laugardagur, 16. febrúar 2008

Minningarorð


Núna í morgun kl 11 var amma mín Guðlaug Ingibjörg borin til grafar. Mér verður ósjálfrátt hugsað til þess þegar ég var barn og verið var að fara í héraðið til að heimsækja ömmu og afa. Það var tillhlökkunarefni eiginlega um hverja helgi að fara þangað. Þegar við komum var amma nær undantekningarlaust að baka pönnukökur, og við systurnar drifum okkur í að fá að setja sykurinn á.Afi sat í húsbóndastólnum sínum og beið eftir okkur. Amma gaf sér alltaf tíma til að leika við okkur systurnar og sat hjá okkur á gólfinu með heimatilbúið dót og lék við okkur tímunum saman,á meðan spiluðu mamma,bræður hennar og afi, manna eða gamla brids. Ef við borðuðum hjá þeim um kvöldið man ég að það voru yfirleitt lærasneiðar í raspi. Kannski er það þess vegna sem mér finnst það besti matur í heimi. Amma var að vinna lengi í Verslunarfélaginu. Sem fyrir mér var bara búð sem seldi nammi en var svo miklu meira en það. Stundum fórum við þangað og þá fengum við nammi og stundum fengum við smápening til að fara niður í Vegaveitingar sem var þarna rétt hjá til að kaupa okkur franskar sem var algjört nýnæmi. Þegar við systurnar vorum eitthvað ósáttar við okkar hlutskipti þá fór amma með okkur að stofublómunum sínum og sagði að við mættum ekki hafa svona hátt því að blómálfarnir væru sofandi. Þessu gleyptum við við og svo sýndi hún okkur þegar laufblöðin hreyfðust þá væru blómálfarnir að leika sér... Í dag vitum við betur en trúðum þessu þá . Þannig var að blóminn voru úti í glugga og ofn fyrir neðan svo þegar ofninn var heitur þá hreyfðust blöðin pínulítið. En þetta var nóg til að við sátum kannski tímunum saman til að reyna sjá þá. Amma var annáluð fyrir það hvað hún var frá á fæti langt fram á gamalsaldur. Hún vaknaði eldsnemma og hljóp út um allt til að týna upp rusl og gera snyrtilegt í kringum sig og heimilið sitt. Einnig var amma mikil prjónakona og bera börnin mín þess enn vitni og njóta enn góðs af sokkum og vettlingum sem margir hverjir eru orðnir 10-12 ára gamlir. Amma var alls ekki allra og þurfti ekki á neinum að halda að hennar sögn nema sínum nánustu. Hún flutti á Seyðisfjörð 1994 og lifði þar góðu lífi þangað til fyrir um 4 árum þegar heilsan fór að bila. Hún eyddi síðan ævikvöldinu á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þar sem reynt var að gera henni lífið bærilegra. Núna líður þér vel amma mín. Æskuminningar mínar um þig lifa í hjarta mínu. Mér þykir leitt að hafa ekki geta fylgt þér í hinstu hvíluna en ég veit að þú skilur. Skilaðu kveðju til afa og líka til Víðis sem ég náði aldrei að kynnast. Ég heimsæki þig í sumar og legg blóm með blómálfum á leiði þitt, afa og Víðis. Bless. ÞÍN INGA

5 ummæli:

Gusta sagði...

Falleg minningar orð hjá þér Inga mín gott að hlýja sér í minningar á svona stundum samhryggist þér bestu kveðjur Guðsteina

syrrý sagði...

http://www.youtube.com/watch?v=y7WqzE7g6kQ

Knús til þín

Nafnlaus sagði...

Samhryggist þér innilega Inga mín, falleg orð hjá þér og gangi þér vel í bumbubanaaðgerðinni, sjáumst svo hressar um páskana kærar kveðjur Lilja

Nafnlaus sagði...

Mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín og þinna Inga mín. Falleg minningar orð hjá þér.
Guð geymi þig.
kv.
Hilda

Nafnlaus sagði...

Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
(1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
(2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
(3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
(4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
(5) Ef þú vilt barn
(6) Þú vilt vera ríkur.