Góða kvöldið gott fólk. Kolvitlaust rok úti og stórhöfði u.þ.b að slá met í lægð... Ég hljóma kannski eins og þessar gömlu í torfkofunum en ég finn á gigtinni og geðheilsunni að það er kröpp lægð hér akkúrat núna. Langt síðan ég leit hér inn síðast og margt á daga mína drifið síðan. Fór með stórfjölskyldunni í svo skemmtilega ferð til Florida yfir áramót og fram til 12. jan. Lifi lengi á þessari ferð sem gerði mér og minni fjölskyldu ekkert nema gott. En nú er alvara lífsins tekin við og ég er næstum því ósátt við það því ég gæti alveg vanist Florida um ókomna tíð. En þá er bara að fara að plana næstu ferð og leggja fyrir. Ekki að það sé einhver afgangur um mánaðarmót til þess í þessu skítaþjóðfélagi sem hér er. Maður verður aumur í afturendanum á því bara að hugsa um hvernig farið er með fólk hér peningalega séð og aðeins nokkrir einstaklingar í landinu virðast geta mjólkað og makað endalaust. Já ég segi það slétt og fellt ég hreinlega verslaði af mér og öðrum rassgatið í henni Ameríku. Það nær náttúrelega engri átt að skór sem börnin mín keyptu sér t.d Converse skór, að þau skyldu hafa geta fengið ferna fyrir eina hér og t.d Timberland skór sem eru svo vinsælir núna keyptu þau á 9000 þús en kosta hér 32.000. Mér verður illt. Levis gallabuxur skinnyfit keypti Hindin mín sér og þær kostuðu 3.500 úti hvað skyldu þær kosta hér... Ekki undir 17.000. Ég gæti haldið svona lengi áfram og fyrir utan náttlega að kaupa í matinn sem var náttlega bara grín!!! En að allt öðru Þá er þorrablót núna á Seyðisfirðinum mínum besta og ég ætti náttlega að vera þar en nennti ómögulega að ferðast þetta núna svona stuttu eftir Floridaferðina. En bara næst... he he segi þetta alltaf en það er að verða allt of langt síðan ég fór síðast. Svo er nú ferming framundan en einkadóttirin fermist þann 23. mars næstkomandi! ÞAð er og verður hausverkur því að hún er alveg með skoðanir á hlutunum... Erum bara búin að vera rúma viku að velja lit á boðskortið því það er ekki sko rétti fjólublái liturinn sem þarf að vera á þvi!!! Kíktum á servéttur í dag og ég hefði getað fengið þessar líka fínu servéttur (fjólubláar) á 30% afslætti en nei takk þær voru sko ekki nógu góðar og ekki nógu flottar og ekki rétti liturinn!!!=(/%&%$)(...:( EN jæja einn strák hef ég fermt og það gekk voða vel og einfalt all saman og hvað gerir það þá til þó að hún sé með smá vesen... Þetta var Pollyana að tala ekki ég!!!:.. :;)
Af mér er það að frétta að ég hef ekki drukkið brennivín,bjór eða léttvín í 3 mánuði akkúrat í dag. Húrra fyrir mér langar samt alveg í rauðvín öðru hverju en skítt með það geri þetta bara í ellinni... he he Og tók svo upp á því að hætta að reykja á síðasta miðvikudag. Hurmmfff... Langar það ekkert og langar í sígarettu t.d akkúrat núna en sjáum hvað setur ég byrja allavega um leið og ég bæti á mig einu kílói!!! Svo er þetta bara svo helvíti róandi og gott... Skamm segir einhver núna að ég skuli tala svona en so what, mín lungu og mitt líf er þakki!!!
Jæja röflríður hættu nú!... Þetta sem átti að vera svo skemmtilegt blogg...
En bara næst þá! bæ í bili. Ingibjörg frá Gili
~~**~~
Sem by the way kostuðu ekki annað nýrað eins og hér..
Og handa Hindinni líka!
voða sætir. Keypti svona líka til að gefa ..
Kostuðu minnir mig um 150 kr
Rómó hjá okkur hjónum nú í kvöld. södd og sæl eiginlega ennþá síðan ég bauð honum út að borða hjá Einsa Kalda í gærkvöldi í tilefni bóndadags!!!