Kvöldið!!
Góður dagur í dag sem byrjaði með langri göngu og svo var farið í sund og legið í leti í pottunum og skrafað við vinkonurnar um alla heima og geima. Við Anna vinkona fórum svo heim til mín og fengum okkur besta kaffi í heimi og með því. Eftir kvöldmat skrapp ég til Siggu vinkonu og fékk mér einn kaffi hjá henni. Kom heim og horfði á einn þátt í tellíinu og er svo að fara að sofa. Hér fyrir neðan er dúllmundur litli hans Ágústar bróður hann fær nafnið sitt 26 júlí svo hann gengur undir nafninu Dúllmundur Dúskson þangað til. Það verður gaman að vita hvaða nafn hann fær. Ég eiginlega get ekki beðið eftir nafninu hans því það er svo gaman að pæla í hvað hann gæti nú heitið. Ég óska ykkur þrifalegs þriðjudags og vona að lífið leiki við ykkur eins og mig :=) góða nótt INGA~~**~~
Hvað skildi hann verða þegar hann verður stór????
Bílstjóri ??já það gæti verið....Skemmtikraftur?? jamm gæti líka verið....
Hugsuður??? það myndi passa vel....
Kannski tölvunörd eins og pabbi??? jamm ekki ólíklegt...
eða bara dúlludúskur??? he he...
7 ummæli:
Sicken goding.....
Kramen mig i Norge.
Synne :D
Blir Magnor idag kanske....
gútsi gútsi gúts
sys
dúlludindil kallaði ég minn minnsta dreng hann hefur reyndar svo mörg nöfn Til hamingju með litla frændann algjört krútt
hí hí dúlludindill er flott...
Þetta er flottur frændi
Kveðja úr Hveró
þetta er nú meiri dúskurinn!...algjört æði bara..:)
Veiztu, ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
ok vilt þú af hánum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
ok gjöfum skipta,
fara at finna oft.
Sorry, bara svo þú getir lagað ef þú vilt..:)
Knús og klemma...thi,hi...
Algjör dúlla þessi drengur, fer einmitt að fá einn svona flottan frænda á næstu dögum, bið að heilsa úr rigningunni og rokinu í firðinum fagra(ekki mjög fagur akkurat núna)....
Skrifa ummæli