Ok pípúl... 'Ég hef bara ekkert haft að segja.En í dag gæti það verið eitthvað smá því að það er 23. jan. sem engin Vestmannaeyingur lætur fram hjá sér fara. Í dag eru 35 ár síðan gosið hófst og var hér svokölluð þakkargjörðahátíð... Ég eiginlega fíla ekki þetta orð... hvað er verið að þakka fyrir?. Að gosið kom eða....En farin var blysför í kvöld einhver spölur og svo var súpa og brauð handa hungruðum heimi í Höllinni. Þar var einnig Kastljósið hjá Rúv. En það er það eina sem ég gerði þetta kvöldið og það var að horfa á það.( í sjónvarpinu... nennti ekki út í höll.) Reyndar í skólanum í morgun kveiktu allir nemendur á kertum og settu í gluggann og þar loguðu þau fram að hádegi. Við fórum líka í bíó og sáum gamla gosmynd ... sem var ágæt. Dóttur minni fannst nú ekki mikið varið í að verið væri að sýna dauðan kött og brunninn hest...það var eiginlega það eina sem hún mundi. Hún er líka einstakur dýravinur og grét sem sé hér í allt kvöld yfir þessum dýrum sem drápust fyrir 35 árum. Ég er búin að vera að ferðast með lampana mína út um allt hús og er búin að ákveða að hafa þá í glugganum til að byrja með og færi þá svo aftur í vor þegar farið er að birta... Jæja ég er grútsyfjuð og ætla að fara að halla mér. Heyri í ykkur á morgun eða hinn... INGIBJÖRG Andsetna :)
7 ummæli:
Jæja mín elsku besta vinkona, vildi bara láta þig vita, að ég og mín fjölskylda erum að leggja í hann, sem sagt Herjólf kl 16.00, og svo á bara að drífa sig í aksturinn vei vei..... er ein taugahrúga, enn ég skal skila kveðju til allra sem þú þekkir. Love love Inga Hanna taugahaugur og fjölskylda
takk fyrir það gamla geit....
...auðvitað er hægt að þakka fyrir að ekki fór ver, engin mannskaði.
Nýjustu blótsfréttir eru þær að Herðubreið er í fyrsta skipti í sögunni búið að sprengja blótið utan af sér og er búið að flytja það í íþróttahúsið. Held að með nefndinni stefni í 400 manna blót.
Æðisleg þessi mynd af bænum.
æ en gaman Inga Hanna var einmitt að tala um það hvað var þröngt +i fyrra og skyldi ekki í því af hverju þetta væri ekki í stóra salnum.... Góða skemmtun helv... ykkar :) INGA andsetna!
já það fer alltaf hrollur um mann þegar þessi dagur er ég man svo vel eftir þessu þó ég hafi ekki verið gömul. En lamparnir eru fínir á hvorum staðnum sem er. og af þorrablótsfréttum haldið þið að það sé gaman að fara byggja nýtt svið og skreyta upp á nytt æfa upp á nýtt daginn fyrir blót??svo veriði bara heima var að hugsa um að stroka þá út af listanum sem ég þekkti ekki neitt þá hefði þetta verið fínt. sjáumst í sumar.
Gott að þið þurfið eitthvað að hafa fyrir þessu!!! Þetta verður hvort sem er hundleiðinlegt án mín og Ingibjargar...HUH!!!
Kveðja
Þáttakandi í þorrablótsumræðu
Mér sýnist umræðan ekki ganga út hvað skeði 23. jan heldur hvað skeður 26. jan. Ég er svo heppin að Þorrablótið hér í Kjósinni er alltaf á sama tíma og á Seyðis svo það þýðir ekkert að reyna að fá mig austur. Og Berglind þú ættir nú að vera vön öðru eins úr leikfélaginu, þið farið létt með þetta. Flott mynd Inga, af Vestmannaeyjum. Annars bjóst ég við að þú myndir láta ljós þitt skína í Kastljósinu.
Skrifa ummæli