Auðvitað er ég komin austur á land og tókst að blekkja hana systur mína svo rækilega að hún hágrét þegar hún var búin að átta sig á að þetta væri ég,en ekki einhver annar ...
Ég er búin að hitta Guðsteinu, Hönnu, Berglindi, Fúsa ..... Og búin að heyra í Döggu sem fékk háturskast þegar hún fattaði hver ég var...Þeir sem ég á eftir að hitta og vita ekki að ég er komin eru Böggi og Helga Jóh. Veit ekki um fleiri en kannski Hilda sé á leiðinni, ég veit það ekki. Frænfólk mitt af ýmsum toga er líka að birtast hér . Það er t.d Sigga í Hveró það var gaman.
Ferðalagið gekk vel en við lögðum af stað með Herjólfi kl 16:00 í gær og vorum komin til Seyðisfjarðar kl 05:00 í morgun... Já við vorum öll þreytt og pirruð en fegin að vera komin. Smá slen er svo í dag en það er ekkert sem bjór lagar ekki. Óskið mér til hamingju með hugrekkið að hafa drifið mig í ferðalag á þessum árstíma. Það er orðið langt síðan ég hef þorað einhverju þessu líkt.... ég segi að þetta sé dvöl minni á Reykjalundi að þakka.. Knús og kossar, Bæ. INGA