föstudagur, 30. nóvember 2007

Sigga litla systir mín....

Ég var svo heppin að hún Sigga systir mín sendi mér þessar fallegu myndir af hennar heimili. Og af því að mín myndavél er biluð þá set ég hér glænýjar myndir frá henni inn. Ég veit hún verður ekki hrifin en við þ´ví er ekkert að gera. Hún getur ekkert gert mér þar sem ég er hér og hún þar. he he
Það er byrjað að snjóa á Seyðis eins og sjá má það var reyndar ekkert spes veður þar í dag frekar enn hér. Ég er að segja ykkur að ég þarf ekki að fara í botox eða anlits-strekkingu næstu árin vegna þvílíks vinds hér í morgun og dag. ég var á útivakt í skólanum og ég er eiginlega búin að brosa út að eyrum í allan dag það strekktist svo mikið á manni..En ég er sem sagt að fara á jólahlaðborð á morgun ef ég hef ekki verið búin að nefna það :) ég fékk dásamlegan kertavasa glæran m/frostrósum á og silfrað kerti í honum ég er svo sæl með vininn minn sem upplýsist á morgun einnig..Góða helgi elskurnar mínar og gangið hægt um gleðinnar dyr. knús!

búið að setja jólatréð upp og seríurnar komnar á. ég varð að setja þessa mynd inn þetta er svo smart sjónarhorn.
Mér finnst þessi mynd alveg dásamleg og ætti að vera í einhverju smart blaði...

séð út um eldhúsgluggan hennar. Sjáiði hvað þetta er sætt!!!!


Í fallega garðinum hennar Siggu að vetri til( nema hvað :) )




mmmm... hin dásamlegi vetur komin á Seyðis...





fimmtudagur, 29. nóvember 2007

áframhaldandi eitthvað

Myndavélin enn að stíða mér svo þið verðið bara að skoða gamlar myndir ... eða þær eru nú ekkert svo gamlar. Dagurinn í dag var rólegur og góður og skemmtilegt var á kaffistofunni v/vinavikunnar. Á laugardaginn kemur þetta allt í ljós þegar farið verður út að borða jólahlaðborð syngja og kannski poggolítið rauðvín með. (vonandi) thí hí... Það er svo hvasst úti að mér finnst þegar ég horfi út á haf þá þjóti Ísland framhjá öðru hvoru. Ég ætla að vona að svo sé ekki allavega að við séum ekki á fartinu fram hjá landinu hring eftir hring. :)Dóttir mín er að tapa sér hana langar svo í nýja heimasíðu. Svona flotta eins og þú mamma, sagði hún. Og meinar þá jólamyndina og glitrandi stafina og það allt. Ég er svo ströng mamma að ég sagði þegar þú ert búin að læra þá skulum við sjá til... ég elska þessa setningu "við skulum sjá til" :) :) Farin að hlýja mér upp við karlinn júhú.
góða og skemmtilega drauma i know i will...
kertakróna sem pabbi minn smíðaði handa mér fyrir mörgum árum. Hún er búin að vera silfruð, gyllt og núna hvít...mmm


þessi skápur á að fá yfirhalningu sem allra fyrst þ.e. málun



þetta er glugginn á baðherberginu sem kviknaði í :( en það er búið að laga það allt...


Baðherbergið okkar eftir að það var tekið í gegn...






miðvikudagur, 28. nóvember 2007

Úr ýmsum áttum

Ég er ekkert í spes skapi myndavélin batteríislaus og veit ekkert hvar á að fá svona batterý. Þess vegna eru myndir bara svona héðan og þaðan . Ekkert svona þema í gangi. Nú er ég t.d. búin að skreyta allt hjá mér og langaði að mynda það allt. Enn nei nei það er ekki hægt. Átti þessar myndir inni í tölvunni sem eru hér fyrir neðan. Í dag var ég annars nóg að gera var að vinna til 14:15 og skrapp þá heim og fór svo á söngæfingu. Þar var mikið hlegið við vorum að semja fyrir laugardaginn og guð minn góður alltaf skal þetta enda með einhverju hryllilega vitlausu. Ég hló svo mikið að ég gat ekki sungið lengi á eftir. Tárin runnu og það er langt síðan það hefur gerst. Við Hind fórum í sund eins og venjulega á miðvikudögum, það var dásamlegt eins og alltaf og gott að koma svo heim tilbúin að fara að sofa hreinn og fínn og uppgefin eftir daginn. Englar alheimsins passi ykkur í nótt og gefi ykkur góða drauma. knús og kossar til allra sem ég þekki góða nótt.

Diskurinn úr Húsasmiðjunni og skeljarnar frá Danmörku tíndar af systur minni af mikilli natni...:)
pantaði í 40 afmælisgjöf og fékk.... ein bara frek...

Æ enn ein ný króna... en mig vantaði hana...


Stóðst ekki mátið og keypti mér þessa...humm



Hryllilega sætir hengistjakar sem Gúa vinkona gaf mér...




dásamlegur kross sem Þórey vinkona gaf mér...


þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Fagurt syngur svanurinn...

Þá er þessi dagur að kvöldi komin og nóg að gera. Er farin að syngja með englakórnum hjá grunnskólanum. Það er gaman við höfum gert þetta í nokkur ár og syngjum fyrir restina af kennurum og starfsfólki á jólamatnum sem við höldum núna 1 des. Það er líka leynivinavika hjá okkur sem er alltaf gaman. Ég á voða dúllu sem vin og er búin að gefa mér svo fallegt og skemmtilegt. Svo gef ég líka skemmtilegum vin það er gaman að gefa henni hún er svo þakklát fyrir það sem ég er að gefa henni. (ég er að fylgjast með henni í laumi thí hí þegar hún tekur upp pakkana frá mér.) Mig langaði að sýna ykkur tuskudúkkurnar mínar sem eru af öllum gerðum . Þar sem ég er að pakka þeim flestum niður þá akvað ég að taka mynd af þeim og setja þær hér. Svo á ég nú nokkrar í viðbót sem eru jólalegar kannski tek ég myndir af þeim líka og set hér einhvern daginn . Ef myndavélinn hagar sér, en hún er búin að vera hundleiðinleg síðustu daga. Bið að heilsa öllum í bili
og kveð að sinni. knús!!

Þetta er snjóengill sem Sigga frænka gaf mér og gerði, hann er uppi allt árið hann er svo mikil dúlla
þessi heitir Brjóstgóð og það var fyndið að gera hana v.þ að maður þurfti að gera brjóst á hana sem héngu utan á henni.

með þeim fyrstu sem ég gerði og voru auðveldar og sætar


sé nú ekkert jólalegt við þetta par en þau heita samt jólasveinaenglaamma og jólasveinaenglaafi..



æ aldrei eiginlega hrifin af þessum og það var leiðinlegt að gera þær..




þessi var algjört puð en hún er flott og í miklu uppáhaldi hjá mér. svo sjáiði gamla kökukeflið hennar ömmu Siggu þarna ,ég lem Gísla stundum með því... ( thí hí)





þetta er sá fyrsti sem ég gerði og heitir verndarengill






Þykir vænt um þennan. Hann hangir yfir hjónarúminu. Ég gerði 10 svona einu sinni og gaf í jólagjöf







mánudagur, 26. nóvember 2007

Ekta plast...

Komin mánudagur og brjálað veður. Guð minn góður ég hélt ég mindi enda úti á hafi í nótt það var svo hvasst. Svo svaf ég yfir mig í þokkabót en náði þó að vera komin þegar fyrsti fyrirlestur var að byrja. Það var sem sagt samstarfsdagur kennara og við sátum á þremur fyrirlestrum sem allir voru mjög áhugaverðir. Einn var fyrir börn með takmarkaðan stærðfræðiskilning (góður)
Annar var um daufblindan dreng frá Vestmannaeyjum og hvernig hann hefur náð að vaxa og dafna á síðustu árum. Allt frá því að hann var lítill með mjög takmarkaðan skilning, í að vera farin að gera sig skiljanlegan bæði með tákni og tali. ( mjög góður)
Og svo að síðustu úrræði sem hafa gefist vel í sambandi við einhverfu, athyglisbrest, ofvirka og downs börn. (mjög góður). Og nú í allt annað...
Ætla svo að síðustu að segja ykkur að henda út þessum lifandi blómum ykkar. Sjáiði hvað ég á mörg flott plastblóm sem ekkert þarf að hugsa um. Aldrei að vökva, aldrei að umpotta, aldrei að ryksuga upp fallin laufblöð og þessháttar. Bara að skola þau tvisvar á ári og hrista þau og þau verða aftur eins og ný :)


veit ekki alveg hvað þetta heitir en þetta finnst mér mjög falleg af plastblómi að vera :)


Þetta sést nú ekki sem skildi en þetta eru haustlaufsþúfur og mjög fallegar. (úr plasti)

þetta stóra er annaðhvort rósmarín eða kannski dill man það ekki en það er allavega úr plasti. :) ha ha


í borðkrók í eldhúsinu eru svona ýmsar plast-kryddjurtir einkar hentugar:)



sunnudagur, 25. nóvember 2007

Skreytingar komnar á skrið

Jamm ég veit ekki alveg hvort er sniðugt að vera að breyta svona um stíl en allavega er það búið að vera gaman. Ég er búin að vera að ferðast með dót út um allt hús. Ég meira að segja keypti nýjar seríur í stofugluggana sem ég er agalega ánægð með. En viti menn þegar ég fór að taka upp úr kössum þá hafði ég einmitt líka gert það í fyrra. (thí hí) en þær fóru bara upp í herbergi Víðis og inni í tölvuherbergi og sóma sér vel þar. Það er sannkallað Vestmannaeyjaveður þegar þetta er skrifað. Austan 26m og rigning og ekki hundi út sigandi nema hvað að Gísli keyrði Vigdísi Hind í bíó. Og á meðan lá ég uppi í rúmi með sæng upp að eyrum og las Harry potter nýjustu. Get ekki beðið með að klára hana hún er svo spennandi en hún er fo#%/ 612 bls. Vonandi hafiði haft það eins gott og ég um helgina. Till next hjúfrið þið ykkur upp að hvort öðru til að halda á ykkur hita .!


borðaðventustjakinn minn ég er ánægð með hann....


svona er glugginn í sjónvarpsholinu ég er ánægð með hann...


þetta er hengi-aðventustjakinn minn síðan í fyrra en ég ætla að hafa hann áfram svona...



Jólaglugginn minn í stofunni verður einhvernvegin svona með smá breytingum þó..




Er svona að spá í hvort ég áað hafa jólaborðið svona eða....





laugardagur, 24. nóvember 2007

Verðum við að Norðurljósum??

Ég varð fyrir svo miklum hughrifum í gær!!! Ég var að keyra heim úr búð og þurfti að taka veika dóttur mína með, hún sat í aftursætinu hugsi, og sagði svo: mamma ég vildi að það væri ískalt úti. Nú af hverju sagði ég. Þá sagði hún: jú mamma af því að þá sjást norðurljósin svo vel og amma langa mín er í norðurljósunum að horfa á okkur. Alltaf þegar ég held að dóttir mín geti ekki orðið öllu eldri sál þá kemur hún með svona komment. Því það hefur alltaf verið sagt um hana að hún hafi fæðst með gamla sál. :) Ég tileinka þessa mynd henni ömmu minni og öllum þeim sem ég sakna og eru nú í norðuljósunum að fylgjast með okkur.Til minningar um ömmu siggu mína sem dó í mars... ég sakna hennar svo mikið.






föstudagur, 23. nóvember 2007

Myndasería úr ýmsum áttum

Jæja þá er hin dýrlegi föstudagur runnin upp. Og guð minn góður hvað rigndi þegar við fórum í skólann. Talandi um að það rigni stundum hundum og köttum þá gerðist það einmitt núna og það var ekkert þægilegt.Við vorum inni í löngufrímínútum en komumst út í þeim seinni. Við Vigdís Hind fórum reyndar heim eftir þær því hún er orðin veik. :( .Ég ætla nú samt að skreyta um helgina .Þarna koma til dæmis pabbar að góðum notum þeir geta "passað" barnið sitt á meðan mamman gerir það sem gera þarf. En í annað, langaði svo að sýna ykkur þessa frábæru þæfðu ullarmyndir eða bumbumyndir eins og við köllum þær hún vinkona mín er að gera þær í öllum litum og afbrigðum. Fariði endilega einn á barnaland.is/barn/66426 og skoðið. En ekki kaupa þessa stóru brúnu hún er ekkert flott:) Að lokum vil ég þakka þeim sem eru búnir að kíkja við hjá mér og öll kommentin þau eru svo flott að maður verður klökkur. Góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr á meðan ég skreyti.
Sjáiði þessar !! ég á þær. það er til ein stór,stór og mig langar í hana líka og setja hana ...sjá neðar:




Þetta er síðan ég var fátækari og þurfti að kaupa mér plakat og festa það aftan á mótatimbur sem ég klambraði saman og málaði. Það hangir enn uppi kannski verð ég rík og kaupi mér stóru myndina hjá ÖnnuLilju....


Vantaði eitthvað á veggina svo að listaspíran INGA fór að prófa sig áfram m/ pastellitum



en ég held hún verði nú aldrei fræg á þessu (thí hí)


fimmtudagur, 22. nóvember 2007

Þakkað fyrir pakkann sem jólasveinninn kemur með á aðfangadag.




frostrósin mín sem ég keypti um daginn ( nýtt jólaskraut)



saumaborð sem pabbi smíðaði handa mér fyrir saumavélina sem amma mín gaf mér







Fimmtudagur til farsældar
...Það þýðir að það er alveg að koma föstudagur og þá líður mér svo vel. Ég lofaði sjálfri mér að fara ekkert út alla komandi helgi því ég ætla að skreyta hjá mér... jú víst ætla ég að gera það ykkur kemur það ekkert við.Ég á svo mikið af skrauti og var að kaupa meira :) svo ég þarf að finna nýja staði og allt það. NEI þetta er ekkert of snemmt ég ætla meira að segja að skreyta jólatréð í byrjun desember. Og það verður með nýju sniði þetta árið. Dóttir mín er búin að röfla í mér öll árin að það sé ljótt tréð hjá okkur en það hefur alltaf verið bara hvítt og gyllt en nú verður það allskonar. Hlakka til að sjá hvernig það kemur út. ég sendi ykkur hérna með nokkrar myndir og allavega eina eða tvær jólamyndir þið ráðið hvort þið horfið á ÞÆR eða ekki. Heyrumst... og ekki vera hrædd við að kommenta það er svo gaman að fá svoleiðis knús og kossar til ykkar inn í helgina.

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

fann þessa grind í kjallaranum hjá mér fyrir nokkru og spreyjaði hana að sjálfsögðu
þessi hilla er líka úr RL og kostaði skid og ingenting en puntuhandklæðið þykir mér vænt um vegna þess að amma mín saumaði það fyrir um 50 árum eða svo

prúttaði þennan skáp í RL og fékk hann á hálfvirði það var gaman thí hí


keypti þessa hillu í RL á kúk og kanil Gúa mín gaf mér hengistjakann þarna takk takk




keypti þessi fuglahús um daginn og spreyjaði þau náttúrulega hvít

Sjúk í hvítt núna


Allt sem er hvítt hvítt finnst mér vera fallegt....

Já fyrsta komentið!!

og það frá bestunni minn Gúu. Takk Takk Að auki þess að vera með myndir úr hreiðrinu langar mig líka til að vera með svona uppskriftaeitthvað þarf að fara betur í hvernig ég geri það. En langar þá að vera með svona voða hollt og gott og líka voða óhollt... jú jú það þarf líka að vera með. þó maður sé alltaf í megrun. ( sýnir bara styrkinn sem maður hefur)Komum inn á það seinna:) Í lokin ætla ég að láta fylgja hér með hina nýju ljósakrónuna mína till next bæ