föstudagur, 15. mars 2013

7 dagar í fermingu!

Já góðan daginn! Þá er þetta á lokasprettinum. Allt að verða reddý, vinkonurnar og tengdó vonandi að standa sig í stykkinu við baksturinn. Ég set hér fyrir neðan uppskriftir af því sem verður boðið upp á með kaffinu!
Þessa langar mig að gera en þá reyndar bara á einni hæð. Bara svona til að spreyta mig og gá hvort ég get þetta ekki alveg. nú ef hún misheppnast þá bara verður hún borðuð heima en kemur ekki fram fyrir almenning!..:D Er nú reyndar ekki með uppskrift af henni en ætlaði að hafa bara brúna botna og svo marsipan ofan á og skera svo út blóminn úr lituðum massa. Reyndar er hún svo úðuð með þessu fjólubláa en ég geri það bara einhvernvegin öðruvísi. Því ekki er ég að fara að kaupa mér úðara bara fyrir þetta tækifæri..

~~**~~
 Þessa ætlar tengdó að gera fyrir mig! 

KRANSAKAKA


1 kg hreint marsipan
200 g flórsykur, siktaður
1 eggjahvíta
Í 18 hringja köku þarf 1 1/2 uppskrift
Hrærið vel saman. Rúllið í lengjur og setjið í mót. Smyrja mótið og strá brauðraspi í botninn. Slá raspið úr áður en hringirnir eru settir í formið.
Bakað við 180°-200° C í 10-15 mín í miðjum ofni. Með blástri er baksturstími 8-10 mín.
Flórsykurbráð:
150 g flórsykur
1 eggjahvíta
Blandað saman. Sett í sprautu eða kramarhús og sprautað á hringina með sikk sakk mynstri.
Hringirnir límdir saman með sykurbráð.
Kakan er að lokum skreytt til dæmis með Mackintosh sælgæti, knallettum og/eða fánum. Oftast fyllti mamma kökuna að innan með Makintosh og setti styttu á toppin sem hæfði tilefninu.
                                                              ~~**~~

    OK svolítið ruglingslega sett upp hjá mér en ég nenni ómögulega að stroka þetta út og importa myndunum aftur svo að þið verðið bara að skilja þetta svona!..;)
                                                     ~~**~~


                                                                             
 New york Ostakaka


300 gr digestive kex, mulið í vél eða í höndunum

50 gr sykur

85 gr smjör

kexinu og sykrinum er blandað saman og bræddu smjöri hellt yfir... Því er svo blandað vel saman og sett í botninn á kringlóttu smelluformi og skellt í ískáp meðan hitt er hrært saman


Ostakaka

800 gr rjómaostur

150 gr sykur

230 gr sýrður rjómi (ég notaði 18%)

2 egg

15 gr kartöflumjöl

5 ml vanillu EXTRACT... (ekki essens... ekki kötludropa... alvöru vanillubragðið er lykillinn :) )

ath að ekki er nauðsynlegt að nota hrærivél en það auðveldar verkið töluvert

Fyrst er rjómaosturinn hrærður aðeins til að mýkja hann. Þarnæst er sykrinum bætt útí og þetta tvennt hrært vel saman í um 30 sekúndur. Bætið því næst kartöflumjölinu, eggjunum og vanillu extractinu og hrærið saman

Að lokum er sýrða rjómanum bætt útí en það er gott að hræra hann aðeins í boxinu áður eða setja í aðra skál og hræra þar þar sem hann er svo stífur og gæti annars endað í litlum kekkjum hér og þar í deiginu. Öllu er blandað saman og síðan hellt yfir botninn

Kakan er síðan bökuð við 200 °C í 40 mínútur (styttra ef kakan verður fljótt brún!) og síðan látin kólna í lokuðum ofninum í ca 20 mín og restina á borði eða sett í kæli. Það er eðlilegt að hún falli.

Fáið samt ekki taugaáfall þegar þið takið kökuna úr ofninum og hún dansar til og frá eins og óbökuð kaka                                                            
                                                                
 Þessa geri ég sjálf og alein. Búin að prófa hana og gekk svo ljómandi vel

                                                                    New york ostakaka
                                        
                                               ~~**~~
Frosin rolo ostaterta.

130 g makkarónukökur
100 g smjör , brætt

300 g rjómaostur
130 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
5 dl rjómi þeyttur

150 g sýrður rjómi
3 pakkar Blanda smjöri saman við. og makkarónublandan á botninn á forminu. breiða úr, ekki þjappa.
Hræra rjómaostinn, flórsykur og vanilludropa.
Blanda þeyttum rjóma samanvið. Hellið blöndunni ofan á Makkarónudæmið, sléttið vel.

Bræða sýrða rjómann og Rolo varlega í vatnsbaði. Kælið aðeins og yfir blönduna í forminu. Frystið. Berið fram hálffrosna. Gott að hafa ber eða berjasósu.

                      Þessa gerir Anna Lilja vinkona fyrir mig. Hún er bakari af lífi og sál!

Rolo ostakaka

                                 ~~**~~
Þessa gera Inga Hanna vinkona og Nanna vinkona Treysti þeim sko alveg. Þær hafa gerð hana áður fyrir fermingu!
Frönsk súkkulaðikaka 

                                                        2 dl sykur og 4 egg þeytt veeeel saman
                                                        200 gr súkkulaði og 200 gr smjög brætt
                                                        hveiti 2 og 1/2 dl
                                                        lyftiduft 1 tsk


 
Súkkulaði blandað varlega saman við eggjahræruna. Hveiti og lyftidufti bætt út í. Bakað í 15-18 (ég baka hana aldrei í meira en 15 þá er hún blaut og geggjuð) mín í 25 cm formi með lausum botni eða í eldföstu formi við 225 gráður í 15-18 mín. Á að falla í miðju. Fersk jarðaber sett í holuna. Langbest að hafa vanilluís með:) Hún klikkar ekki þessi:)
 ~~**~~