þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Millihurð og morkið veður!!

Jæja þá getur maður nú farið að hætta þessu sukktali og myndum. Fólk er farið að halda að ég haldi út einhverri djammsíðu en það var aldrei ætlunin...Ég sit hér núna og var að setja upp saltkjötið og baunirnar, jú því í dag er sprengidagur og ég er ákveðin í að éta á mig gat.. Þetta er ekki orðið eldað hjá mér nema á þessum eina degi svo ég má vel troða mig út á þessu. Það eru núna 2 vikur þangað til ég fer til Rvk í mjókkun svo ég ætla að njóta þess að borða góðann mat þangað til en allt í hófi þó . Maður fer nú varla að skemma það sem búið er að gera gott?? eða hvað?. Það var að bresta á skítaveður (kemur á óvart) djö.... er ég orðin þreytt á þessu. Alveg er ég viss um að ég var drottningin af Bahamas í fyrra lífi . ÉG HATA ÞENNAN SNJÓ!!! Þetta er að verða svo langt gengið að ég þoli ekki snjótittlinga og hugsa þeim þegjandi þörfina þegar þeir flögra hérna hjá.Þeir fá ekki meira að éta hjá mér. huh.. :) Hér fyrir neðan er árangurinn af viðgerð millihurðarinnar og er ég bara nokkuð sátt . Þetta á vel við allt sem hér er innanstokks. Bið um vor og velgengni. Bless INGA Tittlingahatari (snjó) :=)



Luktirnar frá Ágústi og frú, jólin 06-07 bara flottar...

Án póstanna er nú ekkert varið í þetta...


Já ég er bara sátt, þetta er alveg ég...



8 ummæli:

Hanna sagði...

Sæl Inga mín, flottar hurðarnar, ótrúlegt hvað póstarnir breyta miklu. Er búin að sitja fyrir framan tölvuna í fjóra klukkutím að gera verkefni í sjúkdómafræði(ekki alveg að nenna þessu) annars allt ágætt hér nema ég er ennþá að reyna að sætta mig við að þorrablótið er búið og hversdagsleikinn tekinn við, erfitt. Kveðja Hanna.

Gusta sagði...

Vá hvað póstarnir skipta miklu máli æðislega flottar hurðar, njóttu saltkjötsins Inga mín þetta er svo gott bestu kveðjur Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Blessuð Inga mín. Ég óska þér góðs gengis í mjókkunaraðgerðinni. Allt gekk vel hjá mér og mér líður ekkert smá vel og á eftir að líða ennþá betur. Við verðum að vera í bandi eftir að þú ert komin heim. Bestu kveðjur að austan. Ágústa

Nafnlaus sagði...

Já Hanna við verðum að bíta í það súra epli að allt er búið í bili...Guðsteina takk fyrir síðast á ekki að fá sér saltkjöt og baunir í kvöld...
Og Sæl Ágústa gaman að heyra frá þér og flott að allt gekk vel . ég er bara orðin spennt að fara og líður ljómandi vel með það allt. Verðum í sambandi kv INGA

Gusta sagði...

að sjálfsögðu er saltkjöt og baunir á Norðurbraut eldað einu sinni á ári nammi namm já takk fyrir síðast hlakka til að hitta þig í bænum þegar þú kemur í aðgerðina kv Guðsteina

Berglind sagði...

æðisleg hurðinn og glugginn, þetta er greinilega málið, og mikið verður gaman að sjá þig mjóa vona að allt gangi vel. knús Berglind

Sigga sagði...

Það er misjafnt hvað mennirnir hata...hefði þó ekki giskað á þetta.

HURÐIRNAR ÆÐISLEGAR !!!!

Kveðja Systir

Nafnlaus sagði...

Mig langar að segja þér þetta, það var móðir mín, sem kynnti mér lækninn þegar hún komst að því að ég átti svo mikið vandræði í hjónabandinu, sagði hún mér þá að hann hafi hjálpað henni svo mikið að það var þess vegna að ég hafði samband við hann til að vera hélt að hann leysti líka vandamálið frá því þá er ég reiðubúinn að ég lofa því að ég muni halda áfram að deila vitnisburðinni og ef einhver er þarna úti í gegnum sambandi við erfiðleika ætti að hafa samband við DR JAZAZA með tölvupósti sínu: drjazazasolution @ gmail.com eða WhatsApp +1(209)837-3537
Hann sérhæfir sig einnig í eftirfarandi vandræðum
(1) Ef þú vilt þinn fyrrverandi bakvörður.
(2) ef þú hefur alltaf slæmt drauma.
(3) Þú vilt vera kynnt á skrifstofunni þinni.
(4) Þú vilt konur / menn að keyra eftir þér.
(5) Ef þú vilt barn
(6) Þú vilt vera ríkur.