fimmtudagur, 16. febrúar 2012

Svo fer þetta nú að verða fínt!!!

Komiði sæl.
Enn og aftur var síðasta helgi tekin í að hvítlakka sem mest ég mátti. Og kom það bara vel út . Að þessu sinni var það baðinnréttingin. Finnst ég alveg eiga nýtt baðherbergi núna. Þá er ég nú búin að lakka alla furuna hér innandyra en var þó að spá í nokkra smáhluti sem kannski verða teknir og færðir í nýjan búning um helgina. Var voða upp með mér að vera boðið að sýna húsið mitt í næsta Húsi og Híbýli... En eftir nokkra umhugsun þá sagði ég nei. Það kom mér nú nokkuð á óvart þar sem ég hef nú alveg athyglisssýkina í það. Þá er ég ekki að segja að allir sem sýni húsin sín séu með þá sýki en ég er þannig og það kom mér verulega á óvart að ég skyldi ekki vera til í það. Kannski ekki of örugg með mig í þeim efnum að finnast húsið mitt eitthvað eftirsóknarvert til sýninga. En hver veit kannski er hér eitthvað sem öðrum þykir fallegt en bara mér. Ég ég ákvað að hafa það áfram bara fyrir mig og mína... Ég set hér innan sviga( kannski seinna ef þetta býðst aftur)..;) En hvað um það. Enn og aftur er helgin að renna upp og er það ágætt. Ég ætlaði nú ekkert að minnast á veðrið en get samt ekki leynt vonbrigðum mínum að það skyldi fara að hreyta leiðindarsnjókornum aftur. ég var alveg komin í vorfýlinginn... En maður mátti svo sem segja sér það að það væri ekkert bikiniveður á næstunni... Enn er nú leiðinlegasti mánuðurinn eftir.... MARS...:( Ég stalst til að fá "lánaðar "hér tvær myndir sem ég held að allavega önnur komi frá Ómari Boga og hin frá Tóta Ripper og eru svo fallegar af firðinum mínum... Njótið og eigið góða helgi..
Inga ekki svo ákveðna!!



~~**~~


Fjörðurinn minn





aðeins farið að sjást til sólar





Og á dimmu vetrarkvöldi!!




Baðinnrétting fyrir og eftir



...........




...............




........................






..............................




~~**~~


miðvikudagur, 8. febrúar 2012

Hár í öllum regnbogans litum og Meira hvítt!!

Gott kvöld... Þetta verður stutt og laggott ég er svo syfjuð. Var andvaka í nótt og verð hreinlega að fara snemma að sofa en ætla þó að leyfa klukkunni að verða 20:00..;)
Tók mig til um síðustu helgi og hvítlakkaði aðeins meira en facebookvinirnir eyðilögðu stemminguna fyrir mér með því að kvarta yfir því að ég nennti ekki að hvítlakka skápinn hér fyrir neðan að innan!!!! Svo ætli ég druslist ekki til þess í náinni framtíð en fyrst er það þó baðinnréttinginn. Ætla samt ekki að byrja á henni fyrr en um helgi. Þvílíkur munur á húsgögnum sem voru orðin þreytt að geta lakkað þau. Þau eru eins og ný og jú allt verður svo miklu bjartara yfir að líta. Við mæðgur fórum líka í hársjæningu á föstudaginn. Hún í smá klippingu og svo leyfði ég henni að fá nokkrar rauðar strípur sem hún er svo alsæl með. ég fór úr bláa litnum yfir í plómulitaðann með þessu dökka og er alsæl með það. Fékk mér líka þannig klippingu að ég get skipt um hárgreiðslu á marga vegu. Hentar mér mjög vel þar sem ég nenni ekki að vera alltaf eins um hausinn, finnst svo gaman að breyta um reglulega. Hér fyrir neða eru myndir af okkur mæðgum og síbreytileika hársins sem er gaman. Þar fyrir neðan eru svo myndir af "nýja" skápnum og baðinnréttingunni sem verðum alhvít um helgina.
Kveð að sinni . Ingibjörg óútreiknanlega!!!


~~**~~

Hárið okkar


Flotta hárið hennar Hindar



Sæt klipping og pæjuleg.


gamlan með plómulitinn



get greitt það svona..



og svona...


Og svona...;)



og svona...



og svona....:)

~~**~~

Baðinnréttingin fyrir lökkun



.......


Hlakka til að sjá hana fullgerða!




Skápurinn fyrir lökkun...




eftir lökkun...



með geisladiskastöndunum...




...............