Gott kvöld..
Þá sit ég hér og reyni að fá yl í kroppinn. Var að koma af fótboltaleik sem við unnum svo snilldarlega 5-1 á móti Haukum. En rigningin var slík að eini bletturinn sem var þurr á mér var inni í naflanum... :=) En að öllu gríni slepptu þá er nú vinnan að komast í rétt horf ,held ég hafi gengið um 10 kílómetra frá 8-2 í gær og annað eins í morgun bara af því ég mundi ekki hvar þessi bekkur var í stofu og hvar hinn bekkurinn var og hjá hvaða bekk ég ætti að vera núna. Er búin að hengja stundartöfluna á nefið á mér fyrir morgundaginn svo að þetta ætti nú að ganga betur.Ég er glöð að einu leyti að það sé að hausta og það er að nú er gaman að hafa kveikt á kertum og seríum og gera svolítið kósý hjá sér. Var svona aðeins að reyna að gera kósý hjá mér fyrir veturinn og setja kerti og dúllerí hingað og þangað um húsið. Hér fyrir neðan eru myndir af sumu af því. Þessar myndir verða innlegg mitt inn í helgina fyrir ykkur og vonandi njótið þið helgarinnar eins og ég ætla að gera... Því þetta verður víst síðasta helgin í bili þar sem verður hægt að hafa hreint og kósí svo byrjar fjörið með eldhúsið... Og af fenginni reynslu þá verður örugglega ryk í öllu húsinu og kannski bara í naflanum á mér líka næstu 2 mánuðina eða svo . Góða helgi öll og stórt knús til ykkar . INGA
Sæt lítil krús....
Á baðherberginu....
Svo dúlluleg...
Augun eru Spegill sálarinnar....
Litlir hrafnsvængir á spegli....
Vonandi fara þeir ekki að fljúga um.....
~~**~~