miðvikudagur, 30. janúar 2008

Þorrablótið. Partur 1.

Já hann rann upp bjartur og fagur dagurinn sem það allt átti að gerast.. Þorrablót Seyðfirðinga og ég mætt. LOKSINS..Dagurinn fór að mestu í hangs en hafði mig svo í sturtu og fór aðeins til Siggu. þar horfðum við aðeins á friends. Það má ekki gleyma þeim alveg.Fór síðan heim og málaði mig ,greiddi og fór í mitt fínasta púss... af öllu því gamla sem ég átti var ég bara nokkuð ánægð. Fór yfir til Mæju og greiddi henni .Hún var svo flott í 40 ára gömlum síðkjól af mömmu sinni. Leiðin lá síðan í Herðubreið nánar tiltekið íþróttahúsið þar sem félagsheimilið var löngu sprungið vegna fjölda á blótinu. ( skildi það vera út af mér) En yfir 400 manns sóttu blótið og er það miklu meira en nokkru sinni áður.myndirnar tala svo sínu máli . Ég verð að hafa þorrablótsdaginn part 1 og 2 og kannski 3 því það er svo mikið til af skemmtilegum myndum... Bæ í bili INGA harðjaxl og ferðagúrú.



Seyðisfjörður kl 14:00 þann 26.janúar 2008.
þið tvær eruð ekki velkomnar í eyjarnar um þjóðhátíð!!! svo það sé á hreinu...

Sigríður systir mín hin brjóstgóða,,,, hvar er Tóti?? ert ekki að skoða drengur...


Halli,Aldís og ég veit ekki meir...???

ég,Lilja og Guðsteina...

ég ,Jóhanna og Erla Dögg...

ég og Jóhanna...
Aldís og Vignir...í góðum gír

Böggi, Simmi og Hreiðar sálugi...:)


bræðurinir Ormson, Simmi og Böggi...

borðhaldið hennar Siggu sys... en ég sat ekki þar...

Erla Dögg,Jóhanna,Guðsteina og Sigga komnar í selskapsklæðnaðinn...

















10 ummæli:

Sigga sagði...

... Ingibjörg þetta er Gulli Stellu.
Annars lítið um þetta að segja, knúsi knús, systa.

Gusta sagði...

Hæ voðalega ertu vond við okkur Lilju Inga mín að vilja ekki taka á móti okkur á þjóðhátið einhverntímann það væri nú gaman, ég var hissa að þú þekktir ekki Gulla Stellu bestu kveðjur frá kuldabælinu Hafnarfirði

Nafnlaus sagði...

Mér finnst ég bara aldrei hafa séð þennan mann áður það vantar ljósa krullaða hárið..og jú þið Lilja getið komið á þjóðhátíð í sundur... þegar þið eruð orðnar fimmtugar ekki fyrr. Hvað er að frétta af Hreiðari sáluga?? :)

Nafnlaus sagði...

Jæja Inga mín!!!!!! Aðalbílstjórinn er móðgaður.... engin mynd af honum...... kannski var hann ekki á þorrablótinu... ææææ jú man núna, hann var frammi í andyri. Love, love Inga Hanna eiginkona aðalbílstjórans

Berglind sagði...

Ekki verið að taka mynd af mér heldur!! aðal manneskjunni sem hélt þessu blóti uppi ekki var ég hangandi fram í andyri eins og sumir sem ég hitti ekki fyrr en hálf tvö þegar ég var að fara heim.Inga Hanna ég bið að heilsa tvöfalda afanum hann hefur alltaf vinninginn í þessu máli. og ingibjörg var verið að skrönglast heim um hádegi?????????

Gusta sagði...

hæ allt gott að Hreiðari sáluga er enn að jafna sig af þessu, æ hvað ég er feginn að þú gefur grænt ljós á þjóðhátið við mætum eftir 11 12ár ef við lifum settu nú myndir af Ingu Hönnu greiið og Agga þau voru nú svo sæt

Nafnlaus sagði...

ég á enga mynd af skólabróður mínum nema af bekkjamyndunum ... hann yrði nú ekki áægður með það...honum er nær að reykja svona mikið og missa af myndatökunum.. :)

Nafnlaus sagði...

Var að fara yfir allar myndirnar sem eru yfir 100 og ekki á einni einustu er Agnar Hjálmarsson. Hann hefur bara ekkert verið þarna. Inga Hanna ertu viss um að hann hafi keyrt okkur austur en ekki Hjálmar ég á eina mynd af honum..!!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast Inga mín og gott að þú ert komin heim heil á húfi. Það er ekki ennþá búið að þurrka brosið af andlitinu á mér, þetta var svo hrikalega gaman....
Fæ að misnota aðeins bloggsíðuna þína og þakka Ingu Hönnu og Agga fyrir síðast(var ekki með netfangið hjá þeim)og það er víst mynd af Agga ekki kannski á þorrablótinu heldur á föstudagskvöldinu. Jæja bið að heilsa í bili og Inga þú tókst þig bara vel út með húfuna mína....sammála.

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga mín og takk fyrir síðast, hrikalega var gaman. Ég skil nú ekkert í þér að vilja okkur Gustu ekki á þjóðhátíð aftur og það saman það var nú svo svakalega gaman :) Ég var bara að frétta af þessari síðu í gær og varð auðvitað að kíkja, mjög gaman að skoða, bið að heilsa öllum hjá þér kærar kveðjur Lilja Fin.