Nú blæs vindurinn endalaust og allir orðnir hálf geðveikir innandyra. Ég tala nú ekki um sjálfa mig sem er búin að vera yfir veiku barni í 5 daga. Ég þjáist orðið af súrefnisskorti og þó ég vildi fegin fara út í göngu þá hefur það ekki verið í boði vegna veðurs...Fór reyndar áðan og gerði víðreist til vinkvennanna og er búin að drekka svo mikið kaffi að ég gæti byggt blokk á no time svo mikið koffin er í kroppnum á mér núna. Þörfinn fyrir því að detta íða núna er engin (fjandinn) það hlýtur að vera kaffinu að kenna... Jæja ég dett þá bara í það á þjóðhátíðinni næst :=) Ég var svo ánægð með manninn minn áðan ..þegar ég kom heim þá var hann búin að moppa allt og taka til á skrifstofunni og takið eftir ÁN ÞESS AÐ ÉG ÞYRFTI AÐ BIÐJA HANN UM ÞAÐ... Þetta er kannski að takast ,þrotlaust uppeldi á kallinum er farið að borga sig. Hmmm þarna er kannski komin ástæða til að fá sér í glas í kvöld og halda upp á það...ætli það endi ekki frekar með því að maður glápi á imbann og fer svo að sofa hálf heilalaus.
Datt í hug að sýna ykkur myndir úr herbergi Hindar.. Hún er reyndar ekkert ánægð með það lengur . Langar í breytingar ,ekki svona mikið bleikt . Hún er að gelgjast eitthvað þessa dagana. Annað hvort er það litla snúllumúsin hennar mömmu sinnar eða þá er það "róaðu þig kona" ef maður segir eitt orð vitlaust... :=) jæja ég bið að heilsa ykkur í bili og þið sem eruð að fara á djammið. það er ógeðslega hált úti hvar sem er á landinu so take care.. INGA uppþornaða...
Krulli Púðla er búin að liggja með henni öll veikindin og hefur bjargað mörgu...
9 ummæli:
hæ hæ dúllu herbergi hjá Hindinni þinni ég er að fara á þorrablót aftur í Hafnarfirði er ekki alveg að nenna því okkur er alltaf boðið á ég ekki að vera edrú Inga ?hvað finnst þér það er svo þæjó að vera á bil en lika leiðinlegt að vera á balli með fult af fólki edrú veit ekki hvað ég á að gera..............
auðvitað detturðu í´ða það er ekki spurnig... það á aldrei að fara á þorrablót edrú!!!!!!!!!!!
okey takk takk geri þá það :)
Já þær virðast vaxa uppúr þessu bleika tímabili og gelgjast í leiðinni = merki ??? Gaman fyrir þig að fá að arkitekta aðeins í herbergi dóttirinnar hehe
ef þú færð að ráða einhverju!!! Og ef kallinn þinn tekur að sér að moppa hús endilega hafa samband, nóg af hundahárum hér.
he he
http://www.youtube.com/watch?v=iDMqFvh5Lcs
Fallegt?
mjög svo...
Flott hjá Hindinni. Sá ekki betur en að glitti í gömlu dúkkuna þína innan um dúkkuhausa :)
Þá veit ég það, að ég er greinilega ekki ofarlega á heimsóknar listanum þínum. Því að þú komst ekki til mín um helgina uhuhuhuuuh....... en vonandi sé ég þig fyrir aðgerð!!! Þangað til þá bæ bæ Inga Hanna
Skrifa ummæli