~~**~~

Gott kvöld.
Þá er ég nú komin heim aftur eftir vikudvöl í Reykjavíkinni. Þvílíkur kleppur og er ég mjög fegin að hafa lítið þurft með búðirnar að gera. Allt gekk vel og er ég saumuð má segja uppúr og niður úr..:O) Allir ánægðir með hvernig tiltókst og er það nú aldeilis ánægjulegt. Ég hef það svo bara sem náðugast og get lítið gert. Það verða skítug jól þessi jólin og "so what "eins og einhver sagði. Þau verða alveg jafn ánægjuleg og alltaf áður. Nú hugsið þið... Bíddu bíddu á manneskjan ekki kall sem getur þrifið?? jú ég á það og hann er búin að vera voooða duglegur . En það er líka brjálað að gera í vinnunni hans fyrir jólin. Ég hef svosem ekkert merkilegt að segja ykkur nema að það eru að koma jól!!!! Það er minn árstími og nýt ég í botn þess tíma sama hvernig er komið fyrir mér. Ekkert getur skemmt fyrir mér ánægjuna...
Ég óska ykkur öllum gleði og friðar yfir hátíðina, Verið góð hvort við annað, farið vel með ykkur . Þetta er eina lífið sem við eigum og njótum þess á meðan kostur er.
Þess óskar Ingan ykkar allra...
~~**~~




Flottasti Friðrikinn í öllum heiminum

Hjá Siggu fræ í HVERÓ



Það er ekki hægt að þykja vænna um nokkurn hlut en þennan. Takk fræið mitt.