Gott kvöld gott fólk!
Það skiptast á skin og skúrir þessa dagana. Núna er sem sagt 6 stiga hiti og rigning og eyjan er gjörsamlega á floti. Það tók því nú að vera snjóa þessu öllu saman bara til að það rigni í burtu 5 dögum síðar. Gullna spurningin er : hver stjórnar þessu?? já maður spyr sig... hver nennir að standa í þessu.? Er það hin svokallaði guð? eða er það einhver sem við þekkjum ekkert og aldrei hefur til spurts?? Þetta er og verður alltaf ráðgáta... gæti nú samt auðvitað spurt Ara Trausta eða Sigga storm þeir vita áreiðanlega hvaðan þessi mokstur úr háloftunum kemur eða vatnsflumur. Við Hind fórum út í fyrsta skipti í dag eftir flensuna hennar. Hún er hvít sem hversdagleikinn sjálfur en vonandi nær hún að fá roða í kinnar sem fyrst. Ég segi það nú að þegar þessi börn og já fullorðnir líka, verða veik þá er oft þannig að manni vantar hreinlega súrefni og ferskt loft til komast út úr eymdinni og volæðinu sem fylgir því að vera veikur. Nú eru allir greinilega að fara búa sig undir þorrablót Seyðfirðinga. nóg er allavega um það rætt á blogginu mínu og svona verið að íja að því að maður þurfi nú að fara að mæta... Já já já ég kem næst.. eins og ég segi reyndar alltaf. En það hlýtur að fara að koma að þessu hjá manni. Ekki er það fyrir að mig langi ekki. Ég svo sem fæ nú alveg fílingin fyrir þessu því hér er ég eins og útspýtt hundsskinn hlaupandi út um allan bæ að finna kjóla og fylgihluti handa mæðgunum Guðríði og Siggu. Kíkti reyndar í dag í Flamingó á útsöluna og var svona að spá í að kaupa mér eitthvað flott þar, svona kannski nr 14 því ég er náttúrulega að fara að grennast en geri mér ekki alveg grein fyrir hversu mikið... svo ég skoðaði bara og skoðaði fannst allt eitthvað svo lítið svo ég keypti mér bara armband. :) Það passar allavega út árið (vonandi)
jæja . Ég heyri í ykkur fljótlega . Á svo sem engar myndir til að sýna akkúrat núna en það lagast með hækkandi sól og kannski nýju eldhúsi.:) Kveðja INGA
5 ummæli:
Sko á næsta ári er ÉG ekkert í nefnd og verður ekkert gaman nema ég verði kosinn aftur því ég er svo skemmtileg og ég búin að leggja til að verði gert, svo þú átt að koma NÚNA til öryggis. sjáumst á blóti. eða blótum bara
...stórt er spurt. Treystum bara á Ara Trausta og Sigga. Of mikið að fara í dýpri pælingar núna.
Já takk Ingan mín fyrir búðarrápið, það er svona þegar sveitalarfinn langar að klæða sig upp þá þarf að bregða sér af bæ eða eiga góða að.
Knús, systir
koma svo...blogga!!!
nei annars vertu ekkert að koma það eru komnir alltof margir um 360 manns, aldrei verið svona margt það þarf að stækka herðubreið eða eitthvað, það hefur greinilega heyrst að ég sé í nefnd,þú kemur bara næst þá verð ekkert svona margir. kv frá sjálfsálitinu.
Mér finnst nú alveg ófært að þú látir ekki sjá þig, ég ætla að mæta á blótið með bóndann í taumi, fór í fyrsta skiptið á blót á Seyðis í fyrra (í ca.20 ár) og er nú orðin áskrifandi:)
kveðja
Helga
Skrifa ummæli