mánudagur, 21. júlí 2008

Útreiðatúr og allt þar á milli....

~~**~~
Góðann daginn.
Það var allt komið út í bíl, búið að pakka öllu, kaupa nesti og átti að fara snemma að sofa í gærkvöldi og leggja í hann senmma í morgun. En nei nei þá fékk frúin þá flugu í höfuðið að vera út vikuna og fara ekki fyrr en á föstudaginn. Tær snilld finnst mér því í morgun þegar ég vaknaði
var 19 stiga hiti og blankalogn og sólarlaust....mmmm það var dásamlegt og ekki fannst mér ákvörðun mín síðri. Hér er búið að vera yndislegt að vera og ég hreinlega tími ekki að fara. Fullt af fólki, fullt um að vera og maður hefur hreinlega ekki haft undan að vera á öldurhúsum bæjarins og kaffihúsum. Þetta er lífið, ef einhver var að vandræðast með hvernig það væri þá er það svona og ekkert öðruvísi. Samansafn mynda eftir helgina eru hér fyrir neðan. Ég eyddi föstudeginum með Hindinni minni í sveitinni þar sem ég var þegar ég var lítil. Við fórum í klst útreiðatúr og er ég enn í afturendanum eins og ég hafi fætt af mér körfubolta..:=) Þar fyrir neðan eru svo myndir frá útivist á uppskeruhátíðinni á L.ung.A Það hefði ekki getað verið betra veður allir bara að chilla, í sólbaði og hlusta á músik. Uppskeruhátíðin var með öðru sniði núna og verð ég að segja að hugmyndin var alveg brilliant EN... mér finnst hún samt mikilfenglegri eins og hún hefur verið undanfarin ár. Vantaði eitthvað svona kikk sem maður hefur fengið við að horfa á hana. Neðstu myndirnar eru svo frá chilli á Öldunni og á neðstu myndinni eru ég og Eyþór Bubba-Idol nýbúin að syngja lagið Haleluja á Lárunni.....he he já það laðast að manni fræga fólkið.. En nú er ég hætt, ég heyri í ykkur von bráðar og vonandi drukknar engin í rigningunni þarna hjá ykkur öllum nema á austulandinu.. Góðar stundir - ef svo ber undir. INGA
~~**~




Já sko bara .... hef engu gleymt....


Hjónin eru enn með yfir 40 hesta....
Þarna er Anna að ná í minn.....
Þetta er hún Drottning sem Hind var á .....
Þarna eru hjónin að verða tilbúin....

~~**~~
Dásamlegt veður á uppskeruhátíðinni...

Allir að chilla.....
smá loppis markaður með allt fá kleinum upp í föt....

~~**~~
þEtta rennur ljúft í sólinni...
og í góðra vina hópi....
~~**~~
Ég veit ekki alveg hvort við munum eftir þessu en það var held ég gaman á meðan á því stóð....
~~**~~

11 ummæli:

Synnøve. sagði...

Hoho....
Jasså minsan, det är till att vara ute på hästäventyr hehe....
Islandshästar är fina. Fast jag tycker dom är små. Tror du dom orkar mig?
Har köpt englar nu, så hör av dig.
Kramen vännen.
Synne:D

Ps, välkommen hem :D

Nafnlaus sagði...

Mér finst rigningin góð trallalala
Kv úr Hveró

Nafnlaus sagði...

Hæ, ertu sem sagt enn á Seyðis??
ég er að velta því fyrir mér að skreppa í borgina(rigning eða ekki!!!)og vera nokkra daga.
heyrumst seinna.
Kveðja
Helga

Gusta sagði...

hæ hó Takk fyrir samveruna um helgina sem var frábær í alla staði ekki síst að þú varst þarna alltaf gaman að djamma með þér öfunda þig að vera svona lengi í góðaveðrinu mér finst rigninginn vond lifi lengi á þessu hafið það gott á seyðó knús og kossar Guðsteina Ps þetur þig vel út á baki hvernig er rassinn núna hahahahhahaha

Gusta sagði...

tekur þig vel út átti þetta að vera andskot vitleysa er þetta

Goa sagði...

hvað er á milli í útreiðatúrum?!?
Svar óskast!!

Fínar myndir!...og gott hjá þér að halda áfram að sleikja sólina!

Kossahnoss...hross, boss...i...blár og grettur..;)

Nafnlaus sagði...

Sælar.
Hvaða hvaða vesen er á þér kelling.
Flýtti afmælinu og allt svo þú gætir komið andsk....... Nei ég segi nú bara svona, en partýið er á föstudaginn hjá prinsinum.
En fyrst þú ætlar að lengja svona, hefur þér þá ekki dottið það í hug að framlengja enn meira og kíkja á okkur á Einarsstaði um verslunarmannahelgina.
Veit að þér á bara eftir að leiðast án mín múhahahahahahaha.
En njóttu blíðunnar mín kæra, var voða glöð á fá rigningu þá þarf maður ekki að setja úðarann út enn einn ganginn í sumar thíhí.
Saknaðarkveðjur.
Þín Anna Lilja

Nafnlaus sagði...

Sæl Inga mín!

Ef þetta er ekki sú einlægasta og skemmtilegasta bloggsíða sem ég hef (heyrt í og) lesið um mína daga. Það var frábært að hitta á þig á Goslokum, sjáumst í ennþá meira stuði á Þjóðhátíð ;)

Knús til ykkar sætu mæðgna xxx

kv. Lauga og Georgie boy

Berglind sagði...

hvað var þessi Eyþór að gera á Lárunni???? kannski að hitta hinn eina sanna Eyþór? eða bara þig.. gaman að hafa þig lengur hér í fallegasta firðinum.knús

Nafnlaus sagði...

þú snilli að vera lengur á æskustöðvum í firðinum fagra. risa knús á ykkur öll.

Lilla Blanka sagði...

Hej Inga!

Åh vilka vackra hästar..! Jag hälsade på Goa igår och hon berättade om Island och att de snart åker hem igen..jag är såå nyfiken på er vackra sago-ö och vill gärna besöka den någongång!

Kramar
Mia