miðvikudagur, 15. júní 2011

Hvítur lakkrís og Mor Agustas garage!

Yndislega gjöfin frá Gúu minni


~~**~~

~~**~~
Góðan daginn til ykkar... Hér hefur ekkert gerst í langan tíma... Er það ekki allt í lagi!!?? Mátti bara til með að segja ykkur hvað ég á dásamlega vinkonu. Hún rekur eina af dásamlegri búðum í Svíþjóð sem ég hef séð og þó er það aðeins af myndum. Hlakka óendanlega til að komast til hennar og drekka í mig allt sem hún hefur þar á boðstólnum. Búðin hennar heitir"Mor Ágústas garage" og heitir í höfuðið á yndislegu Gústu minni sem lést núna í Janúar. Þið getið farið inn á heimasíðu Gúunnar minnar og séð búðina hennar þar með fullt af myndum og næsheitum slóðin er http://hviturlakkris.blogspot.com/ .. Hún var semsagt að senda mér afmælisgjöf þessi elska sem var svona samtíningur úr búðinni og ég hefði ekki getað verið glaðari en barn sem var að koma úr sælgætisverksmiðju... Óendanlegar þakkir fyrir mig elskan"!!! Annars er það að frétta af mér að ég er komin í sumarfrí og sneri sólahringnum við hið snarasta, fer ekki í bælið fyrr en seint og síðarmeir og sef fram að hádegi. mmmm... I just love it!!! Ætla mér austur á land um næstu mánaðarmót og vera þar allan júlí. Bróðir minn er að fara að gifta sig þann 23 .júlí og verður mikið um að vera þann dag. Hlakka bara til þess. En hefur sumarið ekkert sýnt sig og er maður með áhyggjur af því. Fyrst velti maður fyrir sér hlýnun jarðar og eyðileggingu ósonlagsins en nú hefur maður áhyggjur af því að ísöld sé að ganga í garð...Það er ekki öll vitleysan eins... En ég læt þetta duga í bili og óska ykkur "gleðilegs "" sumars...:)

Kveðja Inga hin óttaslegna...

~~**~~

Dásamlega fallegur klútur svo rómó...á eftir að henta vel við brúðardressið mitt!!



Lavenderljós og sápa!!






Flott lengja þar sem maður getur klemmt skemmtilegar myndir og kort á!!!







Flottir pottaleppar frá House docktor!!






Var svo skemmtilega innpakkaður pakkinn með þessum hekluðu blúndum og gömlum myndum ( gleymdi að taka mynd af pakkanum sem var svooo fallegur.. En svona lá mér mikið á að rífa hann upp..)





Sætar servéttur frá House docktor og yndisleg budda...






Yndisleg hálsfesti sem var í þessum dúllulega poka þetta er reyndar vasaúr eins og er svo mikið núna...Æ lov It!!!




~~**~~