sunnudagur, 27. nóvember 2011

Jólablogg

~~**~~
Helloj alle sammen!!
Úti er sannkallað jólaveður stillt,já ég sagði stillt það skeður einstöku sinnum hér í Vestmannaeyjum. snjór yfir öllu sem ég er reyndar ekkert hrifin af. En jólalegt er það!!Búin að vera alla helgina að hreingera, skreyta, búa til skreytingar og you name it. Ég og kvefið mitt áttum tveggja mánaða afmæli í gær. Það var ekkert haldið neitt sérstaklega upp á það en það má alveg fara að fara. Er núna komin á eitthvert sterapúst og ofnæmislyf með. Vonum að það virki fyrr en síðar.Breytti aðeins um ljósalit í gluggum þetta árið og er með bláa seríu í tveimur gluggum. Hefur aldrei fundist það fallegt en langaði að breyta aðeins til núna og mér finnst það koma vel út því ég er með hvítt með því. Á áætlun er að fara til Reykjavíkur um næstu helgi þar sem verður boðið til afmælis hjá stórvinkonu minni henni Sigurrós. Mamma og pabbi verða líka í bænum og ætlum við að röltast með þeim og kaupa jólagjafir og jafnvel skiptast á gjöfum í leiðinni. Maður losnar þá við þau fjárútlátin að senda það. Heyrði að það kostaði 97 kr að senda jólakortin í ár. ÞAð fer að verða ódýrara að fljúga bara með þau sjálfur og afhenda þau viðkomandi og geta þá kannski tekið í hendina á honum í leiðinni...:D...Hindin mín svo dugleg að hún er búin að hreingera hjá sér og skreyta og fór svo út að moka tröppurnar og viðra hundinn sem fór út í jólasveinabúning... thí hí var svo skondin. Trommarinn trommar sem aldrei fyrr og eru þeir nú byrjaðir að taka upp plötu nr 2 það verður gaman að heyra nýtt frá þeim. Mjói minn hamast í ræktinni alla daga vikunnar og hefur nú fengið lykil afhentan svo hann komist á nóttunni líka... (Þetta var nú smá djók) En ég undirbý bara jólin og geri ekkert annað... En það er líka alveg nóg.. Ætla samt að byrja á nýju Zumba námskeiði á morgun.. Ég læt þetta duga af fréttum að Fjólugötunni í bili og vona að þið eigið í vændum vinalega vinnuviku. ÞAð ætla ég að gera þar sem leynivinavika er að hefjast hjá mér á morgun í vinnunni.
Bless bless.
Ingibjörg svo undursamlega jólaleg í alla staði¨!!!





~~**~~


Kreppukransinn minn!!

Átti allt í hann nema grenið og meira að segja kertin eru notuð!!




Annar stofuglugginn!!




Hinn Stofuglugginn!!





Hilla í sjónvarpsholinu!!







kaminan!!




sjónvarpsskenkurinn..




frammi á gangi...





spegill á ganginum!!




svo sætur jólasokkur sem Gúa vinkona saumaði og gaf mér!!



þessi strýta var orðin ónýt en þetta var með ljósum í en ég týmdi ekki að henda henni og setti hana á hvolf og tróð greni í hana!!kemur bara vel út.




Borðið í sjónvarpsholinu!!



...






hýjasintuskreytingin afar látlaus í ár keypti þessa vasa í RL





þetta greni heitir Hænsnalappir og er svo fallegt..





Glugginn í sjónvarpsholinu!!




Eldhúsborðið..





í eldhúsinu!!





gamli þvottabalinn hennar ömmu Siggu fékk þetta hlutverk,,




......




annar eldhúsglugginn!!!




hinn eldhúsglugginn!!



horn í eldhúsinu!!!

föstudagur, 18. nóvember 2011

Smá-köku-bakstur.

~~**~~
Júbb það verður að segjast eins og er að ég er alltaf snemma í jólagírnum. En ég er bara ánægð með það.. Gæti alveg verið í þeim gírnum allt árið! Hentist í að baka 4 sortir í vikunni og gerði svo sörur áðan með Hindinni minni sem er svo dugleg þegar kemur að eldhúsverkunum... og þá sérstaklega bakstri og matargerð. Ætli þau systkini hafi það ekki frá mér þar sem mér finnst gaman að stússast í þessu og trommarinn ekki síður. Hann er snilldarkokkur. Mjói minn er ekki alveg eins áhugasamur hann getur jú sett kalt vatn í pott og hitað það...:)
Lifandis ósköp og skelfing er ég ánægð alltaf þegar kemur helgi ég og virkir dagar eigum bara einhvernvegin ekki saman ég bara skil það ekki. Ætli það sé ekki þessi týbíska B manneskja sem blundar frekar fast í mér. Þyrfti svoooo mikið að vinna eftir hádegi en það er ekkert áhugavert þar í boði og þar að auki tými ég ekki að missa vinnuna sem ég er í þar sem mér líkar hún vel. Svo ætli ég verði ekki að hengslast þetta áfram og bíð með óþreyju eftir jólafríinu og svo páskafríinu og svo sumarfríinu... hahaha... En elskurnar ég setti hér inn nokkrar myndir af bakstrinum og óska ykkur góðrar helgar svona í nesti...
Góðar stundi.. Ingibjörg ofurlata til uppvöku!





~~**~~



Lakkrístoppar..Heppnuðust svo ansi vel þetta árið.

Komnar í gamlann ömmu Siggu dunk



Súkkulaðibitakökur sem okkur fannst tilvalið að setja einn hvítann súkkulaðidropa ofan á..






Flottar!!





hmmm... Þetta eiga að vera kókostoppar en urðu óviljandi kókos útflattningar... en góðar samt..:)




Hindin að föndra við Sörurnar á meðan kókosútflatningarnir fylgdust með..





Bara smá sýnishorn af sörunum.. er svo hrædd um að þið hópist öll til mín í kaffi og borðið þær allar frá mér...;)





Kókosklessurnar..:)





Komnar í krukkur!!

~~**~~

sunnudagur, 13. nóvember 2011

Það var mikið!!!

Jæja gott fólk ...ekki það að ég hafi eitthvað merkilegt fram að færa en þá var ég pínulítið farin að skammast mín fyrir að hafa tekið mér svona langt frí frá blogginu. Það hlýtur nú samt að fyrirgefast og kannski kemur jólaandinn yfir mig og ég blogga kannski eitthvað jólablogg líka..;) ÞAð hefur svosem ekki margt á daga mína drifið nema það að ég fór í vinnuferð til Frankfurt það var mjög gaman en ég var hálflasin þar og var svona eiginlega með hlutverk þar um að standa mig og reyna að taka þátt í öllu. ÞAð tókst svona bærilega en ég fékk það allt í hausinn þegar ég kom til baka á Frón og lá í 10 daga með hita kvef eyrnabólgu og ýmislegt annað óvelkomið!!!Þó var nú farið að versla og skemmta sér inn á milli skólaheimsókna og kaffiboða í boði bæjarstjórans og skólastjóra skólanna. Ofsalega fallegur bær sem við vorum í í 3 daga, hann heitir Mickelstad og er um 17.000 manns sem þar búa. Í Frankfurt vorum við í 2 daga og þá var tekið til hendinni og verslað sem mest maður mátti. Náði að fata fjölskylduna upp og kaupa nokkrar jólagjafir. Kannski sem betur fer var maður ekki upp á marga fiska því ég hefði alveg getað verslað MIKLU meira ef heilsan hefði leyft það. En kortið mitt var rosa glatt og ekki þá síður hann mjói minn sem var með verki yfir því að ég væri að fara þetta og ekki getað haft stjórn á eyðslu minni...;) En gott fólk hér fyrir neðan eru reiðarinnar býsn af myndum sem ég læt tala sínu máli um hvað þetta var allt flott og fínt. Ég kveð að sinni og óska ykkur góðrar viku sem í vændum er.
Kv Ingibjörg efnislitla!!



~~**~~




Í Leifsstöð



Studdurnar sem deildu sætum og herbergi




í flugrútunni á leið í flugstöðina í Frankfurt




Svo gaman hjá Kollu og Herði í flugrútunni...




Þessi hópur var voða mikið saman þegar kom að því að versla og borða.. Þetta er einn af okkar uppáhalds stöðum þar.




Kolla og Siggi komin með daglega skammtinn af bjór og hvítu.



á meðan ég engillinn drakk kaffi og pepsi!!..;)




dásamlegur ostborgari sem ég gat ekki hálfan étið v/ stærðar en hann var með cheddarosti,camenbert og gráðosti...mmm...



Einn daginn á staðnum okkar tókum við smá koktailflipp á meðan karlarnir fóru í gogart...





;)



Mohito...mmmm...



Strawberry dairysomething...;)



Lóa alveg að fíla það sko... Finnst ekki mojhitoið gott..



Þarna voru karlarnir komnir og voru ekkert rosa glaðir hvað við hlógum hátt og skemmtum okkur..




Við að hjálpast aðeins að!!!





Með góssið eftir daginn!!!



....



Eitthað ljúfengt sem Hjödda fékk sér.





<þýskar pizzur eru góðar en mjög skrýtnar,... Þynnri en servétta!!





Ekta þýskur staður sem við fórum á... súrkál með öllu!!





Þessi unga dama var þjónninn okkar og auðvitað í ekta þýskum búning... Heidi hvað!!??




HEld að þetta sé Hjödda við vorum rosa fyndnar þarna og tókum myndir af hver annari...



Ráðhústorgið í Mickelstad og ráðhúsið þar sem tekið var á móti okkur.. Þetta hús var byggt 1484.




ÞEtta er ártalið á húsinu og þýðir 1484 þar sem átta er bara hálf þá þýðir það 4



Þarna var kaffi í boði bæjarstjórans..



Fórum út að borða og ég fékk mér strút hann var ljúfengur..



Eins og sjá má!!





Ég fékk að velja hvorn ég vildi éta... he he nei djók.. þetta var á náttúruvísindasafni sem við fórum á sem var afar skemmtilegt að skoða!!!






í eftirre´tt fékk ég mér eplapæ og kaffi.. Guðdómlegt..




Stund milli stríða við að senda sms á fjölluna




Svava kom sér vel fyrir og hringdi í sína fjöllu.





Dásamlega falleg hús þarna..




Ráðhústorgið!!

~~**~~


Gríska kvöldið!!




Emma stuðpinni..





Lilja Rut átti afmæli þann dag og rosa stuð á liðinu






Súrkál í forrétt...





3 tegundir af kjöti sem allt var rosa gott...



Og að sjálfsögðu lærðu sumir Zorba...



Helga og Diddi í góðum gír á gríska...