sunnudagur, 27. júlí 2008

ferðalag og frábær dagur.....

~~*~~
Góðann og blessaðan daginn!!!
Æ hvað var nú gott að koma heim. Eftir að hafa keyrt í 8 klst. sofið í gestarúmi, farið í skírn og endað svo á skelfilegri sjóferð með fjandans Herjólfi Gubbólfsyni. Ojj hvað var vont í sjóinn. En það er búið og gert. Ég kaus að búa hér ásamt öllum vanköntum. Við mæðgurnar og frænkurnar fórum í yndislega fallega og skemmtilega skírn í gær hjá Ágústi bróður. Pabbi minn fékk nafna og fór ég náttúrulega að grenja yfir því ásamt fleirum... En til hamingju litli Friðrik Heiðdal með nafnið þitt sem þú berð svo sannarlega með prýði jafn rólegur og góður þú ert.
Annars gekk ferðalagið vel nema ég var svo syfjuð á leiðinni að ég stoppaði 2svar til að fá mér sterkan og góðann kaffibolla á leiðinni. Stelpurnar Hind og Fjóla voru eins og englar og horfðu á mynd,spjölluðu og sungu alla leiðina. Ekki leiðinlegt að hafa þannig ferðafélaga. Við stoppuðum líka eins og góðum túrhesti sæmir og tókum fallegar myndir af náttúrunni og hvor annari. En ég læt þetta duga í bili mér hryllir við því að fara að ná í farangurinn og ganga frá og náttúrulega að koma húsinu mínu í lag. Ekki að það hafi ekki verið í lagi en meira svona fjarska-fallegt... if you know what i mean.... :=) Eigiði góðan sunnudag og ég læt heyra í mér þótt síðar verði. En nú fer að verða nóg að gera að byrja á undirbúningi þjóðhátíðarinnar. bæ INGA svo undur þreytta.
~~**~~



Bless bless fjörðurinn minn fagri . Sé þig á næsta ári.....


Horft ofan af Öxi niður í Berufjörðinn... Hrikalegur fjallvegur.....

Sniðugur foss á Öxi....
Einnig á Öxi....


Stoppað í Jökulsárlóni og myndað....





Það var pínukalt þarna í kring en samt var um 20 stiga hiti ....


~~**~~
Skírnin hjá Friðriki Heiðdal.


mamma og pabbi svo montin með hann....
fullt af fólki....
Allir að syngja sálm fyrir barnið....
Ég bara flottust.... thí hí....


Skírnartertan fallega og góða.....
skírnarkertið hans Frikka litla....
montin fjölskilda....:=)
sjáiði hvað afi er eins og reygður hani af monti....
Friðrik Heiðdal... eða Frikki litli.... Hann er í 44 ára gömlum skírnarkjól sem barnabörn og barna-barnabörn ömmu Siggu hafa verið í....


Sigríður systir mín ......
afarnir Friðrik heiðdal og Friðrik Heiðdal þarna í baksýn á myndinni sem við Sigga gáfum honum í skírnargjöf... brúntóna og sett á striga. Svo flott....
Vigdís Hind og Fjóla Lind frænkurnar....
Brjálað að gera í ljósmyndun og skrifum á meðan amma horfit íbyggin á.....
~~**~~

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir yndislegan dag og fallega gjöf. Takk fyrir okkur, Inga Björk, Ágúst og Friðrik Heiðdal :)

Sigga sagði...

Oj, oj, oj ég fæ bara verk í magann við tilhugsunina um Herjólf.
Ætli maður verði ekki að láta sig hafa það til að kíkja á ykkur.
Það yrði eitthvað sagt ef flugfégag ísl. hækkaði um helming flugfargjöld kringum menningarnótt (samanber Bakkaflug þjóðhátíð) skamm, skamm svo ekki sé meira sagt.

Flott ferðalag hjá ykkur frænkunum, takk fyrir mína.

Já það var ekki laust við að tár laumaðist fram í krók þegar Friðrik Heiðdal fékk nafnið sitt. Yndislegur dagur og soldið skrítinn. Flug suður, skírn, Hagkaup, flug heim og bryggjuball um kvöldið :)

Hlakka til að hitta ykkur Fjólugötugengið á miðvikudaginn.

Kveðja Sigga sys

Gusta sagði...

Hæ til hamingju með frændann fallegt nafn á myndardreng bestu kveðjur Guðsteina

Goa sagði...

Fínt nafn..Og fínar myndir!!
Og vonandi gott að vera komin heim...þó hann rigni með hættulega mörgum háum...´blink, blink´

Klemma...

Nafnlaus sagði...

til hamingju með litla frænda já og bara þið öll. kveðja úr Garðabænum

Nafnlaus sagði...

Hæ. til hamingju með frændann, gaman að fá að kíkja aðeins í fjölskyldu albúmið.
kveðja frá akureyri.
Helga