Þá er ég nú komin í sumarfrí og það langþráð..
'atti inni 6 daga frí og lét það eftir mér að taka það allt núna í endann á skólaárinu. Þar sem þessi skóli teygir lopann síðustu dagana fannst mér þetta snjallræði hjá mér. Ég fer austur á bóginn um helgina og áætla að vera á Seyðisfirði á sunnudagskvöldið. Ætla mér að mæta í 1 árs afmælið hjá Friðriki litla frænda mínum á laugardaginn í Reykjavíkinni og bruna svo á stað á vit ævintýranna í firði seyðanna. Hjá mér verður árgangsmót sjómannadagshelgina og hlakka ég mikið til. Það er nú ekkert kannski spes mæting en þeir sem mæta eru skemmtilegastir svo ég hef ekki áhyggjur. Hef meiri áhyggjur af heilsu minni þessa helgi...:=) vonandi get ég tórað alla helgina án þess að drepast úr þynnku... Hef aldrei einhvernvegin verið fyrir þessa afréttara. En við sjáum hvað setur.
~~**~~
Fór í klippinu... eða ætlaði í klippingu og lit í gær en komst svo að þeirri niðurstöðu að halda nýfengnum krullunum mínum. Það er nú bara fyndið hvernig hárið á mér er orðið. Eftir aðgerðina fyrir rúmu ári síðan þá missti ég mikið hárið og undanfarna tvo mánuði er það svona að komast í fyrra horf. EN ÞAÐ KEMUR TIL BAKA SVONA LÍKA KRULLAÐ!!!! Var nú ekkert alveg að fíla það en ákvað svo bara að halda aðeins áfram að safna því og fá það aðeins niður. Læt svo bara klippa það þegar ég er orðin leið þa þessu. Ég reyndar fékk mér mikin og góðann lit sem ég er mjög ánægð með. Elltaf einhvernvegin enda í þessu svarta og rauða. Er svoddann norn í mér...:=)~~**~~
Ég bið svo bara að heilsa ykkur í bili og kannski blogga ég eitthvað á austurlandinu fagra... Allavega ...þið kíkið inn öðru hvoru. Lifið heil en ekki hálf það getur verið frekar óþægilegt...:=).
Ingibjörg alelda..
Hárið mitt krullaða...