Já góðann daginn!! Þunnhildur Heiðdal hér... nei nei þetta er nú ekki svo slæmt. En dagurinn í gær var hreint út sagt frábær. Lítill sólargeisli fékk nafnið Alexander Örn sem fer honum svo vel...Frábær veisla á eftir .Svo varð Þórey (mamman) þrítug líka svo að það var mikið um dýrðir. Eftir þá veislu var farið í greiðslu með Nönnu vinkonu og vorum við voða fínar og sætar... Hist var svo kl.18:00 hjá Nönnu og Óttari fengið sér í glas og spjallað, 18 stykki af manneskjum samankomin... bara gaman. kl 20:00 var svo farið í Alþýðuhúsið til að borða úldinn mat og drekka brennivín... Þetta hlómar kannski ekki vel en gaman var það.Ég kom svo heim um 03:30 í nótt og skreið dauðþreytt upp í tölvustólinn og tók einn leik áður en ég fór að sofa... thí hí. Já þið sjáið það að ég var ekkert ofurölvi. En þreytt var ég í dag þegar ég vaknaði og gat ekki um annað hugsað en veisluna hjá Þórey í gær. Svo ég brölti á fætur og fór og fékk mér afganga. Nú sit ég hér bráðhress og skrifa en finn að ég verð að fara fá mér eitthvað að drekka svo ég hætti núna.Furðulegt hvað maður þarf mikið að drekka daginn eftir. Eins og maður drakk nú í gær. Hugsið vel til mín í kvöld ég þarf á því að halda... góða nótt INGA
Hvað ætli ég eigi að heita....???
Alexander Örn.... Já blessaðu mig og varðveittu......
sjáiði Þórey hún átti svo bágt með að horfa á mig og mömmu sína því við vorum báðar grenjandi eftir að drengurinn fékk nafn....
Fjölskyldan saman eftir skírnina...
Svona endaði mín hárgreiðsla . Ég var mjög sátt við hana...soldið pönkuð eins og eigandi hársins er.
fjör í greiðslunni. Þarna eru Nanna og Ólöf að reyna að koma skikki á hárið á Nönnu. (búið að drekka smá kaffi og grand á stofunni)
með eða án beltis hmmm.....
frúin endaði svo með að fara svona eftir ýmsar mátanir. (sjáiði helv... bílabrautina)
6 ummæli:
Hæ Inga mín
Hárið og fötinn flott, ekki það .. þú ert nú alltaf töff.
Ooooooh hvað það hefur verið gaman hjá ykkur Nönnu á hárgr.stofunni ég heyri alveg í ykkur hláturinn í huganum..... hefði verið til í að vera með ykkur. Kjólarnir hennar Siggu eru æði , svarti kjólinn geðveikur. Ætlar mín að vera laaaaaaaaaaang flottust á blótinu??
Kær kveðja
Hilda
nei ég verð miklu flottari en sigga, í venjulegum buxum og svörtum STUTTERMABOL,glæsilegt með húfu á hausnum svo ég þarf ekki einu sinni að GREIÐA MÉR,annars var ég að spá í að fá hárið þitt inga lánað, ein mjög jákvæð gagnvart þorrablótinu en það verður stuð ég er búin að skrá þig svo þú verður að mæta.
flottara án beltis finst mér.Annars skiptir það ekki máli, rosa fín. Hárið flott og funki.
Greinilega mikið fjör á stofunni.
Knus schwester
Þú ert svo hrikalega sæt...hárið æði!
Og fín...lang flottust!!
Og SJÁ litla Alexanderinn...Ekki smá neitt sætur!!
Knús
þú ert laaaaaang flottust hárið er æði dressið flott gæti sómað sér vel á þorrablóti á seyðó reddý í það líka kveðja Guðsteina
ha ha ha ha þú ert alltaf svo fyndin Gusta pusta!!
Skrifa ummæli