fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Mátti til....



að setja þessa myndir inn sem Jóhanna vinkona sendi mér af húsinu sínu og fleirum í götunni hennar þegar snjóaði sem mest.(viku eftir að ég var þar)Það er oft svo fallegt þegar búið er að snjóa þessum léttu stóru fiðursnjókornum sem kallast hundslappadrýfa. En ekki eins gaman ef fer svo að vinda eitthvað að ráði því þá sést ekki út úr augum...og ég held að það hafi eimitt gerst þarna stuttu síðar. Ég er enn heima með Hind veika hún er svona þokkaleg á daginn en rýkur svo upp í hita á kvöldin. Ég sem ætlaði í vinnu í morgun og Gísli ætlaði að vera heima en ég svaf eiginlega ekkert í nótt svo við ákváðum að skipta þessu og hann verður heima á morgun.( ef ég sef eitthvað komandi nótt) einhvernvegin er það þannig að ég hef aldrei sofið neitt þegar börnin mín hafa verið lasin ég er svo geðveik alltaf í hausnum og alltaf með varan á mér, ég held alltaf að það sé ekki í lagi með þau. Á tímabili sat ég bara og horfði á þau sofa.(Þetta er náttúrulega ekki í lagi). En jæja þetta var þá ekki meira í bili þennan daginn. Heilsur til ykkar sem vilja . Bless INGA


Í garðinum hennar.Hönnu...



Þetta hús ætti nú að rifja upp gamlar minningar fyrir Jóhönnu og Gúu...:=)


koma svo.. Ó Jósep Jósep.....




Flott flott nýja húsið hjá Guðrúnu...





Húsið hennar Jóhönnu.. það er eins gott að standa ekki mikið í dyrunum hjá henni :)






6 ummæli:

Sigga sagði...

JÁ JÁ þetta er ósköp fallegt, en það er líka komið N Ó G.

Nei þú ert náttúrulega ekkert í lagi *just the way I like it*

Knús Sigga

Goa sagði...

Fallegt...I know...en mikð djöfull er ég ánægð að losna við þetta. Hérna spíra laukarnir og bændur eru að taka upp kartöflur! Já, já...bágt á ég að bíða og bráðum...
Koma svo Hanna vera með!!!

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

jamm Vala ef þú ferð inn á heima síðunna þarna hjá mér til hægri hjá 1928.is þá sérðu nú ýmislegt sem þig langar í ... það versta er að hún er að hætta með þessa hvítu línuen það er eitthvað enn eftir á 50% afsl...kv iNGA
ps. Flott m/partýið

Hanna sagði...

Já stelpur mínar ég er komin með gítarinn í hendurnar, það vantar þig bara Gúa mín.....
Hanna Jósepsdóttir...

Nafnlaus sagði...

Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
(1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
(2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
(3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
(4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
(5) Ef þú vilt barn
(6) Þú vilt vera ríkur.