þriðjudagur, 29. júlí 2008

Þjóðhátíðar-festival.. forsmekkur!!

~~**~~

Jesús minn!! thí hí hvað þetta var gaman....

Þarna vantar samt Dóru á myndina...:=)

Ha ha... Fann myndina frá í fyrra tær snilld...

~~**~~
Jamm góðan dag!!
Þetta er bara svona smá sýnishorn af því sem koma skal hjá mér næstu helgi. Flott spá framundan og ekki eftir neinu að bíða. Undirbúningur gengur vel og sólin skín. Var reyndar að leita að búningamyndunum frá í fyrra en fann þær ekki... Þá vorum við í svertingja-kerlingaleik sem var mjög flott en hér fyrir neðan er mynd af okkur frá því árið þar áður þar sem þær voru ömmur mínar og ég var *the bitch*... Það verður gaman að sjá hverju við endum í þessa hátíðina... En ég reyni að vera með myndir um, helgina ef ég verð hress:=) annars bara bið ég að heilsa í bili... Inga Partytröll...


~~**~~

Hvernig er hægt að missa af þessu???????


múnderíng árið 2006...

sunnudagskvöld....með blysum og næs veðri
föstudagskvöld með brennu og smá úða....
mmmm.... föstudagskvöld og brennan....
blyshringurinn á sunnudagskvöldinu.....
flugeldasýningin á laugardagskvöldinu.....
~~**~~

sunnudagur, 27. júlí 2008

ferðalag og frábær dagur.....

~~*~~
Góðann og blessaðan daginn!!!
Æ hvað var nú gott að koma heim. Eftir að hafa keyrt í 8 klst. sofið í gestarúmi, farið í skírn og endað svo á skelfilegri sjóferð með fjandans Herjólfi Gubbólfsyni. Ojj hvað var vont í sjóinn. En það er búið og gert. Ég kaus að búa hér ásamt öllum vanköntum. Við mæðgurnar og frænkurnar fórum í yndislega fallega og skemmtilega skírn í gær hjá Ágústi bróður. Pabbi minn fékk nafna og fór ég náttúrulega að grenja yfir því ásamt fleirum... En til hamingju litli Friðrik Heiðdal með nafnið þitt sem þú berð svo sannarlega með prýði jafn rólegur og góður þú ert.
Annars gekk ferðalagið vel nema ég var svo syfjuð á leiðinni að ég stoppaði 2svar til að fá mér sterkan og góðann kaffibolla á leiðinni. Stelpurnar Hind og Fjóla voru eins og englar og horfðu á mynd,spjölluðu og sungu alla leiðina. Ekki leiðinlegt að hafa þannig ferðafélaga. Við stoppuðum líka eins og góðum túrhesti sæmir og tókum fallegar myndir af náttúrunni og hvor annari. En ég læt þetta duga í bili mér hryllir við því að fara að ná í farangurinn og ganga frá og náttúrulega að koma húsinu mínu í lag. Ekki að það hafi ekki verið í lagi en meira svona fjarska-fallegt... if you know what i mean.... :=) Eigiði góðan sunnudag og ég læt heyra í mér þótt síðar verði. En nú fer að verða nóg að gera að byrja á undirbúningi þjóðhátíðarinnar. bæ INGA svo undur þreytta.
~~**~~



Bless bless fjörðurinn minn fagri . Sé þig á næsta ári.....


Horft ofan af Öxi niður í Berufjörðinn... Hrikalegur fjallvegur.....

Sniðugur foss á Öxi....
Einnig á Öxi....


Stoppað í Jökulsárlóni og myndað....





Það var pínukalt þarna í kring en samt var um 20 stiga hiti ....


~~**~~
Skírnin hjá Friðriki Heiðdal.


mamma og pabbi svo montin með hann....
fullt af fólki....
Allir að syngja sálm fyrir barnið....
Ég bara flottust.... thí hí....


Skírnartertan fallega og góða.....
skírnarkertið hans Frikka litla....
montin fjölskilda....:=)
sjáiði hvað afi er eins og reygður hani af monti....
Friðrik Heiðdal... eða Frikki litli.... Hann er í 44 ára gömlum skírnarkjól sem barnabörn og barna-barnabörn ömmu Siggu hafa verið í....


Sigríður systir mín ......
afarnir Friðrik heiðdal og Friðrik Heiðdal þarna í baksýn á myndinni sem við Sigga gáfum honum í skírnargjöf... brúntóna og sett á striga. Svo flott....
Vigdís Hind og Fjóla Lind frænkurnar....
Brjálað að gera í ljósmyndun og skrifum á meðan amma horfit íbyggin á.....
~~**~~

fimmtudagur, 24. júlí 2008

Í faðmi fjallasala......

~~**~~
Helloj...
Það var hreint dásamlegur dagur í dag. Sólin skein og steikti mann inn að beini. 24°c og næs.
Við ákváðum að nú væri tími til komin að leggja land undir fót og ganga út í Skálanes. Ég ,Hind, Sigga, Kalli, Fjóla og Sjonni. Við lögðum af stað kl 14:00 og vorum komin út eftir kl 15:30. Leiðin þangað var heill heimur af dásamlegum lækjum og fossum, Já náttúran hreint stórkostleg. Þegar úteftir var komið beið okkar Kaffi og lummur og ískaldur El grillo bjór. Önnur öxlin á mér steikt inn að beini en það gerir ekkert til. Í bakaleiðinni var maður orðin ansi þreyttur og steiktur og sybbinn. Og þegar heim var komið var sturtan og koddinn það eina sem hugsað var um. En ég er búin að ákveða það strax að þarna fer ég um leið og ég kem aftur næsta sumar. Það er engin vitleysa að manni finnst maður nokkrum árum yngri eftir svona góðan göngutúr og útiveru. Að finna lyktina af náttúrunni er eitthvað sem ég var hreinlega búin að gleyma og ekki fundið frá því ég var barn. Svona lyng-berja-lækja-fossa-náttúrulykt!!! Kannist þið við það??? MMM... Mér finnst ég vera fær í flestann sjó eftir þennan dag. Og kannski eins gott því á morgun verður keyrt af stað til Reykjavíkur :=( en ljósi punkturinn þar er að ltili frændi minn fær nafnið sitt á laugaraginn og verður gott að geta kallað hann sínu rétta nafni áður en nafnið Dúskur festist við hann.:=) Jæja gott fólk svo verður farið alla leið til Vestmannaeyja á laugardagskvöld og byrjað að undirbúa Þjóðhátíðina... Ég veit að sumir verða glaðir þegar ég verð komin alla leið og get einbeitt mér að því að ákveða hvað á að hafa í tjaldinu og hvernig þemað verður í ár. Góðar stundir gott fólk og gangið í náttúrunni sem er bara handan við hornið hjá ykkur og finnið angan af lífinu. mmmm hvað er gaman að lifa. Ykkar INGA

~~**~~
Sjonni minn að mynda.....


göngubrúin yfir Austdalsá....
verið að leggja í hann við Austdalinn.....
Séð út í Skálanes frá Austdal....
Séð út að Brimnesvita frá Austdal.....
Smá kleinu og vatnspása.....
Sjonni og Hind í góðum gír.....
Sigga,Kalli og Fjóla....
Svona vogar og víkur eru á leiðinni út eftir.....
Farið yfir göngubrúnna yfir Austdalsá... Þar fékk ég svima og alles.....(ein lofthrædd)
~~**~~

mánudagur, 21. júlí 2008

Útreiðatúr og allt þar á milli....

~~**~~
Góðann daginn.
Það var allt komið út í bíl, búið að pakka öllu, kaupa nesti og átti að fara snemma að sofa í gærkvöldi og leggja í hann senmma í morgun. En nei nei þá fékk frúin þá flugu í höfuðið að vera út vikuna og fara ekki fyrr en á föstudaginn. Tær snilld finnst mér því í morgun þegar ég vaknaði
var 19 stiga hiti og blankalogn og sólarlaust....mmmm það var dásamlegt og ekki fannst mér ákvörðun mín síðri. Hér er búið að vera yndislegt að vera og ég hreinlega tími ekki að fara. Fullt af fólki, fullt um að vera og maður hefur hreinlega ekki haft undan að vera á öldurhúsum bæjarins og kaffihúsum. Þetta er lífið, ef einhver var að vandræðast með hvernig það væri þá er það svona og ekkert öðruvísi. Samansafn mynda eftir helgina eru hér fyrir neðan. Ég eyddi föstudeginum með Hindinni minni í sveitinni þar sem ég var þegar ég var lítil. Við fórum í klst útreiðatúr og er ég enn í afturendanum eins og ég hafi fætt af mér körfubolta..:=) Þar fyrir neðan eru svo myndir frá útivist á uppskeruhátíðinni á L.ung.A Það hefði ekki getað verið betra veður allir bara að chilla, í sólbaði og hlusta á músik. Uppskeruhátíðin var með öðru sniði núna og verð ég að segja að hugmyndin var alveg brilliant EN... mér finnst hún samt mikilfenglegri eins og hún hefur verið undanfarin ár. Vantaði eitthvað svona kikk sem maður hefur fengið við að horfa á hana. Neðstu myndirnar eru svo frá chilli á Öldunni og á neðstu myndinni eru ég og Eyþór Bubba-Idol nýbúin að syngja lagið Haleluja á Lárunni.....he he já það laðast að manni fræga fólkið.. En nú er ég hætt, ég heyri í ykkur von bráðar og vonandi drukknar engin í rigningunni þarna hjá ykkur öllum nema á austulandinu.. Góðar stundir - ef svo ber undir. INGA
~~**~




Já sko bara .... hef engu gleymt....


Hjónin eru enn með yfir 40 hesta....
Þarna er Anna að ná í minn.....
Þetta er hún Drottning sem Hind var á .....
Þarna eru hjónin að verða tilbúin....

~~**~~
Dásamlegt veður á uppskeruhátíðinni...

Allir að chilla.....
smá loppis markaður með allt fá kleinum upp í föt....

~~**~~
þEtta rennur ljúft í sólinni...
og í góðra vina hópi....
~~**~~
Ég veit ekki alveg hvort við munum eftir þessu en það var held ég gaman á meðan á því stóð....
~~**~~