~~**~~
Góðann daginn.
Það var allt komið út í bíl, búið að pakka öllu, kaupa nesti og átti að fara snemma að sofa í gærkvöldi og leggja í hann senmma í morgun. En nei nei þá fékk frúin þá flugu í höfuðið að vera út vikuna og fara ekki fyrr en á föstudaginn. Tær snilld finnst mér því í morgun þegar ég vaknaði
var 19 stiga hiti og blankalogn og sólarlaust....mmmm það var dásamlegt og ekki fannst mér ákvörðun mín síðri. Hér er búið að vera yndislegt að vera og ég hreinlega tími ekki að fara. Fullt af fólki, fullt um að vera og maður hefur hreinlega ekki haft undan að vera á öldurhúsum bæjarins og kaffihúsum. Þetta er lífið, ef einhver var að vandræðast með hvernig það væri þá er það svona og ekkert öðruvísi. Samansafn mynda eftir helgina eru hér fyrir neðan. Ég eyddi föstudeginum með Hindinni minni í sveitinni þar sem ég var þegar ég var lítil. Við fórum í klst útreiðatúr og er ég enn í afturendanum eins og ég hafi fætt af mér körfubolta..:=) Þar fyrir neðan eru svo myndir frá útivist á uppskeruhátíðinni á L.ung.A Það hefði ekki getað verið betra veður allir bara að chilla, í sólbaði og hlusta á músik. Uppskeruhátíðin var með öðru sniði núna og verð ég að segja að hugmyndin var alveg brilliant EN... mér finnst hún samt mikilfenglegri eins og hún hefur verið undanfarin ár. Vantaði eitthvað svona kikk sem maður hefur fengið við að horfa á hana. Neðstu myndirnar eru svo frá chilli á Öldunni og á neðstu myndinni eru ég og Eyþór Bubba-Idol nýbúin að syngja lagið Haleluja á Lárunni.....he he já það laðast að manni fræga fólkið.. En nú er ég hætt, ég heyri í ykkur von bráðar og vonandi drukknar engin í rigningunni þarna hjá ykkur öllum nema á austulandinu.. Góðar stundir - ef svo ber undir. INGA
~~**~
Já sko bara .... hef engu gleymt....
Hjónin eru enn með yfir 40 hesta....
Þarna er Anna að ná í minn.....
Þetta er hún Drottning sem Hind var á .....
Þarna eru hjónin að verða tilbúin....
~~**~~
Dásamlegt veður á uppskeruhátíðinni...
Allir að chilla.....
smá loppis markaður með allt fá kleinum upp í föt....
~~**~~ þEtta rennur ljúft í sólinni...
og í góðra vina hópi....
~~**~~
Ég veit ekki alveg hvort við munum eftir þessu en það var held ég gaman á meðan á því stóð....
~~**~~