þriðjudagur, 8. janúar 2008

Gerilsneydd krabbameinsskoðun!!

Jæja þá er nú loksins runnið af mér. þetta var nú meiri törnin....nei grín. Það var svo gaman á þrettándanum hér að ég fann ekki hjá mér þörf til að skrifa fyrr en núna. Ég er hér heima með Hindina mína veika eða ég veit ekki hvað þetta er. Hún grét í alla nótt og var svo illt í fótunum og í höfðinu svo ég hélt náttúrulega að hún væri að fá einhverja flensu og væri með beinverki en svo er hún miklu hressari í dag en í nótt....Ég fór í krabbameinsskoðun í morgun. það er alltf jafn sérstök tilfinning.... svo get ég ekki að því gert að ég er alltaf alveg að fá hláturskast þegar ég fer í brjóstamyndatökuna.Þetta er í annað sinn sem ég fer í hana síðast hló ég svo mikið að það var orðið vandræðalegt. Þegar búið er að troða keppnum þarna inn í þetta tryllitæki og flatt út eins og pizzabortn þá get ég ekki að því gert að þetta er með því fyndnara sem ég hef séð. Margar tala um hvað þetta sé vont, en hjá mér er þetta bara fyndið.Það er svo sem ekki mikið að frétta þessa dagana ég nenni ekki að taka niður allt jólaskrautið mér finnst eins og ég sé flutt í einhverja gerilsneydda glerkúlu þegar allt er horfið.Sjáiði bara hér fyrir neðan það er nú ólíkt hlýlegra að hafa þetta áfram t.d fram í apríl. Ég meina hér er sumarið rúmlega 20 mínútur á ári eða þar um bil... Niðurstaða : jól: september - apríl, sumar: maí -ágúst. bið að heilsa ykkur í bili.Þið þarna sem eruð að fara á í krabbameinsskoðun. Góða skemmtun!!! ha ha ha


um jólin.... æ þetta er nú hlýlegra...
eftir jólin...æ ég veit það ekki....

um jólin.... voða líflegt


eftir jólin... soldið eins og gerilsneitt...



9 ummæli:

Gusta sagði...

hæ ég finn fyrir tómleika þegar allt jóla jóla er farið, en nú er tíminn að hlakka til að fara austur á þorrablót hitta þig í feb svo stittist í vorið langar I ngu ekkert að rasa út fyrir aðgerð ? bless í bili Guðsteina

Nafnlaus sagði...

er að fara að rasa út um helgina ætla að láta það duga... enda ekki hægt að rasa út með þér og þínum það eru alltaf teknar upp heimildamyndir af því :)

syrrý sagði...

Um að gera að hafa jóladótið sem lengst í skammdeginu. Reyndar fékk jóladótið að fjúka í gær hjá mér nema seríurnar, þær verða uppi þangað til að þær gefa upp andann eða hundarnir kála þeim. Enda finnst mér svo notalegt að hafa þær hérna í myrkrinu.

Sigga sagði...

mér finnst nú alveg jafn flottur eftirjóla fílingurinn.

Já það verður spennandi fyrsta flatkökuskiptið hjá mér í haust. Bíð spennt.

Knús systa

Nafnlaus sagði...

Sælar!!veistu ég er alveg sammála þér að geyma það að taka jólin nyður...en ég er búin að taka alla jólasveina og soleiðis en ljósin fá sko að vera allavega út janúar...en ef þú myndir setja eina sæta hvíta serí með eftir jólin glugganum yrði hann algjört æði "fíla hann mjög vel alveg í mínum stíl"....sjáumst!!kveðja vala

Goa sagði...

Ef að þú myndir setjast í gluggann...yrði hann æði!!!

Flott, flottara, flottast!!
Svo fer ég bara að hlakka til að fara í bobba skoðun...veit nú samt ekki alveg hvernig á að vera hægt að draga tessar tuttlur eitthvað...*hugs*
Kramar frá K.Valda

Gusta sagði...

hey að taka fínar heimildamyndir er maður skapa minningar við hlæjum að þessu síðar en það er nú andsk gaman að djamma saman samt er það ekki? þó ekki sé oft sem það skeður

Berglind sagði...

ljguðmunda geirvarta þú ert alltaf eins en sammála samt með jólin þau mega vera fram í apríl mín vegna og þú mátt líka vera vera í glugganum þínum inga mín en engum finnst hlægilegt í brjóstaskoðun nema þér og það var þér líkt,ég get ekki beðið.

Berglind sagði...

ekki veit ég hvað þetta lj er að gera þarna fremst í kommentinu fyrir ofan kannski draugurinn