Já dagurinn byrjaði ömurlega. Þið munið að ég var svo hæber í gær enda hafði ég synt og synt en gleymdi að segja ykkur það að ég fór svo til vinkonu minnar og drakk 3 sterka kaffibolla hjá henni. Ég er að segja ykkur það að ég sofnaði kl 06:15 í morgun!!! og var vakin kl 11:15 með símhringingu. Ég var ekki glöð... En nóg um það það var tekið forskot á þrettándagleðina og hún færð sem sagt til kvöldsins í kvöld. það var allt saman mjög gaman eins og myndirnar bera með sér. Það var líka grímuball í dag þar sem mæðgurnar drifu sig saman sem belja og mjaltakona. Það sló auðvitað í gegn því ekki er hefð fyrir því að foreldrarnir séu líka í búning. Svo við stóðum í fyrirsætustörfum fyrir hina og þessa ljósmyndara ... rosa fjör.En ég er mett í bili.Passiði ykkur á nóttinni þar leynist margt. knús INGA
Beljan og mjaltakonan á leið á grímuball... auðvitað þurfti mamman að fara í búning... ( skyldi hún vera leynidragdrolla í frístundum ??) henni finnst svo gaman að klæða sig í búning og notar hvert tækifæri...
Já mjaltakonur kalla nú ekki allt ömmu sína...
Hún hvergi bangin en sjáiði svipin á pabbanum... thí hí
Vigdís Hind í góðu yfirlæti hjá kertasnýki...
og hjá gáttaþef og kjetkrók...
Elfar Franz vinur minn var hvergi hræddur, hvorki tröll né jólasveina...
þetta er hún Gauja litla... hún er um 2.5 meter og 4 á breidd...
Völustallur og Bóla...
grýla alveg kolvitlaus (fullt af fólki jafnt börn og fullorðnir skíthræddir við hana)...
skrautlegir vagnar koma svo óskapnaðinum upp á malarvöll...
marsering trölla inn á völl...
glatt á hjalla þegar allir voru á leiðinni upp Illugagötuna...
sungið og trallað á kerrunni á leið á völlinn...
5 ummæli:
.....já það fór ekki fram hjá neinum að það var gaman í gær, EKKI EINU SINNI SEYDFIRÐINGUM !!!!
En allt í lagi með það ég var bara svo sybbin að ég kveikti ekki á neinum perum og var ekki viss hvort mig var að dreyma eður ei og er ekki einu sinni viss um hvort þú eða maðurinn þinn stóð fyrir þessu símtali.
En nóg um það. Hef einu sinni verið á þrettándanum í Eyjum og það var alveg frábært. Þvílíkt show fyrir börnin.
Þú og Hindin óborganlegar á grímuballinu. Þó hefði ég verið til í að sjá búningunum svissað, híhí
Jæja út að skokka ble ble
þú ert svo mikið kvikindi...ég að vera eins og belja, og ég að fara í bumbustrekkingu.....uhuhuuu,uhhuuhhu...þú komst mér til að gráta ég vona að þú verðir spykfeitt og hundleiðinklegt gamalmenni...gott á þig tjúkkubom
Greinilega fjör í Vestmannaeyjum.
Þú tekur þig vel út sem fjósakona.
( Gæti kannski komið þér í vinnu í fjósinu á næsta bæ) Flottar mæðgur.
Takk fyrir gærkveldið mín fagra. Og já þrettándinn var rosalega flottur í gær, æðislegt veður. Vildi bara prufa að rita eitthvað hér kv Inga Hanna
ER alltaf allir í stuði í Eyjum???
flottir búningar!!!
kveðja
Helga
Skrifa ummæli