fimmtudagur, 28. febrúar 2008

JIBBÝ...

skrúbbar og hanskar nauðsynlegir...
bodyskrúbbnauðsynlegt...

gott bodylotion nauðsynlegt....


Ok var varla að nenna að skrifa svona seint ...ennn... ég er að fara heim á morgun fannst ég verða að láta ykkur vita ég er svo glöð með það. Fór í dag í eftirskoðun sem gekk alveg glimmrandi og viljiði pæla á 6 dögum er ég búin að missa 4,5 kg og án þess að taka eftir því. þetta er náttúrulega bilun.



Þegar ég var búin hjá doksa fór ég í klippingu og lit hjá Sollu dóttur hennar Siggu vinkonu og er svo ánægð með það. Sýni ykkur það þegar ég kem heim(tók náttlega myndir af því). Svo á ég nú líka eftir að sýna ykkur myndir frá því ég lá á spítalanum þær eru fyndnar... sérstaklega þar sem ég er í morfínrússi.:=)



Fór líka og keypti mér fullt af vítamínum og bodyscrub, grófann hanska og og gott nærandi og rakagefandi bodykrem. Það er víst nauðsylegt núna enda finn ég það að húðin sígur í sig allt sem hún getur núna.



Jæja þarf að nýta tímann vel í borg óttans á morgun svo ég ætla að koma mér í koju núna. heyrumst .Inga ánægða

miðvikudagur, 27. febrúar 2008

dagur 4 á bollasúpu- flippi


Sælinú!!

Fór aðeins út af örkinni í dag og verslaði eina afmælisgjöf enn og keypti svo smá hárskraut fyrir fermingu Marýar (handa henni ekki mér:)). Fór svo í heimsókn til Guðsteinu í smásund þar sem spjallað var um allt á milli heima og geima.kom svo heim og borðaði eina bollasúpuna enn.... horfði á eina mynd.

Vonandi fæ ég heimfaraleyfi á föstud-laugardag... ef það er þá fært því hér snjóar og mér skilst að það snjói og snjói og snjói ogggg snjói heima. Fjandinn er þetta bara er ekki að koma vor??? En jæja ég ætla að fara að halla mér og sofa vel í nótt, svaf ekkert sérstaklega vel þá síðustu...


dreymdi að það væri glæpagengi búið að stela bílnum mínum og löggunni var alveg sama. Fannst það bara fyndið og fór með gengið niður á Reynisstað og leyfði því að máta sófa og hægindastóla en mér var ekki skemmt og öskraði og öskraði á alla en allir bara að chilla. Einn úr genginu var Lalli Johns... viljiði pæla í vitleysu. Gaman að vita að hobbitagengið er að skoða síðuna mína og commenta. Bið að heilsa restinni af studdunum og yfirstrumpnum...Góða nótt ( draumlausa takk fyrir)

þriðjudagur, 26. febrúar 2008

Dagur 3 í borg ótta og myrkurs...




Dagurinn í dag var sá besti til þessa. Það gekk vel að borða allt og maður er líka farin að læra svolítið inn á þetta. Er svolítið búin að prófa lífræntræktuðu djúsina og finnst þeir bara fínir. Er líka húkkt á minestrone bollasúpu. Prófaði ungverska gullassúpu:=( Juuukk...ojj. Léttur jógúrtdrykkur með kirsuberjum og banana er líka í uppáhaldi.


Í dag fór ég aðeins í kringluna, mig vantaði 2 afmælisgjafir og fékk þær, en ætlaði líka að kaupa kuldaskó á Hindina mína en fann enga almennilega. Fór síðan með 20 túlípana til Kollu mágkonu því hún á afmæli í dag og sat hjá henni heillengi og spjallaði. Kom hér heim um 6:30 og er þreytt. Ætla snemma að sofa. Gaman að sjá comment frá þér Ragna ... og hvað er þetta er ekkert upplýsingastreymi frá honum frænda þínum?? Svo sú eða sá sem er að commenta með kveðju úr Mosó... hvort er þetta Hilda eða Inga?? Það væri gaman að vita það. góða nótt INGA þreytta.

mánudagur, 25. febrúar 2008

dagur 2 heima....


Halló vinir mínir!

Þá er þessi dagur að kvöldi komin. Í dag gekk ágætlega að koma ofan í sig fljótandi seiðunum sem mér voru ætluð. Í morgunmat fékk ég 1 glas ab mjólk og 1 glas af eplasafa. Þá var komið hádegi.

Þá þurfti ég að fá mér drykkjarjógúrt og bollasúpu og var búin að því eftir rúman klukkutíma. Síðdegishressing var svo apelsínusafi og vatn. í kvöldmatinn fékk ég svo grænmetissúpu og drykkjarjógúrt. Og ég ætla ekki að borða meira í dag það kemst ekki meira fyrir...

Annars var ég að glápa á dvd og leggja mig inn á milli, er búin að vera með helv... hausverk í dag og er ennþá kvefuð eftir veikindin um daginn. Þetta eru nú afrek mín þennan daginn. bið að heilsa ykkur í bili . kv inga

sunnudagur, 24. febrúar 2008

Komin heim !!!


Komiði sæl öll sömul!

Þá er ég nú komin heim til bróður míns eftir vel heppnaða aðgerð. Finn bara hvergi til og myndi halda að ég hefði ekki farið í neitt nema af því að ég er með 5 göt á maganum. Nú er bara að fara á fullt við að reyna að koma ofan í sig 2 lítrum af vökva á sólahring næstu 3 vikurnar. það er svosem margt í boði, allskonar léttur mjólkurmatur,bollasúpur og safar.... en mig langar ekkert í þetta samt.Svo er líka það hvað maður er lengi að koma þessu ofan í sig. T.d. var ég rúman klukkutíma að koma ofan í mig bollasúpu áðan og hún var orðin ólystug fyrir vikið. En þetta hlýtur að koma með tímanum og líka svona hvað fer best í mann.Takk fyrir stuðninginn þið öll þarna úti. Bið að heilsa ykkur í bili... KV. INGA

fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Grænt ljós!!

Mér líður svona núna eftir veikindi vikunnar.....:=)



Jæja þá er það komið á hreint. Ég fer í aðgerðina í fyrramálið kl 11:00. Ég er voða fegin yfir að hafa ekki þurft að fara fýluferð til borgar ótta og myrkurs. Ég er bara nokkuð hress og orðin hitalaus er með smá nef kvef og svolítið illt í öðru eyranu... jú ég er ekki að grínast. Fór í búð áðan og keypti mér 1 líter af pepsi max og einn freyju staur og risa hraun og brjóstsykur... ég ætla að éta það allt á eftir yfir dvd mynd ( ég hlakka til) svo í kvöld ætla ég að borða pastasalat m/tandorrikjúkling og smábrauði. Ég hlakka líka til þess. Múha ha ha ha. En svo er það bara Ausvitch næstu mánuðina ...jæja ég er að fara að éta nammi, má ekki vera að þessu lengur.

Good luck fyrir mér. knús til ykkar . INGA Nammisjúka.

þriðjudagur, 19. febrúar 2008

orðsending...

svona líður mér núna!! OOOOOJJJJJ (hver er þetta??)



Já börnin góð... Það frysi fyrr í helvíti áður en hlutirnir gengju upp hjá mér. Nú er búið að fresta aðgerðinni allavega fram á föstudag ef ekki um mánuð!!! Ég er komin með einhverja veirusýkingu og háan hita svo ég veit varla hvort ég er að koma eða fara....Var í 6 klst í morgun og fram á dag í allskonar undirbúningi en fann að ég varð alltaf veikari, svo í kvöld var ég komin með tæplega 39 stiga hita. Það er svosem ekki margt um þetta að segja en ég er örlagatrúar svo að ég tek því sem að höndum ber með stóískri ró. Sendið mér góða strauma... ekki veitir af Knús og kossar Inga..

sunnudagur, 17. febrúar 2008

síðasta bloggið í bili...

Góðan daginn!

Svaf svona ljómandi vel í nótt og vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir hádegi. Í gærdag fékk ég vinkonur mínar til að koma til mín í smá kaffisamsæti . Ég var með ostaköku. osta og kex og smá nammi.... (síðustu forvöð) Svo var haldið kveðjupartý fyrir mig á Conero og voru það samstarfskonur mínar í stuðningsfulltrúastarfinu. Það var mjög gaman og sátum við eftir matinn og spjölluðum og hlóum. Ég fékk mér rjómalagaða sveppasúpu og brauð og í aðalrétt fékk ég mér villikryddað lambafillét m/steiktum kartöflum og salati og bernéssósu... mmmmmm það var geggjað. En það er svo langt síðan ég fékk mér svona bombu að mér varð hálfflökurt á eftir... Það er bara gott:) en gott var það á meðan á því stóð. Drakk síðan bara pepsi Max með en langaði voða mikið í rauðvín. Bældi þá löngun niður og fékk mér kaffi og konfekt eftir matinn. Hvort ætli sé nú betra ?? örugglega rauðvínið. En svo er ég náttúrulega komin í bindindi á alla skapaða hluti eitthvað fram eftir ári... Elskurnar !! ég reyni að leyfa ykkur að fylgjast með en í bili er þetta síðasta bloggið mitt. Þið hugsið fallegar hugsanir á miðvikudagsmorguninn til mín og ég til ykkar kærar kveðjur í bili og gangi ykkur öllum vel í því sem þið eruð að gera. Ykkar bumbulingur INGA .


Færðu þig beljan þín segir þetta merki . Þær halda að ég verði svona andstyggileg við þær ...

Þær halda að ég verði svo ómótstæðileg í augum Gísla míns að þær þorðu ekki annað en að gefa honum öryggi á oddinn....



Þær halda einnig að ég verði svo mjó að ég þurfi endurskinsmerki til að sjást...


Þær halda að svona finnist mér þær vera þegar ég er orðin mjó.... buðu mér einnig út að borða eftir aðgerð..þ.e. Barnamat...



Heimildamynd af Stínu á barnum.... (drekkur ekki )



feitabollan í hópnum hugsar brosandi að bráðum verði hún ekki bollan í hópnum... thí hí



allir stuðningsfulltrúar skólans ( vantar tvo)





Lilja Ólafs og Stína fockingsfulltrúi....( er með fockings unglingunum :=))



Svava fjær sem leysir mig af og Karen (hobbiti ) nær. það verður alltaf að taka nærmynd af henni og Settu svo þær sjáist.:=)



Rut,Guðbjörg Lilja og olga unglingastigs studdur...


Vala tröllahlátur og Þórey nýbakaða og svindlarastuðningur.




Lilja Rut og Kolbrún Lilja yngrastigs-studdur
















laugardagur, 16. febrúar 2008

Minningarorð


Núna í morgun kl 11 var amma mín Guðlaug Ingibjörg borin til grafar. Mér verður ósjálfrátt hugsað til þess þegar ég var barn og verið var að fara í héraðið til að heimsækja ömmu og afa. Það var tillhlökkunarefni eiginlega um hverja helgi að fara þangað. Þegar við komum var amma nær undantekningarlaust að baka pönnukökur, og við systurnar drifum okkur í að fá að setja sykurinn á.Afi sat í húsbóndastólnum sínum og beið eftir okkur. Amma gaf sér alltaf tíma til að leika við okkur systurnar og sat hjá okkur á gólfinu með heimatilbúið dót og lék við okkur tímunum saman,á meðan spiluðu mamma,bræður hennar og afi, manna eða gamla brids. Ef við borðuðum hjá þeim um kvöldið man ég að það voru yfirleitt lærasneiðar í raspi. Kannski er það þess vegna sem mér finnst það besti matur í heimi. Amma var að vinna lengi í Verslunarfélaginu. Sem fyrir mér var bara búð sem seldi nammi en var svo miklu meira en það. Stundum fórum við þangað og þá fengum við nammi og stundum fengum við smápening til að fara niður í Vegaveitingar sem var þarna rétt hjá til að kaupa okkur franskar sem var algjört nýnæmi. Þegar við systurnar vorum eitthvað ósáttar við okkar hlutskipti þá fór amma með okkur að stofublómunum sínum og sagði að við mættum ekki hafa svona hátt því að blómálfarnir væru sofandi. Þessu gleyptum við við og svo sýndi hún okkur þegar laufblöðin hreyfðust þá væru blómálfarnir að leika sér... Í dag vitum við betur en trúðum þessu þá . Þannig var að blóminn voru úti í glugga og ofn fyrir neðan svo þegar ofninn var heitur þá hreyfðust blöðin pínulítið. En þetta var nóg til að við sátum kannski tímunum saman til að reyna sjá þá. Amma var annáluð fyrir það hvað hún var frá á fæti langt fram á gamalsaldur. Hún vaknaði eldsnemma og hljóp út um allt til að týna upp rusl og gera snyrtilegt í kringum sig og heimilið sitt. Einnig var amma mikil prjónakona og bera börnin mín þess enn vitni og njóta enn góðs af sokkum og vettlingum sem margir hverjir eru orðnir 10-12 ára gamlir. Amma var alls ekki allra og þurfti ekki á neinum að halda að hennar sögn nema sínum nánustu. Hún flutti á Seyðisfjörð 1994 og lifði þar góðu lífi þangað til fyrir um 4 árum þegar heilsan fór að bila. Hún eyddi síðan ævikvöldinu á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þar sem reynt var að gera henni lífið bærilegra. Núna líður þér vel amma mín. Æskuminningar mínar um þig lifa í hjarta mínu. Mér þykir leitt að hafa ekki geta fylgt þér í hinstu hvíluna en ég veit að þú skilur. Skilaðu kveðju til afa og líka til Víðis sem ég náði aldrei að kynnast. Ég heimsæki þig í sumar og legg blóm með blómálfum á leiði þitt, afa og Víðis. Bless. ÞÍN INGA

fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Fimmtudagskvöld!!

Gott kvöld . Var að koma úr heimsókn, klukkan að ganga 11... og ég orðin sybbin, síðasti vinnudagur á morgun.... semsagt allt að ske.Hef svosem engar fréttir, maður fer ekki á flug í pistlaskrifum nema öðru hvoru og þá rennur upp úr manni vitleysan. Datt í hug að sýna ykkur inn í helgidóminn. Mér hefur alltaf liðið ljómandi vel bæði á degi og nóttu í þessu herbergi en núna langar mig að fara að breyta hér.... í guðsbænum ekki segja manninum mínum það.... hann gefur út veiðileyfi á mig ef ég minnist á framkvæmdir þar líka. Þarf að fara að sanka að mér einhverjum myndum og skrifa pistla í kringum þær.. En er samt búin að ákveða að leyfa ykkur fylgjast með mér og líðan minni eftir aðgerðina. Var jafnvel að spá í að fá að taka með mér myndavél á skurstofuna og biðja einhvern aðstoðarmanninn að taka myndir af mér og genginu að störfum ... Hvernig lýst ykkur á það ?? Ætli ég fái leyfi fyrir því.? En jæja hér fyrir neðan sjáið þið skeiðvöllinn en engan að störfum þar... :=) góða nótt INGA undirgefna.(yeah wright)






rómantísk rúmmynd...
ekki eins rómantísk rúmmynd... ;)

verndarengillinn minn sem passar mig og mína alltaf....


Þarna á veggnum er Himminn minn heitin að horfa á mig sofa....(bara notalegt)


Hvað skyldi vera þarna í koffortinu.... sá sem getur upp á réttu fær í verðlaun þvottavél og þurrkara og bingólottobol..:=)




miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Gerber var það heillin...


Já góðann dag!!

Ég uppgötvaði mér til mikillar kátínu áðan að ég fer í 4 fermingaveislur...mmm það er svo gaman svona að öllu jöfnu. EN.... Ég verð á því skemmtilega maukfæði þá eftir aðgerðina svo að ég fer með Gerber krukkumat með mér í veislurnar. Já því lengi býr að fyrstu gerð segir í auglýsingunni... Og er það ekki akkúrat þannig sem maður vill að þetta verði . Að ef maður býr vel að sér í upphafi ,þá gangi allt betur. Svo að Gerber krukkumatur verður það. m/ perubragði í einni veislu, m/bananabragði í annari ,mangó í þriðju og svo ástaraldinum í fjórðu.... Ó hvað ég hlakka til!!!!

Annars var hér í dag hið mesta andstyggðarveður. ( byrjar hún að tala um veðrið) en hvernig er annað hægt. Ekkert var hægt að fara í frímínútur vegna roks. Það eina góða við rokið hér er að ég þarf trúlega ekki að fara í strekkingu eftir aðgerðina. Náttúran hér sér um það sjálf :=) thí hí.Er að fara út að borða á föstudaginn með stuðningsfulltrúunum úr báðum skólum . Hlakka til þess, ég ætla að éta eins og svín... búin að ákveða það. Á laugardaginn fer ég svo í lit og plokk ef læknarnir skyldu vera myndarlegir þarna. Þá verður maður nú að geta gefið þeim undir fótinn almennilega útlítandi. hmmm Ætti kannski að fara í brasilískt wax líka er ekki settur upp þvagleggur.... Ha ha ha ha ha ha nei ojjj það fer engin með heitt wax nálægt neðri hæðinni á mér.... og langar hreint ekki að líta út eins og 12 ára gömul jómfrú, manneskja komin á fimmtugsaldur. Ojj þetta var líka ömurlegt FIMMTUGSALDUR!!! ég hef örugglega aldrei sagt þetta áður um sjálfa mig. Jæja guð minn góður þetta var kannski aðeins of mikið af upplýsingum úr klikkuðum hausnum á mér. En allt er þetta nú á léttu nótunum . Það er ég í hnotskurn, Nenni ekki að lifa í viðjum alvarleikans.... Góðar stundir INGIBJÖRG alvarlega :=)

mánudagur, 11. febrúar 2008

hungurhugleiðing

Þá er nú síðasta vinnuvikan runnin upp og er ég komin í veikindafrí frá og með næsta mánudegi.. Það skiptast á skin og skúrir í hausnum á mér þegar líður að þessu. En ég held haus og dríf mig og vonast eftir að að allt gangi vel. Er svosem búin að heyra frá fjölda fólks sem á sér orðið nýtt og betra líf. Ég ætla svoooo að vona að ég fái heilsuna ja allavega 70% til baka þá er ég glöð. Og geti kannski hætt að éta eitthvað af þessum lyfjum. Hef verið dugleg að synda og fer allt upp í 5 sinnum í viku en hef ekkert komist síðustu 10 daga. Ég finn verulega fyrir því bæði andlega og líkamlega, Það verður synt alla þessa viku eins og moth...fo#$% . Ég setti inn myndir um hvernig ég vildi ekki vera og hvernig ég vill alls ekki .Ég held hún sé þunn þessi gullna lína sem fara á eftir. Hef heyrt um að fólk hafi farið of langt í þessu ferli og af öðrum sem ekki hafa náð góðum árangri. Annars hef ég oft velt því fyrir mér, ætli maður sé nokkurn tíma ánægður?? Nei ég spyr..Ég er búin að losna við 17,5 kg núna og jú ég finn það alveg, en ég hef líka verið 25 kg léttari en ég er núna og ég man ekki betur en mér hafi fundist ég ógeðslega feit þá líka...Ég held þetta sé allt í hausnum á manni, að maður verði að hafa hausinn alltaf í lagi til að gera hlutina almennilega...Er einhver þarna úti með skoðun á þessu ?? myndi alveg vilja heyra... Bless í bili. INGA undarlega:=)




Ætli þetta sé ekki millivegurinn sem maður fer í megruninni.HA HA HA HA HA...
Svona vill ég ekki verða það er á hreinu... passa sig!!

Þetta er of mikið ég vil ekki vera svona.... svo þess vegna var ákveðið að taka í taumana...

laugardagur, 9. febrúar 2008

Herbergi Hindar og laugardagshugleiðing

Nú blæs vindurinn endalaust og allir orðnir hálf geðveikir innandyra. Ég tala nú ekki um sjálfa mig sem er búin að vera yfir veiku barni í 5 daga. Ég þjáist orðið af súrefnisskorti og þó ég vildi fegin fara út í göngu þá hefur það ekki verið í boði vegna veðurs...Fór reyndar áðan og gerði víðreist til vinkvennanna og er búin að drekka svo mikið kaffi að ég gæti byggt blokk á no time svo mikið koffin er í kroppnum á mér núna. Þörfinn fyrir því að detta íða núna er engin (fjandinn) það hlýtur að vera kaffinu að kenna... Jæja ég dett þá bara í það á þjóðhátíðinni næst :=) Ég var svo ánægð með manninn minn áðan ..þegar ég kom heim þá var hann búin að moppa allt og taka til á skrifstofunni og takið eftir ÁN ÞESS AÐ ÉG ÞYRFTI AÐ BIÐJA HANN UM ÞAÐ... Þetta er kannski að takast ,þrotlaust uppeldi á kallinum er farið að borga sig. Hmmm þarna er kannski komin ástæða til að fá sér í glas í kvöld og halda upp á það...ætli það endi ekki frekar með því að maður glápi á imbann og fer svo að sofa hálf heilalaus.
Datt í hug að sýna ykkur myndir úr herbergi Hindar.. Hún er reyndar ekkert ánægð með það lengur . Langar í breytingar ,ekki svona mikið bleikt . Hún er að gelgjast eitthvað þessa dagana. Annað hvort er það litla snúllumúsin hennar mömmu sinnar eða þá er það "róaðu þig kona" ef maður segir eitt orð vitlaust... :=) jæja ég bið að heilsa ykkur í bili og þið sem eruð að fara á djammið. það er ógeðslega hált úti hvar sem er á landinu so take care.. INGA uppþornaða...



Krulli Púðla er búin að liggja með henni öll veikindin og hefur bjargað mörgu...
Þarna liggur hún lasin og horfir á Línu langsokk...

verið að horfa á línu langsokk...


hamsturinn Tútta í góðu yfirlæti innan um bratz og barbýhausa...



öll horn og kitrur fullar af dóti... sjáið Hindina þarna í glugganum svo flott þetta er lampi sem hún fékk í afmælisgjöf...









föstudagur, 8. febrúar 2008

Bless amma mín!


Amma Lauga mín kvaddi þennan heim í morgun. Hún var góð kona og mátti aldrei neitt aumt sjá. Ég kveiki á kerti fyrir þig amma mín og bið að heilsa Afa og Víði. Ég veit að þú ert fegin núna yfir að hafa fengið hvíldina sem þú varst búin að þrá í nokkurn tíma... Hafðu þökk fyrir allt og megi englarnir passa þig og okkur. Þín INGA .

fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Mátti til....



að setja þessa myndir inn sem Jóhanna vinkona sendi mér af húsinu sínu og fleirum í götunni hennar þegar snjóaði sem mest.(viku eftir að ég var þar)Það er oft svo fallegt þegar búið er að snjóa þessum léttu stóru fiðursnjókornum sem kallast hundslappadrýfa. En ekki eins gaman ef fer svo að vinda eitthvað að ráði því þá sést ekki út úr augum...og ég held að það hafi eimitt gerst þarna stuttu síðar. Ég er enn heima með Hind veika hún er svona þokkaleg á daginn en rýkur svo upp í hita á kvöldin. Ég sem ætlaði í vinnu í morgun og Gísli ætlaði að vera heima en ég svaf eiginlega ekkert í nótt svo við ákváðum að skipta þessu og hann verður heima á morgun.( ef ég sef eitthvað komandi nótt) einhvernvegin er það þannig að ég hef aldrei sofið neitt þegar börnin mín hafa verið lasin ég er svo geðveik alltaf í hausnum og alltaf með varan á mér, ég held alltaf að það sé ekki í lagi með þau. Á tímabili sat ég bara og horfði á þau sofa.(Þetta er náttúrulega ekki í lagi). En jæja þetta var þá ekki meira í bili þennan daginn. Heilsur til ykkar sem vilja . Bless INGA


Í garðinum hennar.Hönnu...



Þetta hús ætti nú að rifja upp gamlar minningar fyrir Jóhönnu og Gúu...:=)


koma svo.. Ó Jósep Jósep.....




Flott flott nýja húsið hjá Guðrúnu...





Húsið hennar Jóhönnu.. það er eins gott að standa ekki mikið í dyrunum hjá henni :)






miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Öskudagsflensa og fermingarhugleiðingar!!

Já góðir hálsar!!
Ekkert varð nú úr öskudeginum á þessu heimili. Hindin mín varð veik í ÞRIÐJA skipti frá því um jól. Hvar endar þetta. Það er að vísu búið að vera mikið um veikindi hér síðustu vikur og hálfir bekkir í skólanum ásamt miklum veikindum kennara svo það er ekkert skrýtið þó að allir séu að smita alla.Hún varð að sjálfsögðu mjög fúl yfir að komast ekki í búninginn sinn og fara að syngja í skiptum fyrir nammi . Pabbi hennar reddaði þó mörgu og kom með restina af namminu sem í boði var í prentsmiðjunni og ég lofaði henni svo að hún mætti halda búningapartý með vinkonunum þegar hún yrði frísk.. Málið dautt. Það vildi þannig til að vinkonur hennar eru veikar líka svo að það verður gaman fyrir þær að halda búningapartý einhvern daginn..Ég er farin á stúana og er byrjuð að versla inn fyrir hana systur mína fyrir ferminguna hjá Marý. Það er gaman, er búin að panta kertin hér í Heimaeyjarkertum dásamlega liti dökkfjólubláa og dökkbleika. Svo er ég búin að versla svolítið að borðskrauti fallegum puntufiðrildum og perlum í þessum litum... bara gaman. Er síðan búin að versla í baksturinn líka því ég ætla að baka fyrir hana . Verð reyndar að fara að gera það því ég fer svo bráðum til Rvk í 2 vikur og þá eru bara 2 vikur þangað til ég fer austur í ferminguna... Þetta er allt svo voðalega fljótt að líða . Maður er ekki fyrr búin að klára unglingsárin og BAMM... allt í einu er maður orðin fertugur. Var að pæla í að reyna að detta einu sinni íða áður en ég fer í feitabolluviðgerð... (reyna að finna tíma í það) Skrifa það niður á listann sem þarf að gera áður en ég fer :=)
Jæja love you all. Heyrumst. INGA bumbubani..


Stóðst ekki freistinguna með þennan litla veggskáp sem var á útsölu....nú vantar mig bara eitthvað til að fylla í hann þarna hægra megin...:)
vantar eiginlega lítinn skenk fyrir neðan... :)

þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Millihurð og morkið veður!!

Jæja þá getur maður nú farið að hætta þessu sukktali og myndum. Fólk er farið að halda að ég haldi út einhverri djammsíðu en það var aldrei ætlunin...Ég sit hér núna og var að setja upp saltkjötið og baunirnar, jú því í dag er sprengidagur og ég er ákveðin í að éta á mig gat.. Þetta er ekki orðið eldað hjá mér nema á þessum eina degi svo ég má vel troða mig út á þessu. Það eru núna 2 vikur þangað til ég fer til Rvk í mjókkun svo ég ætla að njóta þess að borða góðann mat þangað til en allt í hófi þó . Maður fer nú varla að skemma það sem búið er að gera gott?? eða hvað?. Það var að bresta á skítaveður (kemur á óvart) djö.... er ég orðin þreytt á þessu. Alveg er ég viss um að ég var drottningin af Bahamas í fyrra lífi . ÉG HATA ÞENNAN SNJÓ!!! Þetta er að verða svo langt gengið að ég þoli ekki snjótittlinga og hugsa þeim þegjandi þörfina þegar þeir flögra hérna hjá.Þeir fá ekki meira að éta hjá mér. huh.. :) Hér fyrir neðan er árangurinn af viðgerð millihurðarinnar og er ég bara nokkuð sátt . Þetta á vel við allt sem hér er innanstokks. Bið um vor og velgengni. Bless INGA Tittlingahatari (snjó) :=)



Luktirnar frá Ágústi og frú, jólin 06-07 bara flottar...

Án póstanna er nú ekkert varið í þetta...


Já ég er bara sátt, þetta er alveg ég...



sunnudagur, 3. febrúar 2008

Þorrablót part 3...

Jahá þá er komið að þriðja og síðasta hluta þessarar seríu um þorrablót Seyðfirðinga árið 2008.
Þær tala nú eiginlega sínu máli og ekkert svosem um það að segja. En jú að mæta að ári er afar heillandi. Það þarf þó að hugsa það vandlega og nóg verður að gerast hjá mér þangað til svo ég ætla að salta allar svoleiðis hugsanir um hríð. Þessi helgi fór í heimsóknir hjá mér til vinkvennana Kristjönu sem er að fara til Tenerife eftir 2 daga . Ég öfunda hana ekkert
#$#% hafi það... en góða ferð samt.. og svo fór ég til Þóreyjar og Alexanders litla sem er eiginlega ekkert lítill lengur ... er að verða 2 mánaða og vill bara helst sitja og jú reyna að ganga líka . Ég þarf svo að fara að drífa mig til Önnu Lilju minnar og til Siggu Þ. minnar en það skeður allt núna í vikunni. Afsakið stelpur mínar en ég er á leiðinni...
Jæja ég ætla að leyfa ykkur að komast í myndirnar hér fyrir neðan en þær tók hún Sigga frænka mín í Hveró... ég er helst á því að hún hafi fengið krampa í smelliputtann þegar hún sá mig einhversstaðar:=) Góða nótt my babies.. INGA UNDURFAGRA.


jamm þessi var tekin í upphafi kvölds... svo fór það bara versnadi eftir sem á leið...
systurnar brosandi en Gullý biðjandi um blóm í haga og græna grundu...:=)

mágkonurnar mögru ... síungu og fögru... :=)


ma og pa svo sæt og fín...

Gullý Frænka og Bjössi ektamaður hennar... ( fyrir hverju ætli Gullý frænka mín sé að biðja þarna he he )


systkinin Fredrico Garþia Lorka og Sigrida Garðskagakova


sætu vinkonurnar .. Inga og Helga..


það var svo dimmt í fjöldasöngnum að ég þurfti kertaljós til að geta sungið....

Ljósið kemur langt og mjótt logar á fífustöngum....


sjáiði hvað mamma er sæt.!!! og hvað pabbi er íbyggin...



jesús minn hvað mig langar að vita hvað var svona fyndið!


Hvað skyldi hafa verið svona merkilegt::

skytturnar þrjár í góðum gír...:=)

ég og Sigga Mensa...

Ingibjörg athyglissjúka og systir hennar hún Sigríður og vinkona þeirra Helga Jóa jó

Systurnar Ormson...

ég og pápi minn að dansa...


ég og paprikan mín að dansa...

mamman mín og Mensinn hennar Siggu...


frænka mín hún Sigríður Aðalheiður og ég.

ég og frænka mín hún Sigríður Aðalheiður..



Ein fyrir Gúu vinkonu... ég og Njöddi frændi...


Eiríkur frændi, Gullý frænka og Sigga Mensa...


Æ sjáiði hvað þær eru sætar gömlu vinkonurnar Jóhanna ,Mæja og Sigga...


systkinin Ormson...:=)


ein voða einmanna (ætli engin hafi nennt að dansa....)


ég og Eiríkur frændi að faðmast þarna í myrkrinu...


man ekki hvað þessi dans heitir...

ein voða full að einbeita sér í dansinum...