þriðjudagur, 15. júlí 2008

Rigning og rok.....

~~**~~
Gott kvöld...

Það hefur lítið verið hægt að gera í dag nema að vera inni eða að skreppa í heimsóknir .Ég gerði hvoru tveggja. Hér nefnilega rigndi rassgötum og rófum og það var ekkert gaman. Ég byrjaði daginn á að vakna frekar seint he he, og fara til Siggu Stellu frænku minnar en hún forðaði sér upp í Egilstaði um leið og ég kom. Gott hjá henni. Eftir hádegi fór ég með Siggu sys til Diddu vinkonu hennar. Þar drukkum við kaffi og átum vínber, það var ágæt blanda. Svo þar á eftir fór ég nú bara heim til mín og eldaði matinn. Tortilla vafninga með ýmsu góðgæti innan í sem pabba mínum fannst voða gott hann er svo mikill sælkeri. Eftir kvöldmat fór ég aðeins upp á spítala til Gústu minnar. Í fyrsta skipti finnst mér hún svolítið gömul en hún er ennþá með munninn á réttum stað og það er nú fyrir öllu HE he. Eftir þá heimsókn fórum við Hindin mín í sund og ég var orðin hálfringluð á því sundi því ég er orðin svo vön 25 m laug en þessi er bara 12,5 m. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort maður var ekki orðin dáldið ding dong eftir 500 m :=). Þegar sundferð var lokið fórum við til Siggu og poppuðum og úðuðum við því í okkur. það var ágætt á meðan á því stóð en skildi svosem ekkert eftir sig nema örlitla magapínu. Það lagaðist fljótt sem betur fer. En þið þarna í sólinni ég vona að þið fáið sólsting og liggið grenjandi í alla nótt út af því... (not) bara djók það er gott að fá smá rigningu fyrir gróðurinn segja spekingarnir. Hér eru svo nokkrar myndir frá poppáti og heimili minnar ástkæru systur. Eigið góða nótt og glaðann dag. Ykkar einlægust að eilífu INGA.
~~**~~


náttúrulega veröndin svo flott og fín.....
Setustofan sæt og hvít.....
borðstofan brún og hvít:)....
Fallegir stjakar í eldhúsglugganum.....
Svelgurinn Sigríður í átkasti.....
Ennþá að gammast og Hindin mín að hneykslast á henni....
ööö ég æli yfir því hvað þið étið mikið.....
Mín að leita að brenndu poppi thí hí.....
Flott nýja ljósakrónan hennar sem hangir í setustofunni....
~~**~~

7 ummæli:

Sigga sagði...

Kúl, þú inni að blogga og ég hér í stofunni að commenta, hí hí.

Synnøve. sagði...

Förstår att du är hemma hos dina föräldrar ännu.
Visst är det skönt.
Härliga bilder du visar idag.
Din dotter är så söt....
Men du, tog popcornen slut fortare än du trodde hehe....
kramen min vän från sagoön.
Synne.

Goa sagði...

mmm...bara gaman og gott! Fínar myndir, allt svo flott hjá henni Siggu!
Minni hætta á hrukkum í rigningunni!


Klemmmaaaaa...

Nafnlaus sagði...

Oooooohhhhh hvað það er fínt hjá Siggu systur þinni, enda bjóst ég nú ekki við öðru þar sem þið eruð jú skyldar múhahahahaha.
MMMMMMMMMMMMMM stjakarnir í eldhúsglugganum, gæti nú bara farið svo að maður tæki rúnt í fjörðinn fagra ef það er svona margt fallegt til þar. Finnst samt líklegra að þeir hafi verið sóttir eitthvað lengra.
Kær kveðja til ykkar.
Þín Anna Lilja

Nafnlaus sagði...

Nú langar mig ennþá meira til Seyðis.
Frábærar myndir af fallegu heimili.
Kv.Sigga fræ

Nafnlaus sagði...

Hæ. það er ósköp notalegt að vera í sólinni híhí, hún hefur ekki verið svo viljug að skína á okkur hérna fyrir norðan.
kveðja
Helga

Berglind sagði...

það eru margir dagar síðan var rigning og rok