafnskrýtið að byrja að vinna þar sem ég er bara búin að vinna tvær vikur síðan 17 febrúar. Ja hérna hvað þetta er fljótt að líða. En nóg um það ég heyri í ykkur fljótlega aftur eða réttara sagt þið í mér. Ég kveð að sinni og segi sweet dreams.
ps: Er komin með boggablog líka slóðin er hindin.blog.is
Get náttúrlega bara aldrei haldið mér saman....
séð upp að húsinu aðaldyramegin....
Þessi bjálfi stendur enn vörð um annars rytjulegann pottinn....
Þessi búin að standa fyrir sínu í sumarblíðunni í sumar.....
Þarna hefur verið setið og notið sín í sól og ekki síður kvöldsólinni....
Músareyrað allt að kæfa.....
Alaskavíðirinn vex hér með herkjum......
Veit ekki hvað þetta heitir en það hefur ekki blómstrað áður... Það kannski borgar sig ekkert að vera að reyta þá blómstrar allt.....
7 ummæli:
Hallå där :D
Härliga bilder på vackra blommor.
Hoppas att allt är bra hos dig. hade en bra dag igår med sol. Men idag är vi tillbaka till det normala. Med regn.....
Kram på dig vännen.
Synne.
Hey sys, lýst vel á þetta með eldhúsið. Af öllu fólki að vera ekki með almennilegt eldhús !!!!
Getur ekki verið að þetta sem er að blómstra í fyrsta skipti sé Margaría frá Stellu frænku ? Held það.
Knús Sigga sys
Ég meina MARGARÍTA
Hæ frænka hlakka til að sjá eldhúsið
Kús úr Hveró
Sæl sunnangolan mín!
Takk fyrir síðast...það var gaman en stutt..:)
Til hamingju með eldhúsið tilvonandi...æði!
'eg hlakka til að sjáááá...
Stærsti faðmurinn til þín darling og takk fyrir áskorunina...kannski nenni ég...vi får se..;)
Knús á línuna...
Það verður ekki leiðinlegt að fylgjast með eldhúsbreytingum hjá þér Inga mín,sé að það hefur verið gaman á þjóðhátíð eins og alltaf er það ekki? Kveðjur úr firðinum fagra.
Flottur garður hjá þér, hjá mér eru 2 plastblóm í veggpottum, punktur hihihihi.
Skrifa ummæli