Góðan daginn !! þá eru jólin komin endanlega niður í kassa hjá mér en úti verða víst einhver ljós út Janúar ... eða til 23. jan það voru tilmæli bæjaryfirvalda og er það bara flott.Þá verður allavega ekki eins dimmt yfir.Annars snjóaði hér aðeins í nótt svo að það var fallegt um að lítast í morgun og allt miklu bjartara. Enn erum við heima ég og Hind vegna slappleika hennar en hún er hitalaus svo ég held ég drífi mig í vinnu á morgun. Þegar ég var búin í sundi í gærkvöldi þá skrapp ég til Siggu vinkonu. Hér áður fyrr þegar ég var að vinna eftir hádegi var ég vön að skreppa til hennar á kvöldin en eftir að ég byrjaði á morgnana þá hefur syfja mín ekki leyft það. Það var eins og við hefðum ekki hist í aldarfjórðung svo mikið töluðum við og ég drakk náttúrulega kaffibolla eins og mér væri borgað fyrir það enda sofnaði ég ekki fyrr en 04:30... Það borgar sig ekkert að vera að fara í neinar heimsóknir á kvöldin ég er búin að komast að því..Geisp zzzz...Það verður nóg að gera hjá mér um helgin. Þorrablót, afmæli og skírn.. Já hún Þórey vinkona ætlar að halda upp á þrítugsafmælið sitt (það var mikið að hún lufsast inn á fertugsaldurinn krakkaskíturinn sá arna.) Og svo ætlar hún að skíra gullmolann litla sem ég held að eigi að heita Ingibergur Heiðdalur Friðriksson. ( guð minn góður þetta er skelfilegt) nei ég er viss um að hann fær eitthvað krúttlegt nafn sem hentar honum vel. Hann gæti borið mörg nöfn bæði stór og lítil hann er svo flottur, eins og sjá má hér fyrir neðan. Sjáiði hvað hann er mannalegur þarna ekki vikugamall. Svo eru þarna tvær myndir af nýju myndinni minni kominni upp á vegg. Hvernig finnst ykkur þessi uppröðun mér fannst þetta eiginlega koma best út. En ég var ein að þessu ( gat ekki beðið lengur) svo kannski er flottara að hafa þær öðruvísi... Anna Lilja hjálp.. Jæja það er best að fara að sinna lasarusi hún er svöng og þá er henni að batna.. Passiði ykkur í hálkunni . koss til allra sem vilja. INGA
Litli stúfurinn þeirra Þóreyjar og Friðriks...í samfellunni frá Ingu ömmu :)
6 ummæli:
Sælar Inga mín.
Vá hvað myndirnar koma vel út, hver er eiginlega listamaðurinn sem gerir þetta muhahahahahaha.
Nei í alvöru þetta kemur mjög vel út. Þú ert svo smekkleg, hélst þú gætir þetta ekki án mín, vitleysa.
Er mjög ánægð með þetta. Er svolítið farin að langa að gera fleiri stórar en ætla nú svona aðeins að leyfa árinu að fara af stað fyrst. Og ji hvað hann litli pjakkur er yndislegur, bara flottur. Heyrðu verðum að fara að hittast yfir kaffibolla.
Kær kveðja af Illó
...þessi upphenging (örugglega orð)er flott. Annars er ég ekki sú besta að gefa svona ráð. Þegar ég flutti þá lét ég Jóhönnu vinkonu setja allt á veggina hjá mér. Ég á það til að hengja allt svo hátt, það hefur sjálfsagt eitthvað með það að gera að ég er svo hávaxin *Önnu Lilju hlátur*
Stefnumót í símanum í kvöld áður en ég fæ fráhvarfseinkenni, þakki.
How is my personal shopper doing ??
Hálfur mánuður í blót.
Kveðja Siggs
Hæ elsku Inga og gleðilegt ár
Ég er búin að fylgjast lengi með síðuni þinni , hún er frábær.Fyrirgefðu hvað ég er lengi að telja í mig kjark að skrifa..
Myndirnar þínar eru geggjaðar.
Sigga mín er bara niðurtalning á blótið........Verður svona gaman???
Inga mín rosalega ert þú dugleg alltaf að synda .. Reykjalundur hefur
heldur betur komið þér á stað... FRÁBÆRT. Ástarkveðjur
Gleymdi að skrifa undir ...ha ha
kveðja Hilda
velkomin í spjallið Hilda mín og gleðilegt ár... á að skella sér á blót austur?? það hanga allir á mér núna en ég er svo heppin að vera að deyja úr hræðslu við flugvélar svo ég fer ekki fet... en kem til Reykjavíkur 18 feb í 2 vikur ég kíki á þig þá... vona að þú haldir áfram að kvitta fyrir kíkið og ég bið að heilsa bóndanum þínum. Segðu honum að bíta í (%/&%# á sér frá mér :)
og Sigríður sullskór!! ég fer á stúana eða stúfana í dag og reyni að kíkja á eitthvað en það er ekki enn byrjuð útsala í Flamingo...kveðja kvikindið!!
Skrifa ummæli