Gott kvöld . Var að koma úr heimsókn, klukkan að ganga 11... og ég orðin sybbin, síðasti vinnudagur á morgun.... semsagt allt að ske.Hef svosem engar fréttir, maður fer ekki á flug í pistlaskrifum nema öðru hvoru og þá rennur upp úr manni vitleysan. Datt í hug að sýna ykkur inn í helgidóminn. Mér hefur alltaf liðið ljómandi vel bæði á degi og nóttu í þessu herbergi en núna langar mig að fara að breyta hér.... í guðsbænum ekki segja manninum mínum það.... hann gefur út veiðileyfi á mig ef ég minnist á framkvæmdir þar líka. Þarf að fara að sanka að mér einhverjum myndum og skrifa pistla í kringum þær.. En er samt búin að ákveða að leyfa ykkur fylgjast með mér og líðan minni eftir aðgerðina. Var jafnvel að spá í að fá að taka með mér myndavél á skurstofuna og biðja einhvern aðstoðarmanninn að taka myndir af mér og genginu að störfum ... Hvernig lýst ykkur á það ?? Ætli ég fái leyfi fyrir því.? En jæja hér fyrir neðan sjáið þið skeiðvöllinn en engan að störfum þar... :=) góða nótt INGA undirgefna.(yeah wright)
rómantísk rúmmynd...
4 ummæli:
Það eru einhver tæki í öllum stærðum og gerðum í kistunni þinni, ég vil fá bingólottóbolinn. Þetta er sætt herbergi sem þú átt þarna.
Ég held að það sé þarna sem "latex" gallinn hans Gísla er geymdur!!
Fínt herbergi!
Love...
Tja það kæmust nú nokkrir hundar fyrir í þessu rúmi. Já mér líst vel á að þú takir myndavélina með á skurðstofuna hehe. ( Gætu verið myndalegir læknar þarna) Það er ekkert í koffortinu þú notar það til að setja púðana í það.
jæja þið hugsið þarna fyrstu tvær á sóðalegan hátt þykir mér... og þetta kallar maður vinkonur sínar. Engin ykkar fær nein verðlaun... Þó að hundakonan ógurlega hafi verið næst því... Því að púðar eru úr efni og það eru efni og föndur af ýmsu tagi þarna ofaní..:=)Syrrý þú færð 4**** fyrir viðleitni og ósaurugan hugsunarhátt.INGA
Skrifa ummæli