þriðjudagur, 26. maí 2009

Sumarfrí,krullur og krútt....

Gott kveldið...
Þá er ég nú komin í sumarfrí og það langþráð..
'atti inni 6 daga frí og lét það eftir mér að taka það allt núna í endann á skólaárinu. Þar sem þessi skóli teygir lopann síðustu dagana fannst mér þetta snjallræði hjá mér. Ég fer austur á bóginn um helgina og áætla að vera á Seyðisfirði á sunnudagskvöldið. Ætla mér að mæta í 1 árs afmælið hjá Friðriki litla frænda mínum á laugardaginn í Reykjavíkinni og bruna svo á stað á vit ævintýranna í firði seyðanna. Hjá mér verður árgangsmót sjómannadagshelgina og hlakka ég mikið til. Það er nú ekkert kannski spes mæting en þeir sem mæta eru skemmtilegastir svo ég hef ekki áhyggjur. Hef meiri áhyggjur af heilsu minni þessa helgi...:=) vonandi get ég tórað alla helgina án þess að drepast úr þynnku... Hef aldrei einhvernvegin verið fyrir þessa afréttara. En við sjáum hvað setur.

~~**~~
Fór í klippinu... eða ætlaði í klippingu og lit í gær en komst svo að þeirri niðurstöðu að halda nýfengnum krullunum mínum. Það er nú bara fyndið hvernig hárið á mér er orðið. Eftir aðgerðina fyrir rúmu ári síðan þá missti ég mikið hárið og undanfarna tvo mánuði er það svona að komast í fyrra horf. EN ÞAÐ KEMUR TIL BAKA SVONA LÍKA KRULLAÐ!!!! Var nú ekkert alveg að fíla það en ákvað svo bara að halda aðeins áfram að safna því og fá það aðeins niður. Læt svo bara klippa það þegar ég er orðin leið þa þessu. Ég reyndar fékk mér mikin og góðann lit sem ég er mjög ánægð með. Elltaf einhvernvegin enda í þessu svarta og rauða. Er svoddann norn í mér...:=)

~~**~~
Stúfurinn litli hann Friðrik frændi minn verður ársgamall um helgina og ætla ég að vera í afmælinu hans. Hann er langflottasti rauðhaus í heimi !!! bara sætur og bestur, hér fyrir neðan eru nokkrar nýjar myndir af honum.
Ég bið svo bara að heilsa ykkur í bili og kannski blogga ég eitthvað á austurlandinu fagra... Allavega ...þið kíkið inn öðru hvoru. Lifið heil en ekki hálf það getur verið frekar óþægilegt...:=).
Ingibjörg alelda..

Hárið mitt krullaða...







Langflottastur minn...







miðvikudagur, 20. maí 2009

þarf stundum lengri sólahring....=)

Þessa tókum við þegar við komum heim af skólasýningunni... svo flott máluð....


Good evening people!!!
það er ekki oft sem maður þyrfti að hafa 30 tíma í sólahringnum... og kannski sem betur fer en í dag þurfti ég á því að halda!! brjálaður dagur. Byrjaði náttlega í vinnunni en fór svo upp á sjúkrahús í áfyllingu á járni sem allt fór í handaskolum sprakk æð og ég bólgnaði öll upp og járnið lak undir húðina með miklum sársauka.. Ég var stungin sundur og saman en þeir uðru að gefast upp þar sem engin æð fannst orðið til að stinga í. Fer aftur á föstudag þar sem gera á aðra tilraun...:=( svo var skólasýning hjá Hindinni minni sem hófst með danssýningu og alles rosa flott. En ég gleymdi myndavélinni heima..:=(... Svo fór ég á aldeilis frábæra útgáfutónleika með Trommaranum mínum og Foreign Monkeys. Og þar var ég með myndavélina á fullu. Helv...´góðir KEypti 4 áritaða diska sem ég ætla að senda út um víðan völl. Svo sit ég hér núna kl 22:15 og býð eftir hringingu frá vinkonu um hvort við eigum að drífa okkur á Volcano pöbb til að dansa við músik hjá Sigga Hlö sem spilar jú aldeilis frábær lög frá 80´s tímabilinu... must go... Koma svo Þórey mín upp með bokkuna...=)
Heyri í ykkur síðar my babies. Salud. Inga ótroðna...:=)


~~**~~

Flottastir

























laugardagur, 16. maí 2009

Afmæli og óvissuferð...:=)

Helloj...
Já enn og aftur er fjör hjá minni. Það er eins og ég sé að flýta mér að gera allt skemmtilegt í lífinu áður en ég verð of gömul til þess. Bara nóg að gera í skemmtanalífinu hjá mér og þannig vil ég hafa það. Ég átti nú ofurlítið afmæli á fimmtudaginn og fékk fullt af gjöfum eins og venjulega. Alltaf gaman að fá pakka. ..:=) Svo var óvissuferð hjá grunnskólanum í gærkvöldi og var það mikið gaman. Það var hár og gleraugnaþema. Mín var bleikhærð með sítt hár. Gaman að því, ég var í liði frá Albaníu og við unnum bocchia-keppni. Hahahahaha. Við áttum að skíra liðið og fékk það nafnið "Grímanovitzh" og vorum við með rosa flottar grímur sem hún Svava kom með og ég var svo heppin að lenda í liði með. Svo áttum við að semja Júrovision lag og syngja það... En það verður ekki haft eftir hér því það var soldið dónó...:=) En ekki hvað.!!!. Nú er verið að koma sér í júróvisiongírin í þessum töluðu orðum og ætla ég að sitja alein og hlusta og horfa í þetta skipti... Svo ég geti haft þetta beint í æð. Býst ekki við að mjói minn nenni að horfa með mér.( ekki hans stíll) og Hindin er í júróvision-partý-grilli hjá vinkonu sinni. og nú er ég búin að tala í bili og bið að heilsa að sinni. Óska þó Jóhönnu alls hins besta í keppninni og spái henni í topp 10. Good bye. Ingibjörg allrahanda.

~~**~~


hahaha... Lási eins og ellilífeyrisþegi á þessari mynd...
nefndin að syngja frumsamið....

Ég úr Grímanovitzh hópnum....

Óla Heiða að reyna að svara einhverjum spurningum....



Allir Grímanovitzh voða alvarlegir að reyna að svara í spurningakeppninni...




Guðbjörg Lilja fór á kostum og hét hún í þessu gerfi. "Flæðilína"




Nefndin í geggjað góðu veðri. sem var....


Með sól í hjarta og augum....




Ég og Karen að byrja óvissuferðina...

mín með lyfjabrunn og verð með hann í viku í viðbót...:=(

ammmmalið mitt....
gjafirnar mínar...



fullt af allskonar frá Kollu mágkonu...


Dásamlegar sumartöfflur frá Kristjönu vinkonu....



Æðislegar grifflur frá Siggu Þ vinkonu....



Geggjaður hringur frá Önnu Lilju vinkonu....



Baðsett frá Siggu Ó .vinkonu.....


Shower gel frá Ellý frænku...



Æðisleg rauðvínsglös frá Þórey vinkonu... ( ekki veitir af)...:=)



Dásamlegan blómvönd frá Siggu systir...

Svo fékk ég ensk pund frá tengdó.
rauðvín og gjafabréf í tískuverslun frá mjóa mínum og á eftir að fá frá
ma & pa ekki slæmur afrakstur þetta... mmm svo gaman.

mánudagur, 11. maí 2009

4 stjörnur af 5.. frábær dómur fyrstu plötu The Foreign Monkeys


~~**~~

Eyjapeyjarnir í The Foreign monkeys, sem sigruðu í músíktilraunum með glans árið 2006, sendu frá sér sína fyrstu breiðskífu á dögunum og má til komið,myndu einhverjir segja. Platan heitir π(pí)og er það visst öfugmæli með hliðsjón af innihaldinu,því lögin eiga fátt samleiginlegt með hinni margfrægu óræðu tölu. Þvert á móti bera þeir fjórmenningar afskaplega auðskiljanlegt rokk á borð- blátt áfram og bylmingsgott. Strax í fyrsta laginu "Million",blasir við að hér verður hlustandinn ekki tekin neinum vettlingatökum,Og hin góðu fyrirheit sem þar eru gefin halda fullkomlega þaðan í frá. Við tekur " Love song" sem er eitt besta lag plötunnar, og strákarnir slá ekki af fyrr en upp er staðið og geislinn hættir að lesa diskinn."Black cave, Molla" og Bibi Song eru allt saman dúndurflott lög sem ættu að seðja hvers manns rokkhungur og rúmlega það. Er þá ótalið hið frábæra "Los"sem er hálfgerður hápunktur og dettur inn um miðbik plötunnar. Lagið er ekki nema tæpar tvær mínútur að lengd en minnir helst á eitthvað sem Soundgarden hefðu geta hrist fram úr erminni um það leyti sem meistraverkið Superunknown kom út. Ekki einasta eru Foreign Monkeys sérlega naskir á að splæsa saman í þétt og gefandi riff heldur eru þeir bráðflinkir að flétta saman góða laglínu. Afraksturinn er eftir því. Áhrifin sem greina má á plötunni eru öll úr ágætis áttum. Eitthvað segir mér að þeir kumpánar kunni að meta Queen of the stone aged og meira en lítið, auk þess sem fönkaður bassinn og einstaka drýsilöskur Boga Ágústs Rúnarssonar söngvara minna heilmikið á Faith No More með Mike Patton í ham. Svei mér ef smá virðingavotti er ekki beint að FNM í laginu" Whem Whem";. Það kallast alltént sterklega á við "Cafeine" af plötunni Angel Dust.
Strákarnir verða þó síst vændir um að sigla í kjölfari erlendra spámanna; hljómurinn allur er bara svo úrvalsgóður að sveitin stendur öðrum framandi og erlendum spendýrum fyllilega á sporði. Frumraun apanna er einfaldlega svaka fín. Það sakar svo síst að að lögin eru öll í styttra lagi og lopinn hvergi teygður, utan í tveimur síðustu lögunum. Þau eru áberandi lengst og hefði satt að segja mátt stytta þau nokkuð í aftari endann. Það kemur þó engin ósköp að sök, og sem fyrr segir er platan skotheldur gripur fyrir þá sem vilja bylmingsfastann fantamálm- og rúmlega það.
Tónlistagagnrýnandinn.
hjá MBL
Jón Agnar Ólason.


fimmtudagur, 7. maí 2009

Mæðgnadagurinn mikli...

Halló!!
Góður dagur í dag. Átti góðann dag með Hindinni minni þar sem við fórum í bakaríið í hádeginu og fengum okkur hollt og gott í svanginn. Fórum síðan heim og tókum til, ég í öllu húsinu og hún í herberginu sínu. Þar á eftir labbaði ég í bæinn en hún hjólaði. Fórum í smá búðarráp og fórum síðan langan rúnt í kringum bæinn. Komum við hjá Siggu vinkonu og fengum okkur kaffisopa og héldum síðan heim á leið. Bjuggum til pizzu ,hún sína og ég fyrir restina af heimilisfólkinu sem samanstendur af mér og honum mjóa mínum...:=) Hún vildi endilega búa til eins pizzu og hún fékk í síðustu sólarlandaferð og minnti mest á útflattan saltfisk. Bragðaðist þó eins og pizza. Síðan tók lærdómur við fyrir stærðfræðipróf. Og ég sé það á öllu að það verður ekki langt í að ég geti ekki hjálpað henni lengur. Hef aldrei verið sleip á því sviðinu...:=/... En þetta hafðist þó að lokum og svo er bara að sjá hvaða visku okkur tókst að troða í hana. Svo var það bara beint í háttinn þar sem hún var búin eftir góðann dag með mömmu sinni. Ég hangi þó enn uppi og sit hér í tölvunni ... Náttúrulega á fésinu að njósna um Pétur og Pál... Meiri tímaþjófurinn þetta helv.... En oft gaman líka. Nú er ég orðin sybbin og bíð góða nótt.
Ingibjörg stærðfræðiheili...( not)


~~**~~
saltfiskpizzan....:=)
Pizzan mín og mjóa míns... verður til í matinn á morgun líka... ekki verra.

Stærðfræðiskruddurnar....


Alveg búin á því eftir góðann dag....

Yndislegt veður um 11 leytið í kvöld en þó nokkuð hvasst... (kemur á óvart)
~~**~~

laugardagur, 2. maí 2009

Ponsuafmæli bóndans og 80´s myndir

~~**~~
Djók.. ég var rétt búin að gleyma að setja þessar myndir inn af okkur vinunum hér í góðum fíling...
~~**~~


~~**~~

Jæja miðað við aldur og fyrri störf er ég bara hress þennan laugardag . Daginn eftir 80´s fjörið mikla.

Dagurinn byrjaði vel og ég skúraði allt út og gerði eina gómsæta súkkulaðitertu í tilefni afmælis mjóa míns. Ekkert vildi hann afmælið halda uppá svo að við sátum bara litla fjölskyldan og borðuðum kökuna í góðu yfirlæti með sjálfum okkur og drukkum kaffi með. Hindin mín og ég vorum búnar að útbúa pakka og ég ákvað svo að gefa honum eina rauðvín með öllu saman ef hann skyldi þurfa að drekkja sorgum sínum yfir því að ég væri að fara á djammið....:=)

~~**~~

~~**~~
Tvær sætar afmælismyndir!!!!





Og Hefst þá fjörið!!!!
~~**~~

Kvöldið byrjaði snemma hjá okkur vinkonunum því við ákváðum að hittast og greiða okkur og mála saman.


Mín reddí um hárið og andlitið...:=)


thí hí....


Eigum við að ræða þetta hár eitthvað...???

Íris tilbúin um hárið og þá er það förðunin...


hmmmm... hvorar á ég að velja????


Stytting á pilsum hófst í stórum stíl....


og mátun á armböndum....


Lakkaðar neglur... varð allt að vera í stíl...


Val á lit legghlífana var erfiðara fyrir suma en aðra...:=)


Mín reddí og komin í símann....

Flott...

flottari....


flottust....


verið að ræða hvort eigi nú ekki að fara að koma sér af stað....



thí hí.....


gaman gaman....


verið að undirbúa myndatökur....


glamúrgellurnar....

does it get any better????


tískusýningin var frábær...


í anda 80´s...


Ég og Lóa....


Hebbi Gumm take it away...


Bjöggi ertu að grínast með þetta á hausnum!!!!!!!!

Súsanna í sveiflu....


Biggi Nílsen að skemmta lýðnum....


Hebbi Gumm... Cant walk away...


Með átrúnaðargoðinu...(not)


jóóó... Íris..



Berglind og fleira gott fólk...