mánudagur, 7. júlí 2008

Helgin frábæra....

~~**~~

Góðann dag!!
Já ég er að skríða saman eftir helgina sem var mér erfið. Ég er með harðsperrur frá mitti og niður úr. Bólgna fætur og hæsi og ég veit ekki hvað. En þetta eru allt hlutir sem lagast og dettur mér ekki í hug að kvarta. Þetta skapaði ég mér sjálf og ég sé ekki einn cm eftir því. Þetta byrjaði allt með fimmtudagstónleikunum sem eru í síðasta bloggi svo á föstudeginum var rosa fjör allann daginn og um kvöldið fór fjölskyldan á eyjatónleika út í höll. Þeir voru frábærir og kveiktu í manni að fara í skvísusundið seinna um kvöldið. Að sjálfsögðu var það gert þ.e.a.s húsmóðirinn á heimilinu. Gamli mjói minn varð eftir heima. Enda búin að vinna eins og mother fo... og þurfti í vinnu snemma á laugardagsmorguninn. Hjá mér hins vegar var rosa fjör til 04:30 þá druslaðist mín heim. Á laugardeginum var einnig mikið um dýrðir og urðum við að skipta okkkur fjölskyldan. Hind fór með ömmu sinni á sparisjóðsdaginn og þar var fullt af allskonar fjöri. Gamli minn fór á tískusýningu upp í eldheima... (pompey norðursins) Hann er í pompey nefndinni og varð að fara hehe.. En ég fór á fótboltaleik pínulítið þyrst:=) Auðvitað unnum við leikinn sem var við leiftur 2-1. Um kvöldið grilluðum við humar og kjúklingabringur familíen ásamt einum gesti sem er nýji gítarleikarinn í Foreign Monkeys hann var semsagt með aðsetur í herbergi trommarans. Seinna um kvöldið var svo farið í skvísusundið aftur og tókst mér þá að hafa gamla manninn með ,bláedrú og vitlausann:) en hann um það. En ég hins vega huhum...ÞAÐ VAR ÆÐI OG ÉG FÓR EKKI HEIM FYRR EN KL 06:15 ég þyrfti örugglega ekki að skemmta mér það sem er eftir af árinu. En ég á eftir að sjá það gerast með þjóðhátíðina í augsýn. Við börnið fórum í andlitsmálningu á laugardagskvöldið. Og eftir að hafa hangið með þeim í biðröð eftir málningu í 1 klst og korter þá ákvað ég að láta mála mig líka. Hér fyrir neðan er afraksturinn af því. Eigið góðan dag í þokunni hvar sem þið eruð á landinu... kveðja INGA með ánægjubrosið.

~~**~~


mín að komast í gírinn....
búin í makeup og búin að setja upp augnhárin....

gamli minn að kafna úr leiðindum.....eða mér:=)

Viggó Ýmir frændi og tígrisdýr......
Hindin mín fiðrildið....
Komin í náttföt og eru að fara að lúlla hjá afa og ömmu.....

~~**~~

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl frænka,ég get trúað því að þú hafir skemmt þér vel(þú gerir það nú altaf við svona tækifæri).
Ertu búin að sjá myndina af Viktori
Sigurjóns í mogganum bara flottur
Kveðjur og knús úr þokuni
í Hveró Sigga fræ

Sigga sagði...

Jiii hvað þið eruð flott. Gaman hvað var gaman.

Kveðja úr helv... þokunni, dag eftir dag eftir fjand... dag. ARG.

Goa sagði...

Æði!! Rosa flott!!
Gott að það var gaman og gott að þú varst smá þunn..;)

Kveðja úr sólinni...dag eftir dag..

inga Heiddal sagði...

ég var bara ekki rassgat þunn svo það sé á hreinu!!!!!

Nafnlaus sagði...

Flott málning, er þetta nýja party lúkkið?
kv.
Helga

Nafnlaus sagði...

Hæ Helga hvenær ferðu austur???? kv INGA

Synnøve. sagði...

Så härliga bilder. Vem har sminkat er så fint?
Ska köpa änglar snart....
var det helt glasfärgade du ville ha?
kramen Synne.

Gusta sagði...

hæ alltaf sama djammið á þér pæja flott förðun lukkar eins og frumbyggji nyja sjálands sólarkveðjur úr Hafnarfirði

Synnøve. sagði...

Hej snuppa.
gå till mig så får du en överraskning.
Kramen vännen.
Synne.

Nafnlaus sagði...

Sæl Inga, ég er að hugsa um að fara austur á morgun, ég stoppa nú ekki lengi því að ég reikna með að fara norður aftur á sunnudaginn.
sjáumst um helgina :)
kv.
Helga