miðvikudagur, 21. mars 2012

Önnur flott listakona

Sæli nú!!!
Ég velti því fyrir mér hvað er ljótt að skilja útundan og ákvað þess vegna að blogga um aðra mér nátengdri konu sem er svo mikill listamaður í sér, en á öðrum sviðum. Þar sem ég bloggaði um hana Kollu mágkonu mína síðast þá ákvað ég að blogga um hana Siggu bestustu frænku mína sem býr í Hveró og er hún föðursystir mín. Hún er svoooo mikil og flott saumakona og gerir svooo flottar brúður ja og tuskudúkkur og þá aðallega jólasveina og snjókalla. Það er hrein unun að koma til hennar fyrir jólin og langar manni helst að flytjast búferlum til hennar yfir þann tíma. Allt morandi í jólafígúrum af öllu tagi. En einnig hefur hún gert ýmislegt annað s.s þessi undur fallegu hjörtu sem eru hér fyrir neðan. En þau bjó hún úr gömlum borðdúkum frá mömmu sinni og þá ömmu minni væntanlega. Hún gaf mér þessi sem eru á myndunum hér fyrir neðan og eru þau í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Bæði að hún skyldi gera þau og gefa mér og líka það að þau skuli vera úr gömlum dúkum frá mér svo hjartkærri ömmu. Ég á líka eftir hana nokkrar tuskudúkkur en þær eru allar komnar ofan í kassa þar sem þær tengjast jólunum en eiga sinn stað hér alltaf á hverju ári..;)... En í allt annað ég finn á mér að vorið er að koma. Lóan er komin, Tjaldurinn er kominn... já það liggur þessi lykt í loftinu. Er þá ekki komin tími til að fara að leggja land undir fót?? Þarf að skreppa upp á land í næstu viku og vona ég þá að það verði ánægjuleg ferðin með Mister Gubbólfi... Læt í mér heyra innan tíðar. Verið þið sæl að sinni!
Ingibjörg frá Antartiku.



~~**~~


Sæta frænkan mín í Hveró!





Við á góðum degi hér í Eyjum 2010




Þessi er æði finnst hann svo flottur






Jólasveinki og jólasveinka






Snjókallarnir flæða um húsið í öllum gerðum og stærðum...


þetta er eldhúsglugginn hjá henni
Og þetta er bara sýnishorn af öllum fígúrunum.;)




~~**~~


Fallegu hjörtun









~~**~~


fimmtudagur, 8. mars 2012

´Sönn saga um engil!!!

Fallega englakúlan!!

Vigdís Hind keypti þessa litlu sætu englakúlu fyrir jólin á 290 krónur og var svo ánægð með hana
.Henni var stillt upp í herberginu hennar um jólin og dáðumst við af henni. Um mánuði seinna vaknar hún um miðja nótt við eitthvað hljóð og sér þá að þessi litla kúla gefur frá sér fallegt ljós... Hvaðan kom ljósið??? og við hvað vaknaði hún??? Daginn eftir sýnir hún mér þetta og jú mikið rétt það var svo undur fallegt ljós inní kúlunni við fórum að skoða þetta nánar og sjáum að það var hægt að kveikja á henni en hvar??? það fundum við ekki út. Þessi litla fallega englakúla lýsti áfram í um mánuð án þess að okkur tækist með nokkru móti að slökkva á henni og fundum hvergi neitt þar um að hægt væri. Þetta segir okkur bara það að það eru til englar og engill sem lýsir henni út í framtíðina...Okkur er alveg sama hvort þetta er væmin saga en sönn er hún.

laugardagur, 3. mars 2012

Sýnishorn af listakonu!!!

Gott kvöld. Já maður gerir ýmislegt til að halda sér vakandi svona á laugardagskvöldi.... ákvað að taka smá Kollu mágkonu þema í kvöld og taka myndir af flottu mununum sem hún er að hanna. Ég á svolítið af þeim sem hún þó aðallega hefur gefið mér. Hún er með hreindýra og Hjartaráráttu en núna síðustu misseri hefur hún verið að gera Heimaey úr plexigleri sem er mjög flott og svo flott gjöf. Það má nota þann platta fyrir ostabakka eða sushi... En ég tými því ekki og er með minn upp á vegg í eldhúsinu. Hún gerir bæði stóra og litla í þremur litum. Rauðum, svörtum og hvítum... Tengdamamma á einn stóran sem er svartur og mig langar svo í svoleiðis... thí hí þá er ég búin að koma því til skila. Eins þessi flotti kertastjaki hér fyrir neðan af Hirtinum hann er æði og á Hindin mín hann eiginlega en ég passa hann þangað til hún flytur að heiman með hann. Einu sinni vann hún með smíðajárn og gerði hún þá margt flott t.d gaf hún Hind flottan borðlampa í skírnargjöf. Og svo fengum við mjói minn í jólagjöf æðislegan rúmteppastand sem ég þó nota í annan tilgang. Eins og er allavega... Eitt er ég ekki með mynd af þar sem það tilheyrir jólunum og hef gengið frá og það eru litlir hjartar,Hindar og hreindýrahausar úr plexigleri sem annað hvort má setja á jólatréð eða bara að láta hanga einhversstaðar. Þeir eru í rauðum borða og ég á 4 sem eru hvítir en hún gerði þá í fleiri litum!!
Ég læt þetta duga að sinni og hér fyrir neðan eru svo myndir af þessum flottu vörum hennar!!!
Eigið gott kvöld.
Inga Úfna!


Listakonan Kolla mágkona!


Flotti kerta- Hreinninn


Þessi er algjör gullmoli gerður úr þykkum vír. Frekar stór og hornin skaga fram eins og í þrívídd... En vont að sjá það á myndinni... Þessi er uppáhald hjá mér!!



Flotta Heimaey úr plexigleri ca 30 cm löng



Borðlampinn hennar Hindar og það sem er skemmtilegt við hann er að hann er með járnplatta sem grafið er í nafnið og dagurinn þegar hún var skírð en sést því miður illa á myndinni!



Rúmteppastandurinn flotti sem ég nota meira sem skógrind í svefnóinu og svona til punts!!


~~**~~