laugardagur, 26. febrúar 2011

Eitt og annað!!!

Góðan daginn... Er í smápásu í tiltektinni þennan laugardaginn. Mikið djö.. er leiðinlegt að þrífa. Venst því bara aldrei. Veit ekki hvert tuskubrjálæðisgenin hennar mömmu fóru. Allavega ekki í okkur systur. Kannski í bróðir minn..Er aðeins farin að velta fyrir mér sumrinu og að reyna að skipuleggja það. Eitt er allavega víst að austur verður farið en hvenær það er á huldu greyinu ennþá. En allavega er bróðir minn að fara að gifta sig þann 23 júlí og þá verð ég allavega þar. Er meira að segja búin að kaupa mér dressið fyrir þann fagnað. Féll gjörsamlega fyrir þessum kjól sem er hér neðar á síðunni en vantar skó við hann... Það er nógur tími til að leita að þeim. Skilst að systir mín sé einnig komin með dressið svo að einhhver er spenningurinn hjá okkur. Eða kannski bara svona fegnar að hann sé gengin út og komin í hnapphelduna..:O)...
Skítafýlu veður hér alla daga rigning fyrir allan peninginn dag eftir dag og rok. Sonurinn og systursonurinn halda manni við efnið um að elda mat hér alla daga og oft á dag þar sem þeir eru svo duglegir að vinna. Vaktirnar eru 8 tíma og mér líður eins og gamalli borgfirskri sveitakjellu sem þarf að vera að þvo og elda allan fkn&%# tímann. En þetta stendur stutt yfir og það ætti ekki að drepa mig. Uppgripin góð fyrir peningalausa unga menn. Jæja ætli sé ekki best að halda áfram leiðinlegustu iðju í heimi... ÞRÍFA... svo ég geti haft það huggó í kvöld með mínum heittelskaða. Gangið hægt um gleðinnar dyr þið sem eruð að fara á djammið og þið sem ætlið að hafa það huggó eins og ég njótið í botn!!!
Heilsur á línuna
Ingibjörg eigi svo þrifna!!

~~**~~


Vá hvað ég féll fyrir honum... og var ekki dýr sem er orðið undrunarefni í dag..
Væri til í þessa við en langar samt heldur meira í bandaskó í svipuðum stíl..


Þessir eru krúttlegir líka...



Og þessir myndu sóma sér vel á mér... Þessa skó er alla hægt að fá í
Kosítas..

mánudagur, 14. febrúar 2011

Háskaför með Herjólfi og hár!!!

Oj, Oj og aftur oj!!




Komiði sæl!!


Jamm einhvernvegin lengist bilið á milli þess sem ég skrifa. En á endanum kemur nú eitthvað... Búið að vera hér skítabræla á eyjunni í fleiri, fleiri daga og er þetta nú bara alveg að verða fínt. Þetta byrjaði allt á að maður fékk það óþvegið hér fyrir um viku þegar gerði vonskuveður og kofinn hristist allur og skalf... Endaði með því að tvær stenilplötur af vesturhlið hússins flettust af og bílhurðin fauk upp og allt í tjóni...Man bara ekki eftir svona leiðinlegu veðri á Fjólugötunni í þau tólf ár sem við höfum búið við hana. Ég þurfti síðan tveimur dögum seinna að fara til Rvk í smá aðgerð og fór með Herjólfi seinni ferð á miðvikudegi sem var ágætisferð.Morguninn eftir var ég hármódel fyrir dóttir vinkonu minnar uppi í Tækniskóla og leyfði henni heldur betur að dedúa við mig og kom eins og unglamb með smá pönk ívafi frá henni... (rosa ánægð sko) Takk fyrir þetta Anna Ester mín þú veður algjör snillingur að námi loknu ef þú heldur svona áfram... En viti menn á meðan ég lét mér líða vel þarna í stólnum hjá henni þá var hringt í mig og mér sagt að búið væri að fresta aðgerðinni um óákveðin tíma þar sem eitthvert tæki sem nota átti á mig væri bilað...:( Ég brjálaðist... Jú það má segja það... Að hringja svona morguninn áður að segja mér þetta var algjör skandall. Það er eins og þetta fólk haldi að maður búi í næsta húsi. Ég sagði aumingja konunni þetta og henni fannst þetta voða leitt... Ég sagðist skyldu nú ætla það að henni þætti það. Það væri nú það minnsta sem henni þætti. Hún sagðist hafa reynt að hringja í mig en ég ekki svarað... Og viti menn jú hún hafði það á meðan ég var í Herjólfi. Mér finnst lágmark að manni séu allavega gefnir tveir til þrír dagar þar sem maður býr úti á landi... En hvað um það það þýddi bara eitt að ég þurfti að hunskast heim aftur í kolvitlausu veðri suðaustan 22 m stóð á skiltinu í Þrengslunum... :( Mig hlakkaði ekki til Herjólfs... Ég var nýlögst í kojuna þegar ég dauðsá eftir að hafa farið... Þvílík hörmungarferð upphófst sem stóð í 4 tíma og ég í lausu lofti á milli koja alla leiðina eða að reyna að skorða mig af til að fljúga ekki út á gólf sem ég nú samt gerði og ælubakkinn á eftir mér... Ég var þó ekki sjóveik sem betur fer... En hrædd var ég fyrir allan peninginn..:(..Hefði fengið 10 fyrir fimleikaæfingarnar sem ég stundaði þessa fjóra tíma og er enn með harðsperrur eftir að reyna að halda mér kyrri.... Ég er búin að ákveða að fara aldrei aftur með skipinu í febrúar. ALDREI!!!!!. Ég komst einhvernvegin heim til mín titrandi og skjálfandi á bílnum. Þar sem ekki var þurr þráður á mér þegar ég kom heim þá skreiddist ég í bað, raðaði í mig róandi lyfjum og skreiddist þaðan upp í rúm gjörsamlega búin á því!!!Fór í millitíðinni inn á veður.is til að gá hvernig veðrið væri og þá voru suðaustan 33 m...:( Ég veit núna hvernig það er að vera á skipinu þegar VONT er í sjóinn, hélt ég væri búin að því einhverntíman en svo var ekki fyrr en nú. Ég vona að ég eigi ekki eftir að lenda í svona aftur... Eða ég ætla ekki að lenda í svona aftur.... Þetta er nú það eina sem ég hef um að tala núna það kemst eiginlega ekkert annað að hjá mér.. Það er ekki gott að vera hræddur og gráta aleinn í einhverjum ógeðsklefa niður í einhverju skipi. Bless í bili...:(


Ingibjörg ofurhetja!!!

Before




After





miðvikudagur, 2. febrúar 2011

Heill hafsjór af minningum!!!

Sæl öll sömul...
Margt og mikið hefur skeð í lífi mínu að undanförnu. Búin að vera lasin fyrir allan peninginn og var frá vinnu í dágóðan tíma... Þetta er sem betur fer allt á uppleið aftur. Það er ekkert eins vont og að vera lasin á líkama og sál. Ein mín besta vinkona sem er mamma minnar bestu vinkonu lést á dögunum og dreif ég mig því austur á Seyðisfjörð til að fylgja henni til grafar. ÞAð var falleg athöfn og langar mig að segja bara skemmtileg líka, eins og hún Gústa mín var sjálf. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki farið til hennar á sumrin eins og ég gerði alla tíð eftir að ég flutti, til að hlusta á þusið í henni og hlæja dátt með henni. Hún var yndisleg kona í alla staði sem átti þó ekki þrautarlaust líf. Aðra eins elju og þrautseigju í einni manneskju hefur maður varla kynnst. Ég veit að nú situr hún í gullstól með vinum og vandamönnum og heldur áfram að hlæja og þusa...:O) Ég flaug austur og til baka og hef ég ekki flogið innanlands í mörg ár. Sem betur fer var gott að fljúga því að síðast þegar ég flaug var ég rétt búin að fingurbrjóta manninn við hliðina á mér svo hrædd var ég. Ég komst að sjálfsögðu ekki alla leið til Eyja sama dag því það er orðið munaður að komast hér á milli lands og Eyja þegar manni hentar. Annað hvort vegna veðurs eða annara vandamála sem þetta fyrirtæki finnur uppá...:( ...Gott er að vera byrjuð að vinna á fullu aftur og að halda heimilinu í skefjum ég finn til með fólki sem ekki getur vegna veikinda af einhverju tagi getur ekki lifað lífinu sem skyldi. Ég er heppin manneskja að vera heilbrigð á sál og líkama að langmestu leyti. Ég læt hér staðar numið í bili og óska ykkur fljótlegs febrúarmánaðar..:O)
Kv Ingibjörg alheilbrigða.

~~**~~

Vinir og ættingjar Gústu hittust á góðri stundu

...og þá skiptust á skin...

...og skúrir.

ÞArna er þessi fallega fjölskylda samankomin á árum áður
Gústa, Steini og Gúa
.

Gústan mín svo fín á þessari mynd..



Í fallegu athöfninni...



og svo inni í kirkjugarði...


Og Gúan mín horfir til himins. og þakkar fyrir allt og allt og það geri ég líka
~~**~~