laugardagur, 19. júlí 2008

Stórkostleg tískusýning og fl......

~~**~~
Já það hefur gjörsamlega leikið við mann veðrið hér og ekki spillir fyrir að geta gengið á milli öldurhúsanna og drukkið caffé Latté og rauðvín til skiptins.... mmmm bara næs. Drakk aðeins of mikið rauðvín í gærkvöldi og þess vegna brosi ég í dag plómulituðu brosi. En gott var það á meðan á því stóð. Í dag er svo uppskeruhátíðin frá Listahátíðinni og hlakka ég til að sjá hana. Það er svona hápunktur hátíðarinnar. Á fimmtudagskvöldið var svo hönnunarsýning og tískusýning ýmissa hönnuða og var sonur minn trommarinn og flottasti frændi minn hann Viktor í catwalk-hlutverki og stóðu sig aldeilis vel.. Það eru myndir hér fyrir neðan af þeim....
Hér eru líka myndir af góðum degi í Skaftfelli með vinkonunum og svo þegar Hindin mín var að sulla í gosbrunninnum hjá Siggu sys. Ég læt bara myndirnar tala sínu máli mér finnst eins og ég þurfi núna að leggjast niður sem fyrst.... Skil þetta ekki!!!! en hvað um það þá kveð ég að sinni og óska ykkur alls hins besta þar til næst. Tjingeling Ykkar INGA

~~**~~
Í góðum gír á Skaftfelli.




veit nú ekki alveg hvað er að gerast þarna....

~~**~~
Hindin mín að sulla á góðum degi .... Svo flottar myndir....




~~**~~
Hönnunar og tískusýning í bátahúsinu í smiðjunni....

Viktor frændi flottastur....
Sonur minn trommarinn bara flottur.....
Viktor aftur.....
trommarinn minn og einhver dama.....
aftur hér.....
Viktor catwalk -pro....
Sonur minn trommarinn í góðum diskofýling.....

Og að síðustu Viktor.....
~~**~~

6 ummæli:

Sigga sagði...

Herðubreið, Láran, Herðubreið, Láran, Herðubreið, Láran
= Ingibjörg á foreldrarölti, bara frábært.

Nafnlaus sagði...

Inga min,er systir þin ekki bara að tala um einhverja herðabreiða Láru
í leit að foreldrum sínum.
Annars dauðöfunda ég þig af því að vera þarna.Sjáumst á mánudag
xoxoxoxo Sigga fræ

inga Heiddal sagði...

HAHAHAHAHAHAhahah.......

Synnøve. sagði...

Idag var det segt att förstå ska jag säga. Men bilderna sa allt hehehe
Kramen vännen.
Synne :D

Goa sagði...

Bara gaman!!
Flottar myndir!...og ég öfunda þig ekkert af að drekka latte með öllum aðal pinglunum..:(

Góða ferð heim á morgun!

Kossar og klemma...

Nafnlaus sagði...

flottar myndir og módel!!! ég get vel trúað að það hafi verið næs þarna í firðinum.
kveðja
Helga