Þá er nú síðasta vinnuvikan runnin upp og er ég komin í veikindafrí frá og með næsta mánudegi.. Það skiptast á skin og skúrir í hausnum á mér þegar líður að þessu. En ég held haus og dríf mig og vonast eftir að að allt gangi vel. Er svosem búin að heyra frá fjölda fólks sem á sér orðið nýtt og betra líf. Ég ætla svoooo að vona að ég fái heilsuna ja allavega 70% til baka þá er ég glöð. Og geti kannski hætt að éta eitthvað af þessum lyfjum. Hef verið dugleg að synda og fer allt upp í 5 sinnum í viku en hef ekkert komist síðustu 10 daga. Ég finn verulega fyrir því bæði andlega og líkamlega, Það verður synt alla þessa viku eins og moth...fo#$% . Ég setti inn myndir um hvernig ég vildi ekki vera og hvernig ég vill alls ekki .Ég held hún sé þunn þessi gullna lína sem fara á eftir. Hef heyrt um að fólk hafi farið of langt í þessu ferli og af öðrum sem ekki hafa náð góðum árangri. Annars hef ég oft velt því fyrir mér, ætli maður sé nokkurn tíma ánægður?? Nei ég spyr..Ég er búin að losna við 17,5 kg núna og jú ég finn það alveg, en ég hef líka verið 25 kg léttari en ég er núna og ég man ekki betur en mér hafi fundist ég ógeðslega feit þá líka...Ég held þetta sé allt í hausnum á manni, að maður verði að hafa hausinn alltaf í lagi til að gera hlutina almennilega...Er einhver þarna úti með skoðun á þessu ?? myndi alveg vilja heyra... Bless í bili. INGA undarlega:=)
Ætli þetta sé ekki millivegurinn sem maður fer í megruninni.HA HA HA HA HA...
11 ummæli:
Sæl Inga.
Ég skil þessar vangaveltur þínar um aðgerðina og allt sem á eftir kemur. Þannig var það hjá mér líka. En ég veit að þú stendur þig vel, mér finnst bloggið þitt segja mér það. Þetta er spurning um jákvætt hugarfar og að vera búin að undirbúa sig vel hvernig maður hagar sér þegar aðgerðin er búin og heim er komið.
Ég styð þig 100 % Inga og veit að þetta gengur vel.
Verum í sambandi.
Baráttukveðjur að austan.
Ágústa
Hæ Inga mín þú ert flottust hvernig sem þú ert spurningin er held ég að vera jákvæður og bjartsýnn þá gengur allt vel og þar sem þú ert það þá á þér eftir að ganga vel fæ vonandi að hitta þig þegar þú kemur í bæjinn bestu kveðjur Guðsteina
Sammála Guðsteinu þú er ert alltaf jafnflott, en svo framalega sem manni líður vel og er jákvæður þá gengur allt vel, gangi þér vel dúllan mín, svo gefur þú mér öll feitabollufötin þín þegar þú ert orðin mjó. knús Berglind
Veit að ég get ekki ráðlagt þér neitt um hin gullna meðalveg..... allavegana þá siptir hugarástandið svo miklu og ef þú ert tilbúin í þetta.. þá er ekkert annað enn "go for it" stið þig hundrað prósent í þessu öllu Love love,, Inga Hanna
Ætli þetta sé ekki svipað og þegar ég er að reyna að hætta að reykja. Maður er að hugsa um heilsuna. Langar mann að enda í hjólastól eða eitthvað þaðan af verra, hvort sem það er vegna offitu eða reykinga?? Held ekki.
Mig langar að geta farið út að labba með barnabörnin en ekki þau með mig.
Að létta álaginu af kroppnum er númer 1 fyrir þig held ég og allt annað er bónus.
Heyrumst Sigga syst.
Ef sálin er sátt eru allir vegir færir!
Ég á vinkonu sem:
alltaf...
hefur tíma að þurrka tárin mín
sem alltaf...
breytir sorg minni í gleði
sem alltaf...
gefur mér trú á tilveruna
sem alltaf...
hefur tíma í að vera vinkona mín
Hún heitir Ingibjörg Heiðdal!!
Ef einhver getur þetta þá ert það þú!
Ég er svo stolt af þér...alltaf!
Knús og baráttu kveðjur!!!
Verð nú að vera sammála öllum hér á undan. Þú ferð létt með þetta. Þekki eina sem er nýbúin í svona aðgerð og það er langt síðan ég hef séð hana svona ánægða. go girl.
kveðja Syrrý
Vá Inga ég get nú ekki orðabundist
þú ert svo rík af vinkonum og frá þeim stafa svoooooo góðar hugsanir að það getur ekki annað en gert þig sterka og bjartsýna á nýtt líf með góðri heilsu . Gangi þér ávalt sem best Inga mín núna sem og alltaf.
Ástarkveðjur
úr Mosó :)
Sæl Inga...Það er svo eðlilegt að þú veltir þessu fyrir þér...
en aðalmálið er að manni líði vel og þess vegna ertu að fara til að endurheimta heilsuna,hugsaðu um það!!!...Inga stið þig 100 prósent!!!Go forit og gangi þér vel...sjáumst hressar í skólanum
baráttu kveðjur Vala
Sæl Inga mín, já það er alltaf þessi gullni meðalvegur í öllu og auðvitað er þetta spurning um hugarfarið(vera jákvæður) og halda áfram að hreyfa sig það skiptir öllu finnst mér( manni líður svo miklu betur með allt) drífa sig í ræktina, sundið eða það hvað sem maður gerir....
Ég held líka að þú sért vel undirbúin fyrir þetta allt Inga mín og þetta á allt eftir að ganga vel hjá þér, ekki spurning. Kveðja að austan.
sæl inga, ég vil byrja á því að senda þér og öllum í fjölskyldunni, mínar innilegustu samúðarkveðjur, ég var að frétta það í gær að amma þín væri dáin. Ég ætla líka að senda þér baráttu kveðjur að norðan og gangi þér vel í aðgerðinni.
kveðja.
Helga
Skrifa ummæli